Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágætis mynd svo sem, Will smith og Martin Lawrence fara með ágætis leik hér, nettur húmor og ágætisspenna á köflum, fín þynkumynd
Það er bara einn góður atburður í þessu bulli. það er þegar hún er búinn. Ég gef henni hálfa stjörnu en það er af því að Porsche-inn er svartur og nær á undan AMC Coprunni í gegnum opið á vegnum.
Þetta er frábær spennu/grínmynd með góðum leikurum og þótt ótrúlegt sé er líka gott handrit.
Þetta er snillar mynd sem ég get horft á aftur og mæli eindregið með henni sérstaklega þar sem það er fínn húmor í myndinni.
Hreinasta snilld með þeim Martin Lawrence og Will Smith sem skapa hér geðveikan hasar og geðveikt grín......Allir ættu að sjá þessa mynd......
Martin Lawrence og Will Smith leika hér löggur tvær sem reyna eftir fremsta megni að finna bílhlass af dópi sem stolið hafði verið af löggustöð. Reynist það þraut hin mesta svo félagarnir setja það ekki fyrir sig að ljúga að konum og skjóta mann og annan í leit sinni að lyfjunum, svo líf beggja og hjónaband annars lenda í stórhættu. Myndin er jú allþokkaleg og má vel hafa gaman af og mikið þykir mér alltaf gaman að sjá Joe Pantoliano, sem hér er óaðfinnanlegur í hlutverki löggustjóra.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Doug Richardson, George Gallo, Michael Barrie, Michel Piccoli
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VOD:
2. janúar 2020