Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég horfði á þessa mynd þá brá mér....! Þessu átti ég ekki von á :)! Þessi mynd er æðisleg...! Reyndar þá var ég pínd til að horfa á þessa mynd og var ekkert sérstaklega spennt í fyrstu.... ;)! En svo þegar ég horfði meira og meira á hana (eða þegar ég kom lengra í myndina....) þá fannst mér hún alltaf vera áhugaverðari og skemmtilegri..! Þessi mynd er strák sem er sendur í betrunarstað út af misskilingi. Samt aðallega út af bölvun sem hefur legið á fjölskyldu hans í langan tíma. Á þessum betrunarstað þarf hann og aðrir strákar að grafa holur og reyna að finna fjarsjóð fyrir warden ræður öllu þarna ;)! Sem gengur misjafnlega!
Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart þegar ég var búin að sjá hana. Fyrsta lagi hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri Disney mynd og brá mér heldur í brún þegar ég sá að hún kom frá Disney því þessi mynd er mjög ólík flestum Disney myndum. Þó svo ég skyldi ekki alveg söguþráðinn í myndinni þegar hún stóð yfir en ég var farinn að skilja þetta dáldið svona í endann. Það sem ég tók eftir og hafði mikil áhrif á einkunargjöf mína var það hvað allt gekk alltaf vel upp hjá góðu strákunum. Myndin kemur skemmtilega á óvart og hvet ég alla til að sjá hana.
Sumar myndir koma manni virkilega á óvart. Kvikmyndin Holes er ein af þessum myndum. Í stuttu máli fjallar myndin um unglingin Stanley Yelnats (Shia LaBeouf) og vandræði hans. Svo virðist sem bölvun hvíli á fjölskyldu hans, eða allt frá því að langaafi hans gleymdi að uppfylla óskir sígaunakonu. Fyrir misskilning er Stanley handtekinn og sendur í búðir fyrir vandræðaunglinga. Forstöðumaðurinn þar (Sigourney Weaver) lætur unglingana grafa holur allan daginn og þeir vita ekki til hvers. Astoðarmenn hennar (Jon Voight og Tim Blake Nelson) sjá til þess að unglingarnir vinni. Stanley er litinn hornauga í búðunum en hann kynnist fljótt Zero (Khleo Thomas) og með þeim tekst vinskapur. Holes er vel skrifuð og þrælskemmtileg fjölskyldukvikmynd. Leikstjóranum Andrew Davis (Collateral Damage) tekst að sneiða hjá öllum klisjunum. Leikararnir standa sig allir mjög vel. Jon Voight og Khleo Thomas bera samt af. Tónlistinni er flétta listavel saman við söguna. Holes er kvikmynd sem ég mæli hiklaust með.
Ein óvæntasta bíómynd síðasta árs að mínu mati. Mynd sem maður hafði ekkert heyrt um og hefur greinilega ekki fengið þá markaðssetningu sem hún átti skilið.
Myndin er nokkuð róleg enda gerist hún í miðri eyðimörk þar sem ekki hefur komið regndropi í mörg ár, sökum gamalla galdra. Óhætt er að segja að myndin sé ekki eins og myndir eru flestar en það gerir sjálfsagt furðulegur en skemtilegur söguþráðurinn. Mæli eindregið með henni, það ætti engin að verða fyrir vonbrigðum með hana.
Þegar ég fór á þessa mynd var ég ekki að hafa hugmynd um hvaða filmu ég væri að fara sjá og því eftirvæntingin ekki mikil. En oft finnst mér best að dæma myndir þegar maður hefur ekkert heyrt um þær áður svo hlutleysið sé sem mest. Fannst mér þetta alveg rosalega vel skrifuð mynd þar sem sagan sem hún reynir að segja er næstum engin en nær samt að halda manni föstum við tjaldið af forvitni um hvað skildi ske næst. Einnig þótti mér mjög sniðugt að tvinna fortíðina og nútíðina svona saman og tengja síðan allt í eina sögu. Auðvitað var örlítill disney bragur á þessu og auðvitað hin klassíska ameríska væmni en fannst mér myndin búin að vinna sig það mikið upp að slíkir mínusar voru ekki að vega hátt. Þar sem myndin var nú ekki að krefjast neinna óskarsverðlaunaleikara ætla ég nú ekki að fara út í þá sálma að dæma um þá en ef einn stendur upp úr þá var það John Voight. Að lokum vil ég segja að ég tel að þessi mynd eigi eftir að valda fáum vonbrigðum hjá fólki og hvet því sem flesta að kíkja á hana í bíó/spólu (gildir einu)
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
10. október 2003
VHS:
19. janúar 2004