Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágætis mynd sem fjallar un ungan nema við háskóla í Chicago sem er sakaður um að hafa sprengt vetnisverksmiðjuna sem hann lærði í. Í helstu aðalhlutverkum eru Keanu Reeves og Morgan Freeman. Þessi mynd er aðeins ágætis afþreying en ekkert meira. Takk fyrir.
Eftir megahittið Fugitive gerir leikstjórinn Andrew Davis þetta þunnildi sem fer gjörsamlega fyrir ofan garð og neðan. Keanu Reeves leikur einhvern unglingsvísindamann sem ásamt breskri unglingsvísindakonu gera merkilega uppgötvun sem þó sumir vilja að komi ekki fyrir almenningssjónir. Þá er uppgötvunin sprengd í loft upp, ásamt hálfri borginni, og unglingunum kennt um allt. Algjört þunnildi sem ber helst að varast.
Þetta er ömurleg mynd, þótt ég fíla einn leikarann í myndinni, Morgan Freeman. Þessi á að vera svona í anda The Fugitive, en hún er svo miklu betri en þessi. Ég mæli engan veginn með þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Arne Schmidt, Rick Seaman, J.F. Lawton, Josh Friedman
Aldur USA:
PG-13