Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The In-Laws 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júlí 2003

The cake is going to hit the fan / He's not losing his daughter. He's gaining a madman.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Þegar væntanlegir tengdafeður, þeir Steve Tobias og Jerry Peyser, hittast í fyrsta skipti til að fagna væntanlegu brúðkaupi barna þeirra, þá verður allt vitlaust. Dr. Jerome Peyser er hæglátur fótaaðgerðalæknir, sem passar sig vandlega að forðast allt stress. En leyniþjónustumaðurinn Steve Tobias er áhættusækinn og leitar uppi fjörið. Á venjulegum degi... Lesa meira

Þegar væntanlegir tengdafeður, þeir Steve Tobias og Jerry Peyser, hittast í fyrsta skipti til að fagna væntanlegu brúðkaupi barna þeirra, þá verður allt vitlaust. Dr. Jerome Peyser er hæglátur fótaaðgerðalæknir, sem passar sig vandlega að forðast allt stress. En leyniþjónustumaðurinn Steve Tobias er áhættusækinn og leitar uppi fjörið. Á venjulegum degi er hann að stela einkaþotum, lenda í skotárás og að semja við alþjóðlega vopnasmyglara. Núna er að hann að valda föður brúðarinnar, Jerry, verulegum áhyggjum, og hann er hræddur um að hið fullkomna brúðkaup fari allt í vaskinn. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ansi fyndin á köflum en ekki gott handrit en samt ansi góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The In-Laws er endurgerð samnefndar gamanmyndar frá áttunda áratugnum og gengur vel upp enda endurspegla leikararnir persónuleika þeirra í persónum þeirra og kemur mjög vel út. Dr.Jerry Peyser (Albert Brooks,Finding Nemo) er fótalæknir og það mætti kalla hann hina fullkomnu volu. Brúðkaup dóttur hans er í nánd og pabbi brúðgumans sem heitir Steve Tobias(Micheal Douglas,Fatal Attraction) hittir Jerry. En Jerry kemst að því að Steve gamli vinnur hjá CIA þjónustunni og áður en Jerry getur aflýst brúðkaupinu eru þeir komnir til Frakklands til að semja við vopnaframleiðanda með FBI á hælunum en leyniþjónustan heldur að Jerry sé með kjarnolkusprengju á sér. Fínasta fjölskylduskemmtun sem ég mæli alveg með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The In-Laws er afskaplega vel heppnuð gamanmynd af gamla skólanum. Hér er ekki stuðst við ódýra brandara og fáránlegar aðstæður heldur er stuðst við skothelt handrit með frábærum samtölum og uppákomum. Í stuttu máli fjallar myndin um tvo tengdafeður sem hittast skömmu fyrir brúðkaup barnanna sinna. Steve Tobias (Michael Douglas) er faðir brúðgumans og er vægast sagt óútreiknanlegur ofurhugi. Hann starfar á laun fyrir CIA og er að því kominn að leysa meiriháttar smyglmál. Jerry Peyser (Albert Brooks) er faðir brúðarinnar og starfar sem fótalæknir. Hann þolir enga spennu og vill helst bara vera heima og forðast óþarfa rask. Leiðir þeirra liggja saman og auðvitað dregst Jerry inn í heim Steves þar sem hættur eru við hvert fótmál. Saman þvælast þeir vítt og breitt og lenda í ýmsum ævintýrum. The In-Laws er léttleikandi gamanmynd sem ætti að koma öllum í gott skap. Samleikur Douglas og Brooks er frábær. Leikstjórinn Andrew Fleming (Threesome) nær fram því besta í leikurunum. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mætti vera ferskari
Prýðilega heppnuð gamanmynd þar sem þeir Michael Douglas og Albert Brooks sýna betri hliðar sínar. Að vísu verður því ekki neitað að Douglas falli tvímælalaust í skugga hins óborganlega Brooks, sem er hreint út sagt frábær í hlutverki fótalæknis sem reynist skáka Woody Allen hvað taugaveiklun varðar. Maðurinn er sprenghlægilegur í nánast öllum atriðum sínum og án hans væri hér vafalaust algjört miðjumoð á ferð. Jú jú, Michael sjálfur gerir fína hluti og tekur sig aldrei of alvarlega, samleikur hans við mótileikara sinn er það sem gerir það þess virði að horfa á þessa mynd, því í raun og veru er ekki margt annað gott hér á ferð.

Handritið er t.d. ekkert sérlega fyndið. Það er líka þunnt og býður ekki upp á margt athyglisvert eða ferskt. Afþreyingargildið er þó sæmilegt, og Brooks, eins og ég sagði, stelur senunni, og yfirhöfuð ætti þetta að vera ágætis kvöldskemmtun fyrir þá sem sækjast eftir smá gríni. Annars er líka fín hugmynd að kíkja bara á Meet the Parents aftur í staðinn.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The In-Laws er stórskemmtileg gamanmynd um tvo tengdafeður sem hittast fyrst skömmu fyrir brúðkaup barna sinna. Faðir brúðarinnar (Albert Brooks) er skrifstofublók með ótal fóbíur og er til dæmis dauðhræddur við að ferðast með flugvél. Faðir brúðgumans (Michael Douglas) er aftur á móti njósnari fyrir CIA og má auðvitað ekki segja frá því, en ekki er langt þar til það setur veruleg áhrif á atburðarásina. Saman flækjast tengdapabbarnir tveir inn í alþjóðleg glæpamál og samspil þeirra Brooks og Douglas verður stórkostlega fyndið. Handritið er reyndar ekkert frábært og hér hefði úrkoman líklega orðið miðlungs gamanmynd ef ekki værir fyrir snillinginn Albert Brooks, sem leikur persónu sínu svo gjörsamlega án snefils af því að hann sé að leika í gamanmynd og tekst vel til. David Suchet (sem lék Hercule Poirot í sjónvarpinu) fer líka með stórfyndið hlutverk sem glæpaforingi sem er vægast sagt óviss um kynhneigð sína. The In-Laws er sannarlega góð skemmtun og mæli ég óhikað með henni fyrir þá sem eru í leit að gamanmynd sem stendur undir nafni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.08.2016

Leikstjóri Love Story látinn

Arthur Hiller, Óskarstilnefndur leikstjóri sígildra mynda frá áttunda áratug síðustu aldar, mynda eins og verðlaunamyndarinnar Love Story, The Out-of-Towners og The In-Laws, er látinn, 92 ára að aldri. Hiller fæddist í ...

11.08.2013

Topp 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra

Gestaleikur ( cameo ) leikstjóra í eigin bíómyndum, er eitthvað sem flestir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Alfred Hitchcock var frægur fyrir sín gestahlutverk í eigin myndum, en margir kannast við að hafa séð Marti...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn