Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
virkilega góð skemmtun
School of rock er bara virkilega góð. þegar ég sá hana fyrst bjóst ég við einhverjum "rokk farsa" en svo var ekki .Jack Black leikur mann sem er sparka ú rokkhljómsveit og tekur þá að sér forfallakennarastarf fyrir bróður sinn og kemst að því að krakkarnir í bekknum geta spilað rokk. Fín mynd en....í rauninni hálfgert kjaftæði. gef henni 7 stjörnur af 10 mögulegum
School of rock er bara virkilega góð. þegar ég sá hana fyrst bjóst ég við einhverjum "rokk farsa" en svo var ekki .Jack Black leikur mann sem er sparka ú rokkhljómsveit og tekur þá að sér forfallakennarastarf fyrir bróður sinn og kemst að því að krakkarnir í bekknum geta spilað rokk. Fín mynd en....í rauninni hálfgert kjaftæði. gef henni 7 stjörnur af 10 mögulegum
The School of Rock er meiriháttar góð og fyndin mynd. Jack Black er snillingur í öllu því sem hann kemur nálægt, og ekki er það að breytast hér. Frammistaða hans í þessari mynd: It Rocks, og eignar hann sér myndina frá byrjun og alveg út að endanum með frábærri túlkun sinni sem Dewey Finn. Svo eru krakkarnir í hljómsveitinni alveg brilliant og koma með mikinn ferskleika inn í myndina. Leikstjórn Linklater er góð, handritið er frumlegt og vel skrifað, húmorinn er snilld og tónlistin er meiriháttar. Það er alveg magnað að heyra í Led Zeppelin í myndinni(Þeir hafa aldrei gefið leyfi fyrir lögum sínum í bíómyndum, og fannst mér snilld að sjá Jack Black leggjast á hnén til að grátbiðja um að fá lag þeirra í myndina, sjáið DVD svo þið vitið hvað ég tala um). Lokaniðurstaða: Fullt hús, pottþétt.
Mér fannst hún vera snillt ég meina að hafa klassiska
leikarann Jack Black. Hann Black er ekkert nema snilldar rokkari góður söngvari. Að hafa allar þessar klassisku
hljómsveitir (AC/DC,The Who,Led Zeppelin,The Doors og the Darkness). Og barna leikararnir náðu sviðsfílingnum pottþjétt.
Handritið var bara hreinasta snilld. (semsagt: ekkert nema SNIIIIILD!)
Ég tók þessa mynd á myndbandaleigu fyrr í september og var hún mun betri en ég gerði ráð fyrir. Jack Black er hreint út sagt galdramaður og alveg ótrúlegt hvernig hann fer með þetta hlutverk. En það er einmitt hann, Jack Black sem fer með aðalhlutverkið í þessari mynd og leikur hann gítarleikara að nafni Dewey Finn, sem þráir eitt það heitast að slá í gegn sem tónlistarmaður. Hann er í hljómsveit sem er frekar óvinsæl og endar það með því að Dewey Finn er rekinn úr henni. Hann er atvinnulaus, á ekki pening fyrir húsleigunni sinni og ung kærustupör sem eiga þessa íbúð vilja ekkert með hann hafa vegna þess að hann borgar aldrei leiguna.
Dag einn hringir síminn og er verið að bjóða manninum sem á þessa íbúð að vera afleysingarkennari. Það vill svo ‘óheppilega’ til að Dewey Finn svarar og fær þá hugmynd að þykjast vera maðurinn sem á þessa íbúð og taka við stöðu afleysingarkennara til að fá vinnu. Og þetta bragð heppnast og er hann skyndilega kominn með vinnu sem afleysingarkennari undir fölsku nafni til að geta borgað leiguna. Tvo fyrstu dagana vill hann ekkert hafa með krakkana og situr á stólnum sínum með fótana upp á borði og gerir ekki neitt. En það er ekki fyrr en hann sér krakkana spila í tónmenntastofunni fer hann eitthvað að kenna. Hann ákveður að búa til skólahljómsveit og taka þátt í hljómsveitarkeppni sem átti að vera haldin. Það reynist þrautin þyngri þegar að ...
Ég ætla ekki að segja meira en allavega mæli ég með þessari mynd fyrir þá sem eiga eftir að sjá hana. Ég gaf henni fjórar stjörnur af fjórum, enda er hún uppáhaldskvikmyndin mín. :)
School of rook fjallar um Dewed Finn sem er leikinn af Jack Black( Shallow Hal,High Fidelity,Orange contry). Um rokkara á niðurleið og skuldar leigu, er að fara verða rekinn út er herberginu. Verður hann forfallakennari í barnaskóla. Uppgvötar hann þar gítar snillinginn Zack og aðra snillinga. Stofnar hljómsveit með þeim og þau æfa sem í hverjum tíma og ætla að keppa í böndin berjast. Til að leysa fjárhagsmál Dewed. En skólastjórinn má ekki vita að þau séu ekki á læra. Mæli tvímæla laut með þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. mars 2004
VHS:
9. ágúst 2004