Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Along Came Polly er hin fínasta mynd. Hún er fyndin og alveg tilvalin gamanmynd. Ben Stiller er alveg fínn en mætti fara breyta um hlutverk. Jennifer Aniston er ekkert spes, en fegurð hennar bætir það upp. En Philip Seymour Hoffman er brilliant í skemmtilegu aukahlutverki sem félagi Bens. Fær 3 stjörnur hjá mér.
Ég reyndi og reyndi; en ekkert gekk. Var að vinna úti á landi og slógu nokkrir vinnufélagar saman í þessa á videoi. Eftir tæpan klukkutíma af myndinni þoldi ég ekki lengur við og fór að gera eitthvað annað. Mér finnst Ben Stiller alveg afskaplega leiðinlegur. Reyndar svo mikið að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Það eru samt nokkrir ljósir punktar í myndinn sem hægt er að benda á: Anston er hér í einu sínu besta og vel gerðasta hlutverki hingað til. (að undanskilinni Office space), en er samt ekki skemmtileg. Hoffmann er alltaf svona la-la, og núna er hann bara óþolandi sem þessi uppáþrengjandi gaur- það er einmitt það sem að góður leikari gerir: að láta mann gleyma sér yfir persónunni, ekki leikaranum. Það er þetta jafna og mjúka rennsli í gegnum alla myndina og er það út af góðri tilsögn leikstjóra. það er reyndar ekki að virka hjá mér því að ég gat ekki horft á þetta illa skrifaða handrit sem að myndin lagðist ofaná. Maður bjóst kannski við meiri stríðni af kynningarmyndböndum, en þar var bara allt sýnt sem að í myndinn gerist: Blinda rottan, Stiller er síkla- og áhættu fælinn, Aniston er algjör andstæða hans.
Myndin fannst mér ekki fyndin, sama hersu mikið allir hinir hlógu mikið eða lofsömuðu ræmuna. Ekki fannst mér einu sinni fyndið þegar Hank Azaria lá ofaná kellingunni hans Stillers í bátnum (það hefði getað orðið magnað atriði). Sem sagt: Leiðinleg mynd sem er oflofuð og ekki eins fyndin og framleiðandinn- lofar!!
Fín gamanmynd sem byrjar hálfleiðinlega en síðan rætist úr henni. Ben Stiller er hér sama týpan og hann oftast er þ.e.a.s þessi klunnalegi náungi sem lendir í vandræðalegum uppákomum. Ég var mjög ánægður með frammistöðu Jennifer Aniston´s sem leikur hér alveg bráðskemmtilega persónu. Eiginlega miklu skemmtilegri heldur en Rachael karakterinn úr Friends.(Ég hef reyndar aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir þá þætti ef út í það er farið)Á köflum er myndin svona hálf ógeðsleg og eiginlega ekki þannig mynd sem að maður horfir á yfir kvöldmatnum. Helsti gallinn við þessa mynd er ófrumleiki. Hér er fátt nýtt á ferðinni. Handritið rænir soldið úr öðrum myndum(eða eitthvað þess háttar þið skiljið hvað ég á við)en í heild þá er Along came Polly prýðisgóð afþreyingarmynd sem hæfir jafnt ungum sem öldnum.
Síðasta mynd sem ég sá með Ben Stiller var hin frekar dapra Duplex. Bjóst því ekki við miklu. Þessi mynd kom mér eiginlega skemmtilega á óvart. Það vill gerast með myndir hjá Stiller að notaður er vandræðahúmor(þá fer áhorfandinn að líta undan eða jafnvel skipta um stöð til að forðast vandræðaleikann). Það gerðist merkilega lítið hér. Þetta var frekar þægileg gamanmynd á að horfa, og þá eiga Hank Azaria, sem frekar fyndinn Frakki, og Philip Hoffmann, sem besti vinur Stillers, hrós skilið.
Get alveg mælt með þessarri mynd. Hvort sem fólk hefur gaman af Stiller, finnst Jennifer Aniston heillandi, eða er til í að horfa á ágæta gamanmynd.
Fínasta mynd með Ben Stiller og síðast en ekki síst Jennifer Aniston sem ávallt heillar mig uppúr skónum. Along came polly er þó meira hjartnæm mynd heldur en margar aðrar grínmyndir, og kannski einum of á köflum. Eins ófríður gaur eins og Philip Seymour Hoffman er þá tekst honum eiginlega að vera í senn það furðulegasta og fyndnasta við þessa mynd. Ágætist afþreying sem skilur kannski ekkert mikið eftir sig en er þó vel þess virði að horfa á einu sinni a.m.k, þó Aniston væri nógu góð ástæða fyrir mig til að láta mig horfa á þessa mynd aftur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. febrúar 2004