Náðu í appið
EuroTrip

EuroTrip (2004)

"No actual Europeans were harmed in the making of this film"

1 klst 33 mín2004

Miðskólanemandinn frá Ohio í Bandarikjunum, Scott Thomas, er góður strákur og góður nemandi - nokkuð fyrirsjáanlegur reyndar - en hann er um það bil að...

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Miðskólanemandinn frá Ohio í Bandarikjunum, Scott Thomas, er góður strákur og góður nemandi - nokkuð fyrirsjáanlegur reyndar - en hann er um það bil að fara að útskrifast, og svo ætlar hann í undirbúningsnám fyrir læknaskóla. Þegar kærastan hans Fiona segir honum upp á útskritardaginn, þá koma ýmsir til hans til að stappa í hann stálinu, þar á meðal þýski pennavinur hans Mike. Scott og Mike virðast búa yfir sérstöku vinasambandi, og þegar Mike fer að reyna við Scott, nú þegar Fiona er ekki lengur í spilinu, þá sendir Scott honum skilaboð um að hann vilji aldrei heyra frá honum framar. Stuttu síðar þá kemst Scott að því að Mike er í raun og veru falleg stúlka að nafni Mieke, en þegar það gerist þá er hún hætt að svara honum. Nú þegar Scott heldur að Mieke sé sú sem honum sé ætlað að vera með, þá ákveður hann að fara til Berlínar til að vera með henni. Hann leggur upp með vini sínum Cooper Harris, sem þráir að eltast við stelpur. Þeir ná flugi til Lundúna, og þurfa að fara þaðan til Berlínar með viðkomu í París, en þar hitta þeir miðskólafélaga sína, tvíburana Jenny og Jamie, sem eru á bakpokaferðalagi í gegnum Evrópu. Scott og Cooper finnst þær vera ólíkustu tvíburar sem þeir hafa nokkru sinni kynnst, Jamie er gangandi alfræðiorðabók, og Jenny er strákastelpa. Þau fjögur reyna núna að komast til Berlínar, og lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Scott vonar að öll þessi vandamál séu þess virði að lenda í þeim, og Mieke sé dís drauma hans.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jeff Schaffer
Jeff SchafferLeikstjóri
Gary Lundy
Gary LundyHandritshöfundur
David Mandel
David MandelHandritshöfundur

Framleiðendur

The Montecito Picture CompanyUS
Blue Sea Productions

Gagnrýni notenda (10)

★☆☆☆☆

Æi, enn ein þunna unglingagamanmyndin frá Bandaríkjunum. Mynd sem hefði átt að fara beint á myndband og í hillu sem engin nennir að skoða. Þegar ég var að horfa á þessa mynd margspurð...

★★★★★

Þetta er mjög góð mynd og ég hló oft meðan ég var að horfa. Myndin er nokkuð lík Roadtrip og með mikinn neðanmittishúmor sem margir fullorðnir fíla ekki en þeir sem eru með húmor fy...

Þetta er fyndið sjit. myndinn er mjög fyndinn og bjóst ég sannarlega engu við. hélt að þetta væri ömurleg en síðan varð hún mjög fyndinn og ég veit ekki hvað og hvað og ég eina se...

Mynd þessi er eiginlega svona rip off af Road Trip samt öðruvísi söguþráður og ég sá þessa mynd og hló og hló, þessi mynd er gríðarlega góð. En myndin er um strák sem á vin á neti...

Gott grín

★★★★☆

Ég fór á Eurotrip með sáralitlar væntingar. Ég hélt ég væri að fara á einhverja ódýra samblöndu af Road Trip, American Pie og National Lampoon's European Vacation. Ókei, þetta er alls...

Eurotrip er unglingagamanmynd í svipuðum anda og American Pie, en hún fjallar um fjóra vini sem fara saman í ''bakpokaferðalag'' um Evrópu beint eftir útskrift úr menntaskóla. Hver hefur sí...

★★★★★

ATH. gæti verið SPOILER!!! Myndin fjallar um strák sem var að útskrifast úr skóla og hefur skrifast á við þýskan einstakling um hríð. Seinna kemur í ljós að þessi einstaklingur e...

Eurotrip er mjög lík og forsprakki hennar Roadtrip og samsamar sé einnig mjög með American Pie myndunum. Eurotrip er mjög góð mynd og ég hvet alla með mjög góðan húmor og þá sem fíla ...

Hehe mynd sem kom allískyggilega á óvart. Gamla góða road trip rullan færð yfir til evrópu á eftirminnilegan máta enda kemur Matt Damon fyrir í myndinni, það segir nú eitt og annað. Myn...

★★★★★

Smellin mynd ,geðveik góð, um fjóra krakka sem fara til evrópu. Einn er að leita að stelpu sem hélt að væri strákur. Annar var að leita að viltu evrópu kynlífi.Ég ætla ekki að segja ...