Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Who Framed Roger Rabbit 1988

It's the story of a man, a woman, and a rabbit in a triangle of trouble.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
3 Óskarsverðlaun: Tæknibrellur, klipping

Myndin fjallar um teiknimyndapersónuna Roger Rabbit sem lifir ásamt alvöru fólki. Einn daginn er Marvin Acme, eigandi Acme fyrirtækisins og Toontown, myrtur! Allt bendir til þess að Roger Rabbit, aðalstjarnan hjá Maroon Cartoons, hafi framið ódæðið. En til allrar óhamingju þá er sá eini sem getur sannað sakleysi Roger, Eddie Valiant, sem hatar teiknimyndapersónur.... Lesa meira

Myndin fjallar um teiknimyndapersónuna Roger Rabbit sem lifir ásamt alvöru fólki. Einn daginn er Marvin Acme, eigandi Acme fyrirtækisins og Toontown, myrtur! Allt bendir til þess að Roger Rabbit, aðalstjarnan hjá Maroon Cartoons, hafi framið ódæðið. En til allrar óhamingju þá er sá eini sem getur sannað sakleysi Roger, Eddie Valiant, sem hatar teiknimyndapersónur. Eddie er þreytulegur og drykkjusjúkur einkaspæjari sem neyðist hinsvegar til að hjálpa Robbie þegar hann felur sig heima hjá honum. Nú þarf Eddie að hreinsa Roger af ásökununum, og finna illvirkjann áður en þorparinn valdasjúki Judge Doom, kemur höndum yfir Roger.... minna

Aðalleikarar

Ein af þessum kvikmyndamolum
Þessi var stór bylting á sínum tíma. Þá meina ég stór og hún lítur ennþá vel út í dag. Ég meina 1988 voru þeir ennþá aðeins að strökklast við klippingar og tölvubrellur, svo gátu þeir gert Who Framed Roger Rabbit, enginn annar en snillingurinn Robert Zemeckis gat gert þetta (en sjáið samt hvernig hann er í dag, hann er að drulla útúr sér tölvuteiknaðar myndir). Myndin hefur marga kosti sem tengjast tæknilegu hliðinni, en hún hefur alveg kosti sem tengist handritslegu hliðinni.

Myndin er að sjálfsögðu drullu skemmtileg, þá er ég að meina, fokk skemmtileg. Hún er hefur shit mikið af skemmtilegum cameó-um (ég meina, atriði sem hefur Donald Duck og Duffy Duck eiga píanó-duó saman), flippaðar myndatökur, rosaleg gæði og teikningarnar eru amazing. Þetta eru ehv sem kvikmyndagerða-menn í dag mættu gera í dag, gera svona teiknimyndir eins og þessa.

Myndin gerist á fjóra-áratugnum og það er frekar skemmtilegt hvernig myndin færir okkur þennan áratug. Eins og hvernig allar mannlegu persónurnar í myndinni eru svo cocky og svo miklir ego-istar að það er ekki fyndið. Eða jú það er actully hilarious. Stíllinn á myndinni og hvernig það er sýnt hvað "Toons" eru svo mikið vandamál, er alveg rosalegt. Myndin er ekki bara sykursjúk, klikkuð og margbrotanlega fyndin, hún er líka dimm og frekar sick á sinn hátt. Bara eft maður pælir í því.

Handritð sjálft er mjög gott, hún er fjölskyldumynd, krydd fyrir krakkana og líka spæjarmynd fyrir þá eldri, getur líka oft verið fokk spennandi. Leikararnir standa sig rosalega vel. Christopher Lloyd sjokkeraði mig shit mikið fyrir að leika Judge Doom. Bob Hoskins var líka frammistöðu, persónan hans hafði persónuþróun, hann þóttist fyrst að vera frekar einhæfur og reið persóna, en hann hafði margt að leyna. Eitt annað svo að ég verð búin með "leikarann", þá finnst mér persónulega sagt að hann átti að fá óskarinn fyrir þessa mynd, hann Charles Fleischer. Hann lék fjórar persónur í myndinni og þær voru allar mjög óþekkanlegar, bara hvernig hann lék þær.

Ég sagði áður að það væri einnhverjar gallar í handritinu, þótt að það tók mig heila grein með kostum (búin að hrósa handritinu eins og motherfokker) þá eru já einnhverjir gallar, en ekki stórir. Hún svindlaði í endanum. Það var eitt loka tvist en það var af einnhverjum ástæðum bara flýtt því fyrir. Stundum þá dottaði myndin, það komi alveg nokkrir dauðir punktar, en ekkert til þess að skjóta sig yfir. Bara í öðrum orðum, þessi mynd rosalega góð, ekkert stórkostleg en hún hefur samt geðveika afrþreyingu þótt að hún sé svona gömul.

8/10 - nálægt að fara í 9-una, en kaupið þessa mynd, fokk !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Who Framed Roger Rabbit.

Þessi mynd er að mínu mati görsamlega frábær. Þetta er ein af uppáhalds myndum mínum ... uppáhalds ekki bestu. Myndin fjallar um Eddie Valiant einkaspæara sem sérhæfði sig í að ransaka mál skrípapersóna (teiknimyndapersóna) en einn dag nokkrum árum áður en myndin gerist drap skrípi bróður hanns og hann sá aldrei hver það var. Í byrjun myndarinnar er Eddie (leikin af hinum mikla Bob Hoskins) fengin til að njósna um Jessicu Rabbit konu Roger Rabbit (bæði skrípapersónur) og sjá hvort hún væri að halda fram hjá honum (hjá teiknimyndafígúrum þíðir það klappleikir). Eddie nær að taka nokkrar myndir af Jessicu og og eitthverjum merkilegum manni í teiknimyndabuissnessinum (því miður man ég ekki nafnið) í miðjum klappleik. Hann sínir Rogeri myndirnar og Roger tryllist og ríkur út um gluggan. Næsta dag finnst maðurinn sem ég man ekki hvað heitir látinn með flygil ofan á hausnum ... og hver gæti drepið eitthern á þann hátt annar en skrípi í hefndarhug? Svo að Roger er sakaður um morðið og ætlar dómarinn (Christofer Lloyd) að leysa hann upp í sýru sem refsingu fyrir manndrápið. Rétt eftir að Eddie heirir af morðinu finnur hann sönnunargögn fyrir að Roger hafi ekki drepið hann, svo að nú þarf hann að spurja sjálfan sig vill hann halda áfram að lifa ömurlegu drykkfeldu lífi sínu eða að hjálpa Roger að sanna sakleysi sitt?

Who Framed Roger Rabbit er ein af fyrstu myndunum þar sem notuð er aðferðin að blanda saman leiknu umhverfi og persónum við teiknimyndir og kemur það vel út hér þar sem myndin er algert augnakonfekt. Myndin fékk 4 oscars verðlaun og á þau vel skilið af mínu mati því að þessi mynd mun alltaf vera ein af mínum uppáhalds hvort sem meistaraverk er eða ekki.

Þrjár og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Who framed Roger Rabbit gerist í heimi þar sem teiknifígúrur lifa meðal mannana og þykir það sjálfsagður hlutur. Árið 1947 fer allt í hund og kött þegar teiknikanínan Roger er ranglega ásakaður um morð á eiganda teiknihverfisins í Hollywood og leitar hjálpar hjá einkaspæjaranum Eddie Valiant(Bob Hoskins) sem hefur verið neikvæður mjög síðan morðsins á bróður sínum. Robert Zemeckis gerði þessa mynd sem margbrotna spennumynd frekar heldur en barnamynd og það var mjög gott hjá honum því myndin hefði algjörlega misst flugið hefði hún hentað einungis yngstu aldurshópunum. Hún er samt ekkert mjög mikið flækt og gengur upp undir lokin og bindur alla lausa enda. Hoskins sýnir fína takta sem hinn bitri Eddie og er því synd og skömm að hann skuli ekki vera þekktur fyrir neitt mikið fleira. Christopher Lloyd er þó senuþjófurinn sem skuggalegur dómari teiknihverfisins og setur vissan alvarlegan svip á myndina. Ég hef ekkert slæmt að segja um Who framed Roger Rabbit en mér finnst hún ekki vera neitt meistaraverk, það vantar vissan fíling í hana til þess. Samt nokkuð góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn