Góð fræðslumynd
Kinsey er ein af mörgum ævisögum (''biopics'') sem skutu upp kollinum á síðasta ári. Hún er líka ein sú áhugaverðasta. En ólíkt öðrum kvikmyndum eins og t.d. Ray eða The Aviator, þá...
"Let's talk about sex."
Kinsey er líffræðingur og kynlífsrannsakandi.
Bönnuð innan 12 ára
KynlífKinsey er líffræðingur og kynlífsrannsakandi. Hann gefur út skýrslur um kynhegðun Bandaríkjamanna árið 1948 og 1963. Hann tekur viðtöl við 18.000 einstaklinga um kynlíf. Þetta er viðkvæmt og umdeilt á þessum tíma þar sem það er tabú að ræða um kynlíf. Og fólk hefur ekki mikla þekkingu á því. Þekkingarleysið gerir það að verkum að það verður kvíðið og fær sektarkennd. Í rauninni þá missa hann og eiginkona hans bæði mey - og sveindóminn eftir að þau giftast, en með slæmum árangri. Út úr þeirri slæmu reynslu, og eftir því sem hann ræðir við nemendur sína um að vandamál í kynlífinu, þá fær hann áhuga á að rannsaka kynhegðunina. Hann helgar lífi sitt þessum rannsóknum og styður fjölbreytni og frelsi einstaklingsins. Hann kemst að því að það séu til bæði algeng og sjaldgæf kynhegðun en ekki eigi að flokka í þá tvo flokka, þ.e. eðlilegt og óeðlilegt. Hann hefur áhrif á fjölda fólks. Sérstaklega þá hefur hann áhrif á samkynhneigða. Í stuttu máli þá er Kinsey áhrifamaður sem er heillaður af kynlífsrannsóknum og leggur sitt af mörkum til samfélagsins með þessum rannsóknum.
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráKinsey er ein af mörgum ævisögum (''biopics'') sem skutu upp kollinum á síðasta ári. Hún er líka ein sú áhugaverðasta. En ólíkt öðrum kvikmyndum eins og t.d. Ray eða The Aviator, þá...
Alfred Kinsey var kynlífsfræðingur um miðri 20. öldina sem komst að ýmislegum niðurstöðum sem komu öllum Bandaríkjamönnum og meðal annars heiminum á óvart. Fólk á þessum tímum var...



