Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Kinsey 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. apríl 2005

Let's talk about sex.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Kinsey er líffræðingur og kynlífsrannsakandi. Hann gefur út skýrslur um kynhegðun Bandaríkjamanna árið 1948 og 1963. Hann tekur viðtöl við 18.000 einstaklinga um kynlíf. Þetta er viðkvæmt og umdeilt á þessum tíma þar sem það er tabú að ræða um kynlíf. Og fólk hefur ekki mikla þekkingu á því. Þekkingarleysið gerir það að verkum að það verður... Lesa meira

Kinsey er líffræðingur og kynlífsrannsakandi. Hann gefur út skýrslur um kynhegðun Bandaríkjamanna árið 1948 og 1963. Hann tekur viðtöl við 18.000 einstaklinga um kynlíf. Þetta er viðkvæmt og umdeilt á þessum tíma þar sem það er tabú að ræða um kynlíf. Og fólk hefur ekki mikla þekkingu á því. Þekkingarleysið gerir það að verkum að það verður kvíðið og fær sektarkennd. Í rauninni þá missa hann og eiginkona hans bæði mey - og sveindóminn eftir að þau giftast, en með slæmum árangri. Út úr þeirri slæmu reynslu, og eftir því sem hann ræðir við nemendur sína um að vandamál í kynlífinu, þá fær hann áhuga á að rannsaka kynhegðunina. Hann helgar lífi sitt þessum rannsóknum og styður fjölbreytni og frelsi einstaklingsins. Hann kemst að því að það séu til bæði algeng og sjaldgæf kynhegðun en ekki eigi að flokka í þá tvo flokka, þ.e. eðlilegt og óeðlilegt. Hann hefur áhrif á fjölda fólks. Sérstaklega þá hefur hann áhrif á samkynhneigða. Í stuttu máli þá er Kinsey áhrifamaður sem er heillaður af kynlífsrannsóknum og leggur sitt af mörkum til samfélagsins með þessum rannsóknum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Góð fræðslumynd
Kinsey er ein af mörgum ævisögum (''biopics'') sem skutu upp kollinum á síðasta ári. Hún er líka ein sú áhugaverðasta. En ólíkt öðrum kvikmyndum eins og t.d. Ray eða The Aviator, þá gengur Kinsey meira út á rannsókn og vinnu mannsins, í stað þess að fókusa á hann sem einstakling. Þetta þarf samt ekki endilega að vera neikvæður hlutur, því leikstjórinn Bill Condon sér ávallt til þess að Kinsey sjálfur missi aldrei sviðsljósið. Það er rannsókn hans á kynhegðun karla og kvenna sem hefur forgang, og þar af leiðandi nær maður að læra eitthvað af myndinni og hvernig menningarheimurinn hefur breyst á 50 árum hvað þetta umræðuefni varðar.

Liam Neeson er frábær í titilhlutverkinu. Alfred Kinsey hefði léttilega getað verið sýndur eins og einhver sem manni líkar ekkert sérstaklega vel við, en Neeson leikur hann af svo saklausum tilþrifum að hann verður fljótt viðkunnanlegur. Laura Linney og Peter Sarsgaard eru líka virkilega góð og fylla vel upp í önnur mikilvæg hlutverk. Ástæðan af hverju ég dreg dóm minn ekki ofar er sú að myndin skilur nokkra vankanta eftir sig. Þessi áhrif eru sjálfsagt vegna þess að reynt er að segja alla ævisögu Kinsey á aðeins tveimur klukkustundum (tæplega!). Ég gæti ekki öðru trúað en að leikstjórinn hafi þurft að skera myndina niður því ýmsir þættir eru ferlega óljósir. Helst ber að nefna sambönd aðstoðarmanna Kinsey, og þær deilur sem urðu á milli þeirra. Annar galli er líka skortur á höggi í dramatíkinni. Ég fann aldrei mikið fyrir né hélt ég eitthvað upp á baráttu mannsins þegar lengra leið á, og fannst eitthvað sárlega vanta. Endirinn er líka voða flýttur, og eftir hæga uppbyggingu liggur myndinni ógurlega á að ljúka öllu undir eins þegar líður að lokum. Spes.

Kinsey er samt nokkuð góð mynd þar sem leikurinn er í toppmarki og umfjöllunarefnið fróðlegt og athugavert. Ég gef henni góð meðmæli, en ég átti annars ekki von á því að leikstjórinn myndi toppa síðustu mynd sína, Gods and Monsters.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alfred Kinsey var kynlífsfræðingur um miðri 20. öldina sem komst að ýmislegum niðurstöðum sem komu öllum Bandaríkjamönnum og meðal annars heiminum á óvart. Fólk á þessum tímum var alls ekki eins fróð um kynlíf eins og flestir eru í dag, Kinsey er sá sem vildi breyta því og kenna fólki hvernig á að leysa vandamál sýn og hjálpa þeim með að koma með nýja innsýn á kynhegðun og kynhneigð manna. Liam Neeson hefur ekki verið svona góður síðan hann var Oskar Schindler í Schindler´s List og það kom mér heilmikið á óvart hve langt hann var viljugur að ganga í hlutverkinu sem Alfred Kinsey. Laura Linney lendir í frekar týpísku hlutverki sem eiginkonan sem hefur sífelldar áhyggjur en hún leikur það þvílíkt vel og hefur þó einhver einkenni sem gerir persónuna sérstaka, en hún bjargaði gersamlega hlutverkinu. Peter Saarsgard er mögulega með bestu frammistöðuna fyrir utan Neeson þar sem hann gengur líka mjög langt til þess að skapa trúlega persónu. Kinsey er öll byggð á sannsögulegum atburðum og samaborið við allt sem ég hef lesið um manninn þá fer myndin frekar vel eftir því flestu. Rannsóknirnar hans og niðurstöður eru allar þær sömu, t.d um fjölbreytaleika kynhegðunar. Það er annað sem myndin fjallar mikið um sem er tvíkynhneigð, þó að Alfred Kinsey og persónan sem Saarsgard leikur Clyde Martin séu báðir tvíkynhneigðir þá er ekki einu sinni minnst á orðið í allri myndinni. Mögulega því það var ekki til eða mjög óþekkt? Ég tel myndina vera helvíti góð ævisaga um líf Alfred Kinsey, gallar myndarinnar eru fáir eða frekar óljósir en myndin er alls ekki fullkomin. Kinsey á skilið þrjár og hálfa stjörnu í minni bók.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.11.2013

Frumsýning: The Fifth Estate

Samfilm frumsýnir kvikmyndina The Fifth Estate á föstudaginn næsta, þann 22. nóvember nk. "Tímaritið Rolling Stone segir myndina vera "ELDFIMA & ÖGRANDI". GQ segir hana vera fyrsta flokks þriller, Deadline Hollywood v...

08.02.2012

Abraham með exi!

Entertainment Weekly birti glænýjar stillur úr hinni vægast sagt forvitnilegu Abraham Lincoln: Vampire Hunter, sem verður frumsýnd í sumar. Myndinni er leikstýrt af nokkrum Timur Bekmambetov (sem, fyrir þá sem ekki vita, g...

19.11.2011

Kjánahrollur sem þjónar aðdáendum

Stephenie Meyer má eiga það að aðdáendur hennar eru ekki bara óendanlega tryggir, heldur sýna þeir dýrslega grimmd gagnvart þeim sem dissa Twilight, hvort sem það eru persónurnar, samtölin, hugmyndirnar, sögustefnur eð...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn