Náðu í appið
Before Sunset

Before Sunset (2004)

Before Sunrise 2

"What if you had a second chance with the one that got away?"

1 klst 20 mín2004

Bandaríkjamaðurinn Jesse Wallace er á fertugsaldri.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic91
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Bandaríkjamaðurinn Jesse Wallace er á fertugsaldri. Hann er í bókaverslun í París, sem er síðasti viðkomustaður á kynningarferð þar sem hann er að kynna metsölubók sína, This Time. Þó að hann tali með óljósum hætti um innblásturinn að bókinni, þá er hann þar að fjalla um kynni sín níu árum fyrr, þann 15. og 16. júní árið 1995, við stúlku frá París að nafni Celine, og minnisstæðan og rómantískan dag og kvöld sem þau áttu saman í Vínarborg. Þegar samverustund þeirra er að ljúka á lestarstöð í Vín, sem er einnig eins og bókin endar, þá heita þau því, án þess að skilja eftir tengiliðaupplýsingar til hvors annars, að hittast að nýju eftir nákvæmlega sex mánuði á nákvæmlega sama stað. Þegar blaðamannafundurinn í bókabúðinni er að klárast þá sér Jesse að Celine er í hópi fólksins í búðinni, en hún frétti af bókinni þegar hún sá ljósmynd af honum í auglýsingu fyrir bókakynninguna. Rétt eins og þegar þau hittust síðast, þá ákeða þau Jesse og Celine, sem nú er umhverfisaðgerðasinni, að eyða smá tíma saman þar til hann þarf að ná flugvél heim til New York, sem er aðeins um ein klukkustund. Auk þess að ræða um fundinn sem þau ætluðu að eiga eftir sex mánuði, og um hvað hefur gerst í lífi þeirra á árunum níu sem liðin eru, og daginn í dag, þá ræða þau um lífið og ástina, í samhengi við daginn sem þau áttu saman, og þau áhrif sem hann hafði á þau.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Independent PicturesUS
Castle Rock EntertainmentUS
Detour FilmproductionUS

Frægir textar

"Celine: Memories is a good thing if you don't have to deal with the past."

Gagnrýni notenda (1)

Yndislegt framhald af brilliant ástarsögu

★★★★★

Ég er sjálfsagt í minnihluta með að segja þetta en þessari mynd beið ég persónulega mjög spenntur eftir. Ástæðurnar eru tvær: Fyrst og fremst þá er Richard Linklater (maðurinn á bak...