Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð alveg að segja eins og er, bandaríkjamenn eru alltaf að koma á óvart. Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd, hugsaði ég með mér, humm, ætli koddinn sé nógu mjúkur, á ég ekki eftir að gera eitthvða annað. Nei, góðir hálsar myndin kom nokkuð mikið á óvart. Hann Dennis Quaid, hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds mönnum á tjaldinu (ekki alltaf valið góðar myndir, en svona í heildina) og kom hann mér svolítið á óvart í þessari mynd. Og hvað krakkana varðar þá átti Topher Grace, ja, hann var bara hann eins og hann kemur fram alltaf í sjónvarpi, óöruugur og stressaður, hvað Scarlett Johansen varðar var hún ágæt í mesta lagi, þó svo þetta hafi nú líka verið meira spil á milli Dennis og Topher, þá kom hún oft skemmtilega inná milli. Já, ég vil nánast gefa þessari mynd fullt hús, ég tek hálfa stjörnu fyrir það að vera langdreginn, en ég vildi vita hvernig hún endaði þannig hélt ég mér yfir henni, en nokkuð vel gerð og skemmtileg mynd!!
Notaleg og viðkunnanleg
In Good Company er ljúf og fyndin mynd sem virkar meginlega vegna þess að handritið er þétt og samskipti leikaranna góð. Myndin er hæg en gengur ekki út á ákveðinn söguþráð, heldur eru áherslurnar lagðar á persónurnar og þaðan fær myndin sinn helsta styrk.
Paul Weitz hefur sannað sig sem hinn prýðilegasti leikstjóri á sviði gamanmynda, sérstaklega eftir About a Boy og að sjálfsögðu hina "byltingarkenndu" American Pie. Fólk skal samt ekki búast við einhverju í líkingu við hina síðarnefndu. Leikararnir í þessari mynd standa sig mjög vel, og einhvern veginn fer stór hluti gæða hennar í það hversu vel leikin hún er. Dennis Quaid finnur sér loks hlutverk sem hentar honum vel eftir að hafa reynt á stórar, brelluhlaðnar kvikmyndir eins og The Day After Tomorrow og Flight of the Phoenix. Hann er mjög góður og á allan hátt sannfærandi í frammistöðu sinni þótt lágstemmd sé. Topher Grace eignar sér samt alla myndina, bæði á kómísku og dramatísku sviði. Samleikur hans og Scarlett Johansson kemur líka vel út, enda virðast þau ná ágætis neista saman.
In Good Company er að mörgu leyti svipuð About a Boy. Hún blandar saman trúverðugum persónudeilum við góðan - en þó aldrei neitt þvingaðan - húmor. Myndin gæti þó kannski talist fullróleg fyrir hefðbundinn áhorfendahóp gamanmynda, en það kemur ekki í veg fyrir það að hún er vel þess virði að horfa á, og jafnvel mæla með.
7/10
In Good Company er ljúf og fyndin mynd sem virkar meginlega vegna þess að handritið er þétt og samskipti leikaranna góð. Myndin er hæg en gengur ekki út á ákveðinn söguþráð, heldur eru áherslurnar lagðar á persónurnar og þaðan fær myndin sinn helsta styrk.
Paul Weitz hefur sannað sig sem hinn prýðilegasti leikstjóri á sviði gamanmynda, sérstaklega eftir About a Boy og að sjálfsögðu hina "byltingarkenndu" American Pie. Fólk skal samt ekki búast við einhverju í líkingu við hina síðarnefndu. Leikararnir í þessari mynd standa sig mjög vel, og einhvern veginn fer stór hluti gæða hennar í það hversu vel leikin hún er. Dennis Quaid finnur sér loks hlutverk sem hentar honum vel eftir að hafa reynt á stórar, brelluhlaðnar kvikmyndir eins og The Day After Tomorrow og Flight of the Phoenix. Hann er mjög góður og á allan hátt sannfærandi í frammistöðu sinni þótt lágstemmd sé. Topher Grace eignar sér samt alla myndina, bæði á kómísku og dramatísku sviði. Samleikur hans og Scarlett Johansson kemur líka vel út, enda virðast þau ná ágætis neista saman.
In Good Company er að mörgu leyti svipuð About a Boy. Hún blandar saman trúverðugum persónudeilum við góðan - en þó aldrei neitt þvingaðan - húmor. Myndin gæti þó kannski talist fullróleg fyrir hefðbundinn áhorfendahóp gamanmynda, en það kemur ekki í veg fyrir það að hún er vel þess virði að horfa á, og jafnvel mæla með.
7/10
Þessi mynd kom mér á óvart. Myndin er vel leikin og ansi fyndin á köflum. Leikararnir koma vel frá sínum hlutverkum og Dennis Quaid er ansi góður í sínu hlutverki. Topher Grace er ansi góður leikari, gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Afbragðs skemmtum
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
8. apríl 2005