Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Spennandi og draugaleg mynd í besta gæðaflokki.
Ég er sjálfur mest lítið fyrir hryllingsmyndir og myndi sjálfur ekki beint kalla þessa mynd beina hryllingsmynd, en hún er alveg frábær.
Jafnvel þeir sem geta ekki horft á hryllingsmyndir ættu að geta horft á þessa, og mæli ég alveg með því.
Í stuttu máli þá fjallar myndin um það að kona Johns deyr, og fer hann svo út frá því að heyra smá suð og hljóð í útvörpum til að byrja með.
Svo kemst hann að því að hægt er að hafa samband við þá látnu í gegnum sjónvarps upptökurr, og fer hann að komast að því hvernig megi bjarga mannslífum með því.
Þessi mynd heldur manni spennandi allan tíman eftir að hún er almennilega byrjuð, og mæli ég alveg eindregið með henni.
Þegar ég byrjaði að horfa á myndinna vissi ég ekkert hvað ég væri að fara að horfa á og horfði því á hana með mjög opnum huga. Myndinn byrjar frekar leiðinlega og var ég nálægt því að hætta að horfa á myndina enn þegar á hana leið batnaði hún og batnaði og varð þessi þrusu góði spennutryllir. Þessi mynd er örugglega ein raunverlegasti spennutryllir sem ég hef séð og skilst mér að þetta hafi gerst og geti vel gerst. Myndinn fjallar um tvö hamingjusöm hjón sem lifa góðu lífi enn svo kemur það á daginn að konan deyr. Þá fer kallinn að leita til miðla og hittir einn mann sem veitir honum mjög miklar upplýsingar og þá nær hann sambandi við konuna sína sem er alltaf að reyna að seigja honum einhvað. Ég held að mér hafi aldrei brugðið jafn mikið og í nokkrum atriðum í þessari mynd. Þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Ég veit ekki hvað gerðist hérna, en þeir hafa greinilega ekki verið með hugann við gerð þessarar myndar. Miðað við hvað umfangsefnið sem að þeir eru að nota í myndinni væri alveg hægt að nota í mjög góða og frumlega mynd, en það er ekki hér á bæ. Var soldið spenntur yfir þessari mynd, en eftir að ég fór á hana fór ég mjög svekktur út af henni. Spennan í myndinni er ekki alveg nógu góð, leikurinn hjá leikurunum er ekki góður og sagan að myndinni virkar engan veginn. Forðist þessa.
White Noise er hin ágætasta mynd, söguþráðurinn er mjög einfaldur. John missir konuna sína og reynir að ná sambandi við hana í gegnum sjónvörp og önnur tæki. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé einfaldur og ekki mörg atriði sem gerast þannig séð þá er myndin mjög spennandi og tekst að halda manni spenntum allan tímann. Mæli með henni ef þú villt sjá spennandi og draugalega mynd.
White noise. Hvað getur maður sagt um hana? Mér fannst hún sæmileg svona. Gallarnir eru þó nokkrir,handritið virðist hafa verið skrifað í flýti,söguþráðurinn og fléttan verkar formúlukennd og jafnvel þreytandi og Michael Keaton virðist alveg vera hættur að meika það(hann var oft fínn hér áður fyrr). Svo fannst mér ég vera svikinn af endirnum sem var ekki nógu fullnægjandi en ég hins vegar skildi hann ekki alveg þannig að kannski er ég of dómgjarn. Þó er þetta alveg horfanleg skemmtun þegar allt kemur til alls og Deborah Kara Unger sem er fín leikkona og stendur oftast fyrir sínu bjargar myndinni fyrir horn. White noise fær tvær stjörnur. Algjört miðjumoð.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. febrúar 2005
VHS:
23. maí 2005