Náðu í appið
Öllum leyfð

Corpse Bride 2005

(Tim Burton's Corpse Bride)

Frumsýnd: 27. október 2005

Loving You Is Like Loving The Dead

76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Myndin gerist seint á nítjándu öldinni í viktoríkönsku þorpi. Maður og kona að nafni Victor Van Dort og Victoria Everglot eru heitbundin af því að Everglot fjölskyldan þarfnast peninganna, því annars mun hún þurfa að búa úti á götu og Van Dort fjölskyldan vill verða hluti af aðlinum. En allt fer úrskeiðis þegar verið er að æfa brúðkaupið. Victor... Lesa meira

Myndin gerist seint á nítjándu öldinni í viktoríkönsku þorpi. Maður og kona að nafni Victor Van Dort og Victoria Everglot eru heitbundin af því að Everglot fjölskyldan þarfnast peninganna, því annars mun hún þurfa að búa úti á götu og Van Dort fjölskyldan vill verða hluti af aðlinum. En allt fer úrskeiðis þegar verið er að æfa brúðkaupið. Victor fer inn í skóg til að æfa heitin sín. Þegar hann er rétt búinn að læra þau, þá er hann orðinn kvæntur Emily, lík-brúðurinni. Á meðan Victoria bíður hinum megin, þá er annar auðugur aðili, tilbúinn að koma í stað Victor. Þannig að nú eru tvær brúðir, einn brúðgumi, hverja mun Victor velja? ... minna

Aðalleikarar


Ég leigði Corpse bride í von um góða mynd því ég hélt að tölvuteiknikvikmynd hvar Johnny Depp og Helena Bonham Carter tala fyrir tvær aðalsögupersónurnar gæti ekki orðið annað en fín afþreying en svo reyndist þetta vera alveg út í hróa hött. Ég veit ekki hvort einhverjir eru sammála mér en mín skoðun er sú að Tim Burton sé farinn að dala alsvakalega. Hann hefur ekki gert góða mynd síðan Batman returns þó að Charlie and the chocolate factory og Sleepy hollow hafi verið svona þokkalegar. Corpse bride segir frá Victor(Depp) sem er þvingaður til að ganga í hjónaband en fyrir algjöran misskilning(sem er svo illa útfærður að ég fer ekki nánar út í þá sálma) giftist hann líkinu Emily(Carter) og síðan kemur þessi týpíski ástarþríhyrningur. Ég held að þessi söguþráður hefði sæmt sér betur í leikinni mynd því þessi umgjörð er svo hálfvitaleg í tölvuteiknikvikmynd. Einnig hefði ég viljað minnka söngatriðin og þá hefði ég góða trú á að Corpse bride hefði getað orðið svo miklu betri. Myndin á sér nokkra góða spretti og Helena Bonham Carter gerir skástu persónu myndarinnar nokkuð eftirminnilega og fyrir það gef ég eina stjörnu. Ég ætla að vona að Burton fari aftur að gera ágætar myndir eða bara setjist í helgan stein. Þetta gengur ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórglæsileg mynd og alveg rosalega vel gerð og skemmtileg. Allar persónur myndarinnar eru brúður og þetta er rammamynd. Þetta er svona mynd sem maður fær ekki fljótt leið á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er mikill aðdáandi snillingsins Tim Burtons. Hérna er á leiðinnii önnur brúðumynd ekki svo ósvipuð snilldinni Tim Burton's The Nightmare Before Christmas.
Tim Burton's Corpse Bride er jafnvel enn betri. Hún fjallar um ungan mann að nafni Victor Van Dort(Johnny Depp) sem á að fara að giftast ungri konu sem heitir Victoria)(Emily Watson). Þau bláókunnug í augum hvers annar því að þau hafa aldrei áður hist. Victor er soldill aulabárður og klúðrar öllu á brúðkaupsæfingu sinni. Faðir Victoriu(Albert Finney) eru soldið strangur og vill helst ekki sjá Victor sem eiginmann dóttur sinnar. Brúðkaupinu verður þá frestað þangað til Victor er tilbúinn til að giftast. Hann hleypur því strax útí skóg til að æfa sig í einrúmi. Hann lætur því giftingarhring sinn Á dauða grein og.... hönd teygir sig í átt til hans og lík af dauðri konu stígur uppúr jörðinni. Victor vaknar svo allt í einu ofaní jörðinni í landi þeirra dauðu. Hann þarrf að komast upp til Victoriu til að ná brúðkaupi þeirra því að Victoria á að giftast öðrum manni ef Victor verður ekki kominn á brúðkaupsdaginn. En þá vill hann ekki fara frá dauðu konu sinni svo eitthvað verður hann að taka til bragðs. Spennandi. Enn og aftur Tim Burton er snillingur sem aldrei hefur sent frá sér slaka mynd. Hún er frábær og á skilið að fá fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er glæsileg! Hún er fyndin á köflum og spennandi! Tim Burton gefur okkur eina af frábærum myndum hans. Það sem maður fær að sjá í Trailers gerir ekki voða mikið gagn. Trailerinn segir manni ekki nógu mikið um hvað myndin er og eftir að maður sér myndina ruglast maður svolítið, vegna þess að trailerinn kemur öðruvísi út heldur enn myndin og í trailernum skilur maður valla um hvað þetta er! Þess vegna finnst mér að allir ættu að sjá myndina í staðinn fyrir að horfa á trailerinn, jafnvel þó að að fara í bíó sé dýrara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tim Burton hefur gert mjög góða mynd enn einu sinni. Og þessi fer á top tíu listann. Mér fannst þeta mjög góð mynd og er mjög tilfinningarík og skemmtileg. Hún er mjög lík veruleikanum nema auðvtað útlitið. Þessi mynd hefur að gefa illsku, góðsemi og fynndin atriði, sem eru við hæfi allra aldurshópa. Þessi mynd er mjög skemmtileg og er líka við og við sorgleg. Hún er falleg en auðvitað getur líka komið eitthvað ósmekklegt fyrir, en þessi mynd heitir nú einu sinni The Corpse Bride. Hún kennir manni þá leksíu að dæma ekki bara frá útlitinu, en það gæti verið í lægji ef viðkomandi er dáinn. En þessi mynd er stórkostlegt meistaraverk Tim Bortons og vonandi er hann að byrja á aðrari, jafn skemmtilegri. ég mæli sérstaklega með þessari mynd, og þess vegna gef ég henni fjórar stjörnur.:D

Takk fyrir mig!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn