Náðu í appið
Öllum leyfð

My Left Foot 1989

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A film about life, laughter, and the occasional miracle.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 97
/100
Daniel Day Lewis fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.

Saga Christy Brown sem fæddist fjölfatlaður en lærði að mála og skrifa með eina útlimi sínum sem hann gat stjórnað – vinstri fætinum

Aðalleikarar


Jæja, nú veit ég loksins hvað gerði Daniel-Day Lewis endanlega frægan þrátt fyrir það að hann er frekar óþekktur þá er hann alveg stórkostlegur leikari. Flestir þekkja hann líklegast úr Scorsese myndinni Gangs of New York sem Bill the Butcher sem var líklega hans besta frammistaða hingað til. My Left Foot fjallar um Christy Brown sem fæðist með taugasjúkdóm sem bæklar allar hreyfingarnar hans nema í vinstri fætinum hans. Myndin sýnir allt líf hans og hve erfitt var að aðlagast svona lífi frá 1930-1980 og þegar fólk uppgötvar marga hæfileika hans, hann verður málari og rithöfundur og öll hans verk eru útfærð með þessum vinstra fótlegg. My Left Foot fær þessar þrjár stjörnur nánast eingöngu út af Daniel-Day Lewis sem gersamlega toppar alla aðra í myndinni sem Christy Brown þar sem hann fékk líka óskarsverðlaun fyrir hlutverkið sitt. Annars er ekkert merkilegt sem hægt er að segja um myndina því framleiðslugæðin eru gífurlega lág. Tónlistin var alveg hræðileg, myndatakan frekar slöpp og klippingin mjög óvönduð. Ég verð samt að dást af leikstjóranum Jim Sheridan að þora að gera mynd sem einbeitir sér svo mikið af manneskju sem er svo auðveldlega hægt að hlægja af óviljandi því Christy Brown er mjög sorgleg umingjaleg persóna. My Left Foot er mjög fín mynd en alls ekki mynd sem þú vilt leigja á föstudagskveldi með vinum þínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2013

Bond höfundur segir Day-Lewis geta verið Bond

Breski kvikmyndaleikarinn Daniel Day-Lewis hefur leikið mjög fjölbreytt hlutverk í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta og hlutverk hins fjölfatlaða Christy Brown í My Left Foot. Breski rithöfu...

13.06.2013

Redmayne verður Stephen Hawking

Les Miserables leikarinn Eddie Redmayne er líklegur til að leika eðlisfræðinginn heimsþekkta Stephen Hawking í nýrri mynd sem gera á um Hawking, samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum. Framleiðandi myndarinnar er Working Title og ...

17.03.2013

Daniel Day-Lewis tekur sér frí

Daniel Day-Lewis ætlar að taka sér frí frá kvikmyndum í allt að fimm ár og flytja á býlið sitt sem stendur rétt hjá Dublin í Írlandi. Þessu lofaði hann fjölskyldu og vinum ef hann myndi vinna Óskarsverðlaun fyrir hl...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn