The Boxer (1997)
"Love is always worth fighting for."
Hinn nítján ára gamli Danny Flynn er settur í fangelsi fyrir tengsl sín við hryðjuverkasamtökin IRA ( Írski lýðveldisherinn ) í Belfast á N-Írlandi.
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Hinn nítján ára gamli Danny Flynn er settur í fangelsi fyrir tengsl sín við hryðjuverkasamtökin IRA ( Írski lýðveldisherinn ) í Belfast á N-Írlandi. Heima fyrir á hann fjölskyldu, og fjórtán ára kærustu, Maggie Hamill. Fjórtán árum síðar er Danny sleppt úr fangelsi og snýr aftur heim, og byrjar aftur að stunda hnefaleika, bæði að keppa í hnefaleikum auk þess sem hann opnar hnefaleikaæfingasal. Síðan Danny fór í fangelsið er Maggie búin að giftast besta vini Dannys, sem nú er í fangelsi fyrir tengsl sín við IRA rétt eins og Danny. Þó að Danny hafi ekki snúið bakið við IRA, þá ákveður hann að eyða ekki lífi sínu í pólitískt þras og ofbeldi. Hnefaleikastöðin hans er opin öllum, hvaða skoðanir sem menn hafa á pólitík og trú. Þetta fer fyrir brjóstið á nokkrum gömlum IRA félögum hans sem telja að það sé ekki rétt að kaþólikkar og mótmælendur séu að rugla saman reitum. Gamlir félagar Dannys, sérstaklega hinn óopinberi leiðtogi þeirra, Harry, grípa til hefðbundinna ofbeldisfullra aðferða til að stöðva Danny ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna, í flokkunum besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki og besti leikstjóri.



















