Frábær leikur, meðalgott handrit
Alveg sama þótt að Brothers sé næstum því gallalaus hvað frammistöður varða, þá er þetta samt klisjukennd, viðburðarlítil sápuópera með fáeinum kröftugum senum inn á milli. Mynd...
"There are two sides to every family"
Myndin segir frá bræðrunum Sam og Tommy Cahill.
Bönnuð innan 14 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiMyndin segir frá bræðrunum Sam og Tommy Cahill. Sam er hermaður í Bandaríkjaher og er um það bil að fara í sína fjórðu ferð á vígvöllinn. Hann er giftur æskuástinni sinni, Grace (Portman), og eiga þau tvær ungar dætur saman. Sam hefur hins vegar ekki verið lengi í Afghanistan þegar þær fréttir berast Grace að þyrla sem hann var í hefði hrapað í vatn og er Sam talinn af, en lík hans finnst hvergi. Á sama tíma reynir Tommy að endurheimta mannorð sitt með því að hjálpa Grace og börnunum að endurnýja eldhúsið sitt og leitar hún stöðugt meira til hans, nú þegar hún telur Sam vera dáinn. Hins vegar flækjast málin allverulega þegar Sam er bjargað og hann snýr aftur heim.


Alveg sama þótt að Brothers sé næstum því gallalaus hvað frammistöður varða, þá er þetta samt klisjukennd, viðburðarlítil sápuópera með fáeinum kröftugum senum inn á milli. Mynd...