Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar hún var vinsælust og í bíó fóru flestir mínir vinir að sjá hana og ég ætlaði alltaf að drífa mig á hana en það seinkaðist alltaf. Nokkrum mánuðum seinna þá byrja ég að spyrja vini mína aftur hvort að þeir hafi áhuga að horfa með mér á hana aftur en svarið var alltaf nei. Hvað var þetta ekki góð mynd? Jú hún var þræl góð og margt mjög flott fyrir augað í henni en ég skil þá alveg að nenna ekki að horfa á hana aftur.
Hún var eins og ég sagði mjög flott fyrir augað, mjög listræn og margt mjög flott í henni en skemmtanna gildið var ekki mikið. Ég dáist af leikstjóranum að hafa getað verið þarna í nánast ár að taka þessa mynd og að hafa skilað svo upptökunum svo vel af sér. Hugmyndin með að láta konu og kall og jú barn tala inn á hana var snilld. En samt ég myndi ekki nenna horfa á hana aftur. Ekki séns!
Svo það VAR morgan freeman sem talaði. mig grunaði það.
snilld snilld snilld. fékk hana í jólagjöf og fæ ekki nóg. frábærlega gert. þessir menn(konur) er bara snillingar. það þarf áræðanlega mikið til að maður fari að vorkenna mörgæsunum, og ég hefði áræðanlega ekki getað látið selina líta svona vondu-kalla-lega út. ég myndi ekki segja að þetta sé skyldueign, en þetta er voða flott og hugljúf mynd
Mér fannst þetta mjög svo steikt mynd og alls ekki þess virða að eiða 800 kr í hana. Sem betur fer þurfti ég ekki að borga því að ég fór með skólanum en ég skemmti mér ekki.
Þetta er mjög fín mynd, reyndar sá ég hana ekki í bíói. Og sú útgáfa sem ég er með er ekki talsett heldur talar Morgan fríman inná hana. Mæli með þeirri útgáfu allavega
Vá þvílík mynd.Sú besta sem ég hef séð síða LOTR serían var.Ég fór á hana í gær og ég var svo heillaðu að ég bara VÁÁÁ.Mér dannst allveg ótrúleg samvinna í öllum hóppnum þegar að það verður kallt þá hjúfra allar mörgæsirnar sig saman til að eggin þeirra eiðileggist ekki.Þessi mynd sannar það að þeir sterkustu komast ekki af eins og hefur verið haldið framm í þúsundir ára,heldur það að þeir sem vinna besst saman komast af.Án efa á meðal bestu mynda ársins ef ekki sú besta.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Independent Pictures
Kostaði
$3.300.000
Tekjur
$127.392.239
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
4. nóvember 2005