Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin kom mér á óvart vegna þess að ég hef ekki verið aðdáandi Woodys Allens, en mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og það kom mér á óvart. Hefði viljað þó sjá Kate Winslet í hlutverki Noru (upphaflega átti hún að fara með hlutverkið) Mér fannst hinir leikarnir standa sig nokkuð vel í hlutverkum sinum nema Scarlett Johannsson. Mér fannst hún ofleika.
Þetta var með leiðinlegustu of slöppustu myndum sem ég hef séð. Bjóst við betri mynd þar sem þetta er Woody Allen mynd en þessi mynd er allveg litbrigðalaus og fyrirsjáanleg að ég gat ekki horft á hana lengur og við fórum út. Hún er sjúklega lengi að byrja og manni finst leikararnir ekkert sérstakir heldur. Aðalleikarinn er einum of mikið egó tappi að hann minnir mann dáldið á Dirc Zoolander þegar hann er að gera blue steel svipinn og röddin hans er voða væminn og tilgerðarleg. allt í allt léleg mynd. Horfið frekar á gamla woody allen mynd en þessa bresku sápukúlumynd.
Woody Allen, er snilldar handritshöfundur, þetta þarf að undirstrika betur. Woody Allen, er snargeðbilaðslega snilldar handritshöfundur, handritið hefur einstaka persónusköpun hjá aðalpersónunum og Allen nær að plata mann gersamlega í atburðarrásinni. Handritið getur farið í eina stefnu og svo farið 180 gráður í hina áttina á einu augnabliki án þess að falla saman í skrípaleik. Engin furða að leikararnir voru svona góðir í myndinni, þau þurftu varla að leika, handritið gat alveg eins þulið sig sjálft upp á skjáinn. En það er ósanngjarnt, satt að segja voru þau Jonathan Rhys-Meyers og Scarlett Johanson fullkomin fyrir þessi hlutverk sín. Án þess að skrifa upp alla söguna þá er einfaldara að segja að Match Point sé um mann, sem hefur þurft að klifra upp allt sitt líf og lenti skyndilega í lukkupottinn, hann verður vanur lífstíli sem yfirtekur hann allan og svik og lygar verða ráðandi öfl þegar hann fer að halda framhjá konu sinni. Ég viðurkenni það að ég hafi vanmetið Woody Allen gífurlega, en aldrei aftur, nú þarf ég virkilega að taka mig til og fara að horfa á myndirnar hans, ég hef því miður ekki séð nóg af þeim. Match Point er ein af bestu myndum 2005, það er langt síðan að mynd hefur komið mér svona vel á óvart.
Fór á þessa mynd um helgina og hafði gaman af. Woody Allen tekst alltaf að gleðja mig með áhugaverðum söguþræði.
Þekkti lítið leikarana nema Scarlett og fannst þau öll koma hlutverkum sínum vel til skila.
Myndin fjallar um tennisleikara sem kemst í kynni við systkin sem eiga mjög efnaða foreldra. Systirin hefur áhuga á honum og faðir hennar reddar honum því ágætri vinnu. Bróðirin á hinsvegar kærustu sem hann hefur einnig mikin áhuga á. Myndin fjallar svo um samband hans við þessar tvær konur. Myndin vísar svolítið í óperuna La traviata eftir Verdi. Gef henni 3 og hálfa af því þetta er kannski ekkert meistaraverk en mjög góð skemmtun engu að síður.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Dreamworks
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. mars 2006