Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Eragon 2006

Justwatch

Frumsýnd: 15. desember 2006

As Darkness Falls, The Last Dragon Will Choose Its Rider.

104 MÍNEnska

Hinn illi konungur Galbatorix, fyrrum drekaknapi sem sveik félaga sína og fólkið sitt til að ná völdum, stjórnar konungsríkinu Alagaesia með harðri hendi. Þegar hinn munaðarlausi bóndasonur Eragon finnur bláan stein sem Arya sendir, þá áttar hann sig á því að þar er drekaegg á ferð. Þegar drekinn Saphira fæðist, þá hittir Eragon lærifaðir sinn Brom,... Lesa meira

Hinn illi konungur Galbatorix, fyrrum drekaknapi sem sveik félaga sína og fólkið sitt til að ná völdum, stjórnar konungsríkinu Alagaesia með harðri hendi. Þegar hinn munaðarlausi bóndasonur Eragon finnur bláan stein sem Arya sendir, þá áttar hann sig á því að þar er drekaegg á ferð. Þegar drekinn Saphira fæðist, þá hittir Eragon lærifaðir sinn Brom, og verður drekaknapinn sem spádómar sögðu fyrir um að myndi frelsa þjóðina undan harðstjóranum Galbatorix. Eragon hittir uppreisnarmennina Varden, og saman berjast þau gegn hinum illa seiðkarli Durza, og her Galbatorix. ... minna

Aðalleikarar


Það kostaði það sama að gera þessa mynd og Sideways, Saw, Requiem For a Dream, The Usual Suspects, Juno, Capote, American Beauty, No Country For Old Men og Into the Wild SAMANLAGT!! Mig langaði bara að vekja athygli á því.

Ég hef lengi verið sucker fyrir fantasíur, bæði bækur og myndir. Ég hef ekki lesið bækurnar, skilst að þeim sé beint að yngri kynslóðinni og ég veit ekkert hversu vel myndin fylgir bókunum. Myndin fékk ömurlega dóma þegar hún kom út sem var að mestu leiti verðskuldað en ekki öllu. Sagan er mjög týpísk. Eins og í mörgum ævintýramyndum er vondur galdrakall, Sauron, nei ég meina Galbatorix, sem vill bara völd og meiri völd. Á sama tíma er ung hetja sem er “the chosen one” og á að bjarga deginum. Til þess notar hann geislasverð, nei ég meina dreka. Hetjan er frekar djúpsteikt og leikarinn Ed Speleers mjög takmarkaður enda algjörlega reynslulaus. Stór nöfn á borð við Jeremy Irons, John Malkovich og Robert Carlyle hjálpa til en gera ekki nóg til að hefja myndina upp á efra plan. Nýlegar fantasíur á borð við Harry Potter og The Lord of the Rings hafa greinilega mikil áhrif og mörg atriðin eru hreinlega beint stolin. Dæmi: Þegar Durza (Carlyle) er að búa til her af óþokkum, það er nákvæmlega eins og þegar Saruman býr til her af Uruk-Hai í The Two Towers. Þrátt fyrir allt gat ég horft á mynd til enda og lifi til að segja frá því. Jákvæðir punktar eru t.d. flott umhverfi, fínar brellur, DREKI og eins og ég sagði áður er ég sucker fyrir fantasíur.

Pínu magnað að það sóttu 180.000 manns um að leika aðalhetjuna og þeir völdu hálfgerðan aula. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans sem voru klárlega mistök. Þessi saga þurfti leikstjóra sem þorir að taka djarfar ákvarðandi og vera öðruvísi. Það sama má segja um handritið sem var of dauft.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skrapp í bíó um jólin, bara svona upp á gamanið og Eragon var fyrir valinu. Þetta er án efa ein versta mynd ársins, leikurinn leiðinlegur, flæðið á myndinni nánast ekkert og söguþráðurinn nánast tekinn úr LOTR, Star Wars og Harry Potter. Það er ekkert frumlegt við þessa mynd og hún kemur manni ekkert á óvart. Persónunrnar eru mjög þunnar og leiðinlegar og á tímabili, mjög kjánalegar. Ég mun hugsa tvisar um að fara á framhaldið, Eldest, þ.e.a.s. ef þeir hafa ennþá kjarkinn í að gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hef engan áhuga á bókinni núna
Fantasíuæðið heldur áfram og það hlaut einhvern tímann að gerast að einhver myndanna færi að misstíga sig. Hringadróttinssagan var yndisleg, Harry Potter-myndirnar hafa hingað til reynst vel heppnaðar og jafnvel Narnia kom ekki svo illa út. Eragon - aftur á móti - er mjög nálægt því að vera sori, en ég sleppi svo harðri lýsingu einungis útaf leikaraúrvalinu.

Þetta er allavega versta fantasía sem e.t.v. hefur verið gerð síðan að Dungeons & Dragons-bíómyndin kom út (tilviljun að sú mynd skartaði einnig Jeremy Irons?). Ég hef ekki lesið Eragon-bækurnar, en ég fann strax fyrir því þegar ég sá þessa mynd að margt vantaði upp á innihald, svo aðeins eitt sé nefnt.

Frásagnarstíllinn er alltof hraður og rykkjóttur. Persónusköpunin er nákvæmlega engin og söguþráðurinn virkar voðalega þvingaður. Mér leið allan tímann eins og að myndin væri að byggja eitthvað spennandi upp, en á endanum varð ekkert sérstakt úr því.

Brellurnar eru svosem ágætar, en mér gat ekki verið meira sama um þær! Leikararnir gera einnig sárlega lítið fyrir þessa mynd, og nær varla nokkur maður að hífa hana eitthvað upp. Nýliðinn Ed Speelers fær reyndar smá hrós hjá mér fyrir sæmilega útgeislun í titilrullunni. Frammistaðan hans var ekkert rosalega góð, en ég get vel trúað því að drengurinn eigi eftir að gera fína hluti (rétt eins og Hayden Christensen sannaði á endanum).

Hvað Eragon varðar þá finnst mér voða sársaukafullt að hugsa til hennar og get ég ekki ímyndað mér annað en að harðir aðdáendur bókanna séu frekar svekktir. Mér finnst leiðinlegt að stimpla svona dýra framleiðslu sem einhverja verstu mynd ársins 2006, en því miður.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er geðveik bardagamynd og mjög góð hún byrjar þannig að sveitastrákur sem heitir eragon finnur stein hún byrjar reindar dálítið öðruvísi en ég ætla ekki að kjafta mikið frá en hann finnur stein og allt í einu fer hann að brotna og útur steininum sem er þá egg kemur dreki og þessi dreki heitir safíra og safira valdi akkúrat eragon og nú er hún komin í hans hendur og svo reyna þau að komast til varðanna og það hefur dálítið gerst þegar hann fékk eggið þá náði illskeytti maðurinn sem er reyndar skuggi hann durza örju prinsessu og hún er fangi þar en núna ætla ég ekki að segja meira
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er aðalpersónan sem er sveitastrákur sem er svolítið fátækur. En hann finnur egg út í skóg. Og eggið er ekki bara egg þetta er drekaegg og Safíra(Drekinn úr egginu) valdi sveitastrákinn (ERAGON) til þess að vera drekariddarinn hennar. Og hann lendir í ýmsum ævintýrum og svo er alltaf eitthvað sem stöðvar hann og það er meðal annars að Prinsessa verður tekinn föst af Durza (Sem vondur maður[líka drekariddari] ) Og hann reynir að bjarga Prinsessuni en Durza leiðir hann í gildru og svo spreytir strákurinn sig. Endilega sjá þessa mynd ! Spennandi og inniheldur fullt af ævintýrum.


En svona aðeins um höfundinn:


Þetta er bara 14 ára strákur sem skrifaði þessa sögu og hann var heil 4 ár að skrifa hana sem er nokkuð mikið. Og líka góð saga miðað við ungan dreng.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2021

Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020

Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, falle...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn