Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Rosemary's Baby 1968

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Pray for Rosemary's Baby

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 96
/100
1 Óskarsverðlaun, önnur 9 verðlaun og 9 tilnefningar

Rosemary's Baby fjallar um hjónakornin Rosemary og Guy Woodhouse sem flytja inn í íbúð í fremur illa þokkaðri byggingu í New York. Nágrannarnir eru grunsamlegir og Rosemary, sem er ófrísk, fer að heyra dularfull hljóð og fá martraðir og grunar þá um að hafa illt í huga gagnvart ófæddu barni hennar.

Aðalleikarar

Óvenjuleg hrollvekja
Ekki bara það að hún sé ekki hefbundin hrollvekja eða, hún er frekar óvenjuleg. Þá er hún frekar óvenjulega góð. Þá er ég að tala um "Rosalega Góð". Ég fílaði þessa mynd í drasl. 136 mínútur af snilld. Þessi mynd er groddaleg, subbuleg og hroðalega grimm. Myndin er svona anti-upplýsingaþriller. Ekki svona upplýsingaþriller eins og JFK og Zodiac. Þetta er samt ekki mynd sem maður gert horft á aftur og aftur, heldur að maður verður í sjokki þegar myndin er búin. Þessvegna vill maður ekki horfa á hana aftur.

Það er verið að fjalla um ógeðfellt málefni í þessari mynd, þá er ég að tala um: Djöfulinn. Það er frekar óþægilegt að horfa á þessa mynd, því við vitum öll að það er til himnaríki og helvíti þannig að myndin vekur upp spurninguna: Hvort á ég að trúa á?!

Ég verð að samt að segja að handritið er samt sóðalega flott. Það er engin hola í því, það er húmor, raunverulegt andrúmsloft og frekar drungalegt. Persónurnar eru frekar óþægilegar og erfitt að halda með þeim, því þær eru svo sjitt krípí. Sérstaklega eftir eitt atriði, þá hatar maður Allar persónurnar! Hún Mia Farrow er asnalega góð leikkona og leikur hana Rosemary mjög vel, þannig vel að maður hélt með henni allan tíman. Þróunin er mjög góð, hvernig hún Rosemary verður hræddari og hræddari er mjög vel leikið hjá henni.

Myndatökurnar gerir andrúmsloftið mjög hræðilegt og útltið er raunverulegt út í gegn. Það er ekkert óraunverulegt við þessa mynd. Meira segja íbúðin sem Woodhouse-parið búa í er sjitt raunverulegt.

Roman Polanski er listrænn og mjög góður kvikmynda maður. Líka það að Rosemary's baby, þótt að hún sé gömul, þá er hún held ég besta satan-myndin sem hefur komið út. Myndir eins og End og Days, The Omen (2006), Spawn og Stigmata eru ekki góðar. En myndir eins og The Omen og The Ninth Gate eru góðar...og fokk skerí.
Þessi mynd er geðveik, myndin gat verið langdreigin, það böggaði mig stundum. En annars er hún vel leikin, vel gerð og rosalega drungaleg, ég fíla þessa mynd í tætlur.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn