Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Ghost Writer 2010

(The Ghost)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. september 2010

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Lítt þekktur leigurithöfundur, skuggaskrifari, fær samning um að skrifa æviminningar fyrir Adam Lang, fyrrum forsætistráðherra Bretlands. Eftir að hafa verið allt í öllu í breskri pólitík svo árum skiptir þá er Lang núna sestur í helgan stein með konu sinni í Bandaríkjunum. Hann býr á eyju, í lúxus húsi með öryggismyndavélum á hverju horni og lífvörðum.... Lesa meira

Lítt þekktur leigurithöfundur, skuggaskrifari, fær samning um að skrifa æviminningar fyrir Adam Lang, fyrrum forsætistráðherra Bretlands. Eftir að hafa verið allt í öllu í breskri pólitík svo árum skiptir þá er Lang núna sestur í helgan stein með konu sinni í Bandaríkjunum. Hann býr á eyju, í lúxus húsi með öryggismyndavélum á hverju horni og lífvörðum. Bráðlega flækist Adam Lang í mikið hneykslismál með alþjóðlegum flækjum sem sýna í raun hve langt hann var tilbúinn að ganga til að þjóna hinu sérstaka sambandi sem Bretland á við Bandaríkin. Áður en þetta kemst í umræðuna, og áður en hann er búinn að semja við útgefandann um æviminningarnar, þá sér skuggaskrifarinn að uppkastið sem hann á að laga til inniheldur mjög viðkvæmar og verðmætar upplýsingar. ... minna

Aðalleikarar

Meðalgóður Polanski
Roman Polanski er í miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum öðrum. Ástæðan er einföld: hann kann að gera góðar myndir, þar má nefna Chinatown og The Pianist.
Nýjasta verk hans er The Ghost Writer frá 2010.

Myndin fjallar um mann sem á sér ekkert nafn er bara kallaður "The Ghost" Ewan McGregor leikur hann. Hann tekur að sér að skrifa sjálfsævisögu fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands eftir að forveri hans dó af óútskýrðum ástæðum. En þegar hann fer að skrifa bókina kemst hann á sporið á mjög flóknum og spilltum aðgerðum þeirra sem tengjast bókinni.

Myndin er ágæt í thriller pakkanum. Hún er ófyrirsjáanleg og spennandi í endann. Það er helsti galli myndarinnar að hún er mjög lengi að byggja sig upp. Hún er um 2 klst á lengd en verður ekki spennandi fyrr en eftir klukkustund.

Myndin er mjög grá á litinn, það er engin sérstök tónlist í henni og leikararnir eru góðir en hér er ekki um nein verðlaunahlutverk að ræða. Það sem þessi mynd á er gott handrit sem gerir hana vel þess virði að horfa á.

Fínasti thriller en langt frá því besta sem Polanski hefur gert horfið frekar á Chinatown fyrir mikla spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Andvarp
Ég fór á The Ghost Writer, haldandi að þetta væri traust og mysterísk spennumynd en svo var hún bara drepleiðinleg stjórnmálaþvæla gjörsneydd öllu sem kallast metnað, gáfum og skemmtun. Ewan McGregor stendur sig alveg ömurlega, frammistaðan er flöt og innihaldslaus og hefur hann sjaldan verið verri. Svo er Pierce Brosnan hræðilega pirrandi í skelfilega illa skrifuðu hlutverki. Kim Cattrall er kannski sú eina sem reynir eitthvað, gerir lítið fyrir myndina en stendur sig þokkalega. The Ghost Writer hengur illa saman á hálfvitalegum atriðum og klígjulegum samtölum og nokkrum misheppnuðum tilraunum til að vekja húmor. Ég er bara hissa á Roman Polanski, aldrei bjóst ég við að hann gerði svona lélega mynd. Rétt slefar upp í hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög traustur "fullorðins" þriller
Það er eitthvað svo huggulegt við það að sjá svona old school dramaþriller eftir alvöru fagmann þegar maður hefur verið kæfður af háværum mainstream-myndum í heilt sumar. Það verður seint hægt að kalla þessa mynd frumlega, en það virðist heldur ekki vera það sem Roman Polanski kallinn sækist eftir hér. The Ghost Writer er vönduð og vel skrifuð mynd sem er drifin af lágstemmdri spennu og plotti sem tekst að halda athygli manns út sýningartímann. Þetta eru einmitt þær helstu kröfur sem maður gerir til myndar af þessari tegund, og þeir sem vita hvað þeir eru að fara að sjá fá alveg það sem þeir vilja og aðeins meira til.

Ég hef alltaf virt Ewan McGregor í tætlur sem leikara. Að mínu mati er hann einn sá besti á sínum aldri og þegar hugsað er út í það hefur hann staðið sig vel í alls kyns kvikmyndageirum. Hann getur gert hvað sem er ætlast til af honum nema kannski að tala með amerískum hreim. Engu að síður þá getur hann sungið, verið fyndinn, hádramatískur og síðast en ekki síst borið uppi lykilhlutverk eins og hann gerir hér. Með The Ghost Writer (böggandi hvað maður hugsar óneitanlega mikið til Nic Cage myndarinnar frá 2007) neyðist hann til að bera alla söguna á öxlum sér og tekst honum það frábærlega, og þrátt fyrir að Polanski nýtur góðs af aukaleikurum sínum (sem allir eru hrikalega vel nýttir miðað við efnið sem þeir hafa) þá hefði öll myndin hrunið hefði þessi leikari ekki staðið fyrir sínu. Kvikmyndanördar ættu samt að vita það að það er engin nýjung fyrir leikstjórann að móta mynd sem er mestmegnis í höndum eins leikara sem sést í u.þ.b. öllum atriðunum. Sjáið bara Rosemary‘s Baby, The Tenant, The Ninth Gate og The Pianist.

Trailer og innihald þessarar myndar virðist lofa einhverju grútleiðinlegu pólitísku drama í líkingu við eitthvað sem maður sér á RÚV á köldum sunnudegi, og ég skal jafnvel sjálfur viðurkenna að ég hefði aldrei sýnt þessari mynd sama áhuga hefði einn uppáhalds leikstjórinn minn ekki komið að henni. En hún fær annars vegar sterkan plús fyrir það að gera þurran og óspennandi söguþráð alveg gríðarlega athyglisverðan þegar mjög stutt er liðið inn í myndina. Þegar horft verður tilbaka á feril Polanski efast ég um að The Ghost Writer komi eitthvað fljótt upp í minnið en hún gegnir samt sínu hlutverki og helst saman mjög vel. Hún nær líka að moka yfir helstu klisjurnar sínar með uppákomum sem náðu að koma mér á óvart. Flétturnar eru ekki þarna einungis til að fylla upp í eyðurnar heldur eru þær býsna vel þræddar inn í plottið. Það eitt og sér er heldur öflugt hrós.

8/10 – Kvikmyndaárið er smám saman byrjað að hífast upp og ég skal alveg kalla þessa mynd eina af þeim betri sem ég hef séð af því sem liðið er.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn