Náðu í appið
Carnage

Carnage (2011)

God of Carnage

"A new comedy of no manners."

1 klst 20 mín2011

Þegar tveimur ungum skólafélögum lendir saman á skólalóðinni með þeim afleiðingum að annar lemur hinn með spýtu í andlitið ákveða foreldrar þeirra að hittast og...

Rotten Tomatoes71%
Metacritic61
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Þegar tveimur ungum skólafélögum lendir saman á skólalóðinni með þeim afleiðingum að annar lemur hinn með spýtu í andlitið ákveða foreldrar þeirra að hittast og "settla" málin eins og kurteisu og siðuðu fólki sæmir. Í fyrstu gengur allt vel og um stund lítur út fyrir að málalyktir verði ásættanlegar fyrir báða aðila ... eða allt þar til ein ógætileg setning verður til þess að samræðurnar fara út af því kurteislega spori sem þær höfðu verið í. Smám saman þyrlast upp moldviðri í samskiptum og orðaskaki hjónanna uns þau eru komin út í hörkurifrildi þar sem ásakanirnar ganga á báða bóga og fleira kemur í ljós en lagt var upp með. Byggt á vinsælu leikriti sem sýnt hefur verið á Broadway, God of Carnage.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

SBS ProductionsFR
Constantin FilmDE
Versátil CinemaES
Zanagar FilmsFR
France 2 CinémaFR
SPI Film StudiosPL

Verðlaun

🏆

Jodie Foster og Kate Winslet voru báðar tilnefndar til Golden Globe-verðlaunanna fyrir besta leik ársins í þessari mynd.