Frábær mynd
Zodiac er alveg mögnuð mynd frá snilldarleikstjóranum David Fincher. Byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá rannsókn á raðmorðum í San Francisco borg á hippatímanum og eitthvað e...
"There's more than one way to lose your life to a killer"
Raðmorðingi í San Fransisco ögrar lögreglunni með bréfum og dulmálsskilaboðum.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiRaðmorðingi í San Fransisco ögrar lögreglunni með bréfum og dulmálsskilaboðum. Fylgst er með rannsóknarlögreglumönnum og fréttamönnum í þessari mynd sem er lauslega byggð á sannri sögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Ákaft er leitað að morðingjanum og menn fá sífellt meiri þráhyggju yfir málinu. Myndin er byggð á bók Robert Graysmith og í myndinni er sjónum beint sérstaklega að lífi og störfum lögreglumannanna og fréttamannanna. Robert Graysmith er skomyndateiknari sem vinnur fyrir dagblaðið The San Fransisco Chronicle. Óvenjuleg nálgun hans fer í taugarnar á Paul Avery, fréttamanni sem lætur áfengisdrykkju hafa skaðleg áhrif á starf sitt. Þeir tveir verða vinir og tengjast í gegnum sameiginlegt áhugamál; Zodiak morðingjann. Graysmith verður sífellt helteknari af málinu, en líf Avery hringsnýst meira og meira inn í áfengisvímu. Eftirgrennslan Graysmith leiðir hann inn á slóð David Toschi, rannsóknarlögreglumanns sem hefur hingað til ekki náð að leysa málið; Sherwood Morrill, rithandarsérfræðings; Linda del Buono, fanga sem þekkti eitt af fórnarlömbum Zodiak morðingjans; og fleiri. Atvinna Graysmith, eiginkona og börn, lenda öll í öðru sæti þegar Graysmith verður sífellt ákveðnari í að ná morðingjanum.
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráZodiac er alveg mögnuð mynd frá snilldarleikstjóranum David Fincher. Byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá rannsókn á raðmorðum í San Francisco borg á hippatímanum og eitthvað e...
Það má eiginlega segja það að Zodiac sé fremur straightforward upplýsingarþriller, og í raun gerir myndin fátt sem við höfum ekki séð einhvers staðar áður (þökk sé Oliver Stone). ...
Zodiac er mynd eftir engan annan en David Fincher, sem færði okkur myndir eins og se7en, fight club og svo panic room. Myndin er líka prítt myndarlegum leikarahóp, þeim Jake Gyllenhaal, Mar...
Kvikmyndahúsin eru mjög dugleg við að gefa út myndir eins og Next eða Blades of Glory en þau eiga sér þann dásamlega eiginleika að fresta myndum eins og Zodiac ekki aðeins um einhverjar vi...


