Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta hefði getað orðið ágæt sería...
Það er því miður nokkuð þreytt að horfa á hryllingsmynd sem að skortir alla spennu, persónusköpun og bara stíl almennt.
Ég var nokkuð hrifinn af Hills Have Eyes endurgerðinni. Sú mynd hafði a.m.k. þann kost að halda manni við sætið, ásamt því að innihalda persónur sem að manni var ekki almennt sama um, svo í þokkabót hafði hún sérkennilegan, hráan stíl sem að smellti vel við umhverfið. Að kalla þetta framhald svekkjandi væri klárlega of vægt til orða tekið. Ekki bara þjáist myndin stórlega fyrir það að klúðra allri spennuuppbyggingu, heldur er hún bara grútleiðinleg yfir höfuð.
Leikstjóri myndarinnar hefur þó víst reynt að bæta einhverju upp með því að gera myndina eins ógeðfellda og brútal og hann kæmist upp með. Ég hef sjaldan fengið eins ofaukinn skammt af hrottaskap og viðbjóði. Örfáar senur í þessari mynd voru þó flottar, og það eitt hækkar einkunn mína í aðeins þristinn.
Innihaldið sem eftir stendur er hörmung, og þar af leiðandi tímasóun.
Það er því miður nokkuð þreytt að horfa á hryllingsmynd sem að skortir alla spennu, persónusköpun og bara stíl almennt.
Ég var nokkuð hrifinn af Hills Have Eyes endurgerðinni. Sú mynd hafði a.m.k. þann kost að halda manni við sætið, ásamt því að innihalda persónur sem að manni var ekki almennt sama um, svo í þokkabót hafði hún sérkennilegan, hráan stíl sem að smellti vel við umhverfið. Að kalla þetta framhald svekkjandi væri klárlega of vægt til orða tekið. Ekki bara þjáist myndin stórlega fyrir það að klúðra allri spennuuppbyggingu, heldur er hún bara grútleiðinleg yfir höfuð.
Leikstjóri myndarinnar hefur þó víst reynt að bæta einhverju upp með því að gera myndina eins ógeðfellda og brútal og hann kæmist upp með. Ég hef sjaldan fengið eins ofaukinn skammt af hrottaskap og viðbjóði. Örfáar senur í þessari mynd voru þó flottar, og það eitt hækkar einkunn mína í aðeins þristinn.
Innihaldið sem eftir stendur er hörmung, og þar af leiðandi tímasóun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$55
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
20. apríl 2007