Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cassandra's Dream 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

How far will you go to make your dreams come true?

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Tveir bræður og minnipokamenn úr verkamannafjölskyldu í Lundúnum, Ian og Terry, kaupa sér notaða seglskútu sem heitir Cassandra´s Dream, til að leika sér á. Ian þykist vera stórlax og er með stóra drauma, og safnar peningum til að fjárfesta í hótelum í Kaliforníu á meðan hinn óstöðugi Terry er alkóhólisti og fjárhættuspilari, háður verkjatöflum.... Lesa meira

Tveir bræður og minnipokamenn úr verkamannafjölskyldu í Lundúnum, Ian og Terry, kaupa sér notaða seglskútu sem heitir Cassandra´s Dream, til að leika sér á. Ian þykist vera stórlax og er með stóra drauma, og safnar peningum til að fjárfesta í hótelum í Kaliforníu á meðan hinn óstöðugi Terry er alkóhólisti og fjárhættuspilari, háður verkjatöflum. Þegar Terry tapar háum fjárhæðum í spilum, þá lánar Ian honum af sparifé sínu, til að hann geti borgað skuldir sínar. Þegar auðugur frændi þeirra, Howard, kemur í bæinn frá Kína, þá sjá bræðurnir tækifæri til að fá lánað hjá honum fé. En þegar Howard biður þá um að losa sig við fyrrum samstarfsmanninn Martin Burns, sem hefur uppi hótanir við hann, þá verða þeir Ian og Terry að gera það upp við sig hvort þeir eigi að taka skrefið inn á glæpabrautina, eða horfast í augu við blankheitin og leysa sín mál öðruvísi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Match Point hefur eignast lítið systkini...
Eins sárt og mér þykir að segja það þá eru bestu dagar Allens að baki. Maðurinn getur stundum verið snillingur en hann hefur að undanförnu farið fullmikið upp og niður. Það færi eflaust heldur ekki illa með hann að eyða meiri tíma og púðri í hverja mynd, í stað þess að flýtast við það að gera eina ræmu á hverju ári, eins og hann hefur nú gert síðan ég get munað eftir (man einhver eftir ári ÁN Woody Allen-myndar?). Gullaldartími Allens verður þó að teljast ógleymanlegur. Ég get endalaust horft á Annie Hall, Sleeper, Purple Rose of Cairo, Bananas svo aðeins fáeinar séu nefndar. Allen hitti sömuleiðis beint í mark fyrir þremur árum með Match Point. Sú mynd var ein sú besta sem hann hefur gert frá upphafi, og einnig ein sú sérstæðasta. Ef að menn hafa séð þá mynd og horfa síðan á Cassandra's Dream, þá ættu þeir að sjá að myndirnar eru að mörgu leyti eins, á góðan og slæman hátt.

Reyndar er handritið hér ekki eins beitt og kryddað eins mikilli hnyttni, en það sést að Allen hafi eitthvað reynt að ganga sömu spor aftur. Hann sá það greinilega að Scoop (2006) féll ekki í kramið hjá mörgum (enda ekki skrítið, algjört miðjumoð), svo hann ákvað að reyna að endurgera einhverja virtustu mynd sína í mörg, mörg ár. Ég hef tekið eftir að gagnrýnendur hafa verið óvenju harðir á þessa mynd. Ég ætla ekki að ganga svo langt með að kalla þetta slappa bíómynd, en hún er samt viss vonbrigði engu að síður.

Cassandra's Dream fær stig fyrir það að vera öðruvísi en hefðbundnar myndir Allens. En þó svo að það glampi smávegis í Match Point, þá er myndin mun alvarlegri. Auðvitað eru klassísku Allen-línurnar til staðar sem að setja smá húmor í blönduna, en það er alls ekki mikið af þeim. Myndin virkar á því stigi að hún er mjög vel leikin. Colin Farrell og Ewan McGregor skila báðir góðum frammistöðum og hef ég ekkert neikvætt um þá að segja. Sagan er líka áhugaverð og heldur athygli manns, og það hversu viðkunnanlegir aðalleikararnir tveir eru spilar stóran þátt í því. Annars eru öll helstu Allen-mynda einkennin til staðar, þ.e.a.s. tæknilega séð. En eins og flestallar myndirnar hans eru kameruhreyfingar í lágmarki og senur oft leyfðar að spilast út í heilum skotum. Tónlistarval er einnig voða retró, en það er bara eins og hefur alltaf verið.

Ég verð samt að viðurkenna að þessi týpísku Allen-stílbrögð virka hálf illa á akkúrat þessa mynd. Vissulega eru þetta brennimerkt einkenni leikstjórans, en fyrir þessa sögu og nákvæmlega það hversu alvarleg hún er þá finnst mér eins og að stíllinn hefði mátt vera betur í takt við hana. Myndin er jafnvel spennandi á vissum pörtum en ég fann alltaf fyrir því hvað myndin hefði getað verið mun áhrifaríkari hefði stíllinn verið ákafari, og þetta eyðileggur sumar mikilvægar senur. Ekki það að ég sé að hvetja sífelldar klippingar á hverri millisekúndu, en ég er bara að segja það, að með öðruvísi tónlistar- og myndatökunotkun hefði myndin ekki eins mikið virkað eins og hver önnur létt Woody Allen gamanmynd, sem hún er bara alls ekki!.

Handritið sjálft er blanda af mörgu góðu og slæmu. Síðustu mínútur myndarinnar eru líka eitthvað voða daufar, meðan að mér fannst eins og ég ætti að horfa á eitthvað sterkara eða áhrifaríkara. Ég var víst eitthvað "útúr" myndinni. Sýnir að Allen er ekki mjög vanur bíómynd í ætt við þrillera. 

Það sem að eftir situr er pínu gleymd bíómynd sem er reyndar vel leikin og hefur ákaflega skemmtilega sögu sem maður vill sjá hvernig fer. Match Point svipurinn sést líka hins vegar, og manni finnst stundum eins og maður sé að horfa á talsvert ómerkilegri, jafnvel ófyndnari útgáfu af þeirri mynd, sem er heldur ekki nálægt því að vera eins skemmtilega svört og óvænt.

6/10 - Tæplega... Rétt skríður úr miðjumoðinu... Leikurunum að þakka.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn