Match Point hefur eignast lítið systkini...
Eins sárt og mér þykir að segja það þá eru bestu dagar Allens að baki. Maðurinn getur stundum verið snillingur en hann hefur að undanförnu farið fullmikið upp og niður. Það færi efl...
"How far will you go to make your dreams come true?"
Tveir bræður og minnipokamenn úr verkamannafjölskyldu í Lundúnum, Ian og Terry, kaupa sér notaða seglskútu sem heitir Cassandra´s Dream, til að leika sér á.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiTveir bræður og minnipokamenn úr verkamannafjölskyldu í Lundúnum, Ian og Terry, kaupa sér notaða seglskútu sem heitir Cassandra´s Dream, til að leika sér á. Ian þykist vera stórlax og er með stóra drauma, og safnar peningum til að fjárfesta í hótelum í Kaliforníu á meðan hinn óstöðugi Terry er alkóhólisti og fjárhættuspilari, háður verkjatöflum. Þegar Terry tapar háum fjárhæðum í spilum, þá lánar Ian honum af sparifé sínu, til að hann geti borgað skuldir sínar. Þegar auðugur frændi þeirra, Howard, kemur í bæinn frá Kína, þá sjá bræðurnir tækifæri til að fá lánað hjá honum fé. En þegar Howard biður þá um að losa sig við fyrrum samstarfsmanninn Martin Burns, sem hefur uppi hótanir við hann, þá verða þeir Ian og Terry að gera það upp við sig hvort þeir eigi að taka skrefið inn á glæpabrautina, eða horfast í augu við blankheitin og leysa sín mál öðruvísi.

Eins sárt og mér þykir að segja það þá eru bestu dagar Allens að baki. Maðurinn getur stundum verið snillingur en hann hefur að undanförnu farið fullmikið upp og niður. Það færi efl...