Aðalleikarar
Leikstjórn
Ari er með hlaupabólu og við feðgarnir höfum verið að kíkja á nokkrar myndir saman upp á síðkastið. Við horfðum á þessa í gær, alveg þvílíkt langt síðan ég hafði séð hana. Mér fannt mest gaman að sjá Vesturbæinn og Seltjarnarnesið árið 1981. Mýrarnar voru auðar, engin Þjóðarbókhlaða og bara frekar tómlegt. Einu góðæri síðar og það er allt annað að sjá pleisið. Myndin er byggð á bók Guðrúnar Helgadóttur og Egill Ólafsson sér um tónlistina auk þess að leika pabba strákanna. Myndin hefur kannski ekki elst of vel en hún virkaði eins og tímavél á mig. Ari hafð gaman af prakkarastrikum bræðranna og mér fannst gaman að sjá frumraun eins af okkar bestu leikstjórum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Þráinn Bertelsson, Guðrún Helgadóttir
Framleiðandi
Nordan 8 Ltd.
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 1981