Toppurinn á Coen snilldinni...
Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því...
""Up is down, black is white, and nothing is what it seems""
Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar.
Bönnuð innan 16 áraMyndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar. Glæpaklíkur ráða ríkjum í borginni þar sem glæpaforinginn Leo og undirmaður hans Tom Regan búa. Tom verður ósáttur við Leo þegar hann neitar undirmanni sínum Johnny Caspar um að fá að drepa hinn svikula Bernie. Þrátt fyrir mótmæli Toms, þá heldur Leo að hann hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Bernie er bróðir Verna og Verna er kærasta Leo. Til allrar óhamingju þá virðist sem völd Caspars séu að aukast og rétt í þann mund þegar Leo þarfnast hjálpar Tom mest, þá viðurkennir Tom að hann hafi verið að slá sér upp með Verna. Tom er nú rekinn úr gengi Leo og ákveður að ganga til liðs við Caspar. En Tom heldur samt sambandi við Bernie og Verna, og hinn miskunnarlausi skósveinn Caspar, Eddie Dane, fer að gruna hann um græsku. Grunur hans vex þegar Tom er skipað að drepa Bernie, en enginn veit hvort að Tom framfylgdi skipuninni. Nú þarf Caspar að leita að völdunum sem hann langar svo mikið að hafa, Dane þarf að leita að svörum, Verna þarf að leita að bróður sínum og Tom þarf að leita að kærleika í hjarta sínu .... ef að það er þá þarna ennþá á sínum stað.
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráMér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því...