Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Toppurinn á Coen snilldinni...
Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því Miller's Crossing er að mínu mati ein af fáum myndum sem ég myndi kalla meistaraverk af hæstu gæðum. Ég lít hátt upp til Coen bræðranna og fíla nánast allar myndirnar þeirra undantekningalaust, sumar meira en aðrar en Miller's Crossing er að mínu mati gimsteinninn á kórónu þeirra. Af hverju tel ég myndina vera meistaraverk? Ég skal reyna kryfja þá spurningu eins vel og ég get og ég skal svara henni eins vel og ég get í þessari umfjöllun. Miller's Crossing gerist á banntímabili áfengis einhverntíman milli áranna 1920 og 1930 í Norð-Austur Bandaríkjunum þar sem írski mafíuleiðtoginn Leo O' Bannon (Albert Finney) ræður völdum. Völdum hans eru þó ógnað af öðrum rísandi mafíuleiðtoga, Johnny Caspar (Jon Polito) og þrátt fyrir að ráðamaður O'Bannon hann Tom Reagan (Gabriel Byrne) ræðst sterklega gegn því þá ákveður O'Bannon að fara í stríð við rísandi mafíuleiðtogann Johnny Caspar. Þetta er grunnsöguþráðurinn, eða reyndar öll byrjunarsena myndarinnar, eftir þetta þá heldur sagan áfram að breytast nokkuð reglulega en allt byggt á þessum grunni. Handritið er ekkert nema frábært, Coen bræðurnir eru einnig meistarar í handritum, hver einasta persóna er fullkomnuð og línurnar eru sniðugar og grípandi. Þeir ná að skapa persónur sem eru ekki aðeins virkilega svalar heldur einnig djúpar og skiljanlegar án þess að láta það líta kjánalega út. Tom Reagen aðalpersónan leikin af honum Gabriel Byrne er frekar köld persóna á yfirborði og hegðar sér mjög einhliða gegnum alla myndina en þeir ná samt að gera persónu hans ekki aðeins merkilega heldur mjög "likeable". Framleiðslugæðin eru hágæða og myndatakan frá honum Barry Sonnenfield er mjög lágstemmd en samt passar ótrúlega vel við myndina. Myndin er ágætlega gömul en eldist furðulega vel þrátt fyrir gamaldags stílinn sinn, það er einnig annað við myndina, hún er verulega stílhrein að nánast öllu leiti. Myndatakan, klippingin, tónlistin og jafnvel leikurinn gerir þessa mynd að heild sinni mjög hreina og hún flýtur mjög mjúklega gegnum lengdina sína.
Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því Miller's Crossing er að mínu mati ein af fáum myndum sem ég myndi kalla meistaraverk af hæstu gæðum. Ég lít hátt upp til Coen bræðranna og fíla nánast allar myndirnar þeirra undantekningalaust, sumar meira en aðrar en Miller's Crossing er að mínu mati gimsteinninn á kórónu þeirra. Af hverju tel ég myndina vera meistaraverk? Ég skal reyna kryfja þá spurningu eins vel og ég get og ég skal svara henni eins vel og ég get í þessari umfjöllun. Miller's Crossing gerist á banntímabili áfengis einhverntíman milli áranna 1920 og 1930 í Norð-Austur Bandaríkjunum þar sem írski mafíuleiðtoginn Leo O' Bannon (Albert Finney) ræður völdum. Völdum hans eru þó ógnað af öðrum rísandi mafíuleiðtoga, Johnny Caspar (Jon Polito) og þrátt fyrir að ráðamaður O'Bannon hann Tom Reagan (Gabriel Byrne) ræðst sterklega gegn því þá ákveður O'Bannon að fara í stríð við rísandi mafíuleiðtogann Johnny Caspar. Þetta er grunnsöguþráðurinn, eða reyndar öll byrjunarsena myndarinnar, eftir þetta þá heldur sagan áfram að breytast nokkuð reglulega en allt byggt á þessum grunni. Handritið er ekkert nema frábært, Coen bræðurnir eru einnig meistarar í handritum, hver einasta persóna er fullkomnuð og línurnar eru sniðugar og grípandi. Þeir ná að skapa persónur sem eru ekki aðeins virkilega svalar heldur einnig djúpar og skiljanlegar án þess að láta það líta kjánalega út. Tom Reagen aðalpersónan leikin af honum Gabriel Byrne er frekar köld persóna á yfirborði og hegðar sér mjög einhliða gegnum alla myndina en þeir ná samt að gera persónu hans ekki aðeins merkilega heldur mjög "likeable". Framleiðslugæðin eru hágæða og myndatakan frá honum Barry Sonnenfield er mjög lágstemmd en samt passar ótrúlega vel við myndina. Myndin er ágætlega gömul en eldist furðulega vel þrátt fyrir gamaldags stílinn sinn, það er einnig annað við myndina, hún er verulega stílhrein að nánast öllu leiti. Myndatakan, klippingin, tónlistin og jafnvel leikurinn gerir þessa mynd að heild sinni mjög hreina og hún flýtur mjög mjúklega gegnum lengdina sína.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Aldur USA:
R