Náðu í appið

Hringurinn 1985

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. mars 1985

78 MÍN

Listræn mynd um ferðalagið hringinn í kringum Ísland, þar sem tekin er mynd á 12 sekúndna bili.

Aðalleikarar


Þetta er mjög athygglisverð mynd frá Friðriki þegar hann var ungur. Hann keyrði í kringum landið með myndavél sem tók einn ramma á 10 metra fresti. Hann byrjar í Reykjavík og fer austur, í raun sólahring. Fyrsti bærinn er Hveragerði og svo áfram framhjá Vatnajökli, Akureyri, Staðaskála og endar aftur í Reykjavík. Það er athygglisvert að sjá hversu lítið var malbikað á þessum tíma þegar ég var ekki einu sinni orðinn eins árs. Tónlistin passar ótrúlega vel við myndina, í raun bara eitt lag allar 70 mínúturnar. Myndin er ekkert mjög skýr, svo það er ekki hægt að njóta landslagsins eins vel og ég var að vona. Hún fer samt passlega hratt þannig að maður nái soldið hvað er að gerast en mætti samt ekkert fara mikið hægar. Ég gat ekki setið út alla myndina. Tók mér pásu eftir Jökulsárlón, leifði þessu að rúlla og kom inn aftur við Mývat. Eftir það dáleyddist ég alveg og kláraði myndina til Reykjavíkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn