Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög fyndin mynd...fyrri partinn
Eddie Murphy fer á kostum í tvöföldu hlutverki í þessari ágætu gamanmynd. Nokkrar örlitlar(miðað við okkur mennina) geimverur koma til Jarðarinnar í geimskipi í mannslíki. Eddie Murphy leikur bæði skipstjórann og geimskipið sjálft. Tilgangurinn er að þurrka öll höf okkar ástkæru plánetu til að pláneta þeirra bjargist(eitthvað tengt salti..eitthvað flókið....man ekki....talandi um eigingirni...). Geimverurnar þurfa sérstaka kúlu til þess og þegar hún týnist hefst gamanið. Meet Dave er alveg ágætis afþreying en því miður er hún kaflaskipt. Fyrri hlutinn er ekkert annað en algjör hláturssprengja, ég og félagi minn og allir aðrir í salnum hlógum okkur í tætlur en eftir hlé þá þagnaði allt. Myndin tekur allt aðra stefnu og fylgir vondri formúlu, hættir nánast að vera fyndin og sýnir skipsáhöfnina byrja að sýna Jarðarlífinu mikinn áhuga og þá taka allar klisjurnar við. Ég ætlaði að gefa Meet Dave 8/10 en verð að hafa það 7/10. Hún verður kannski ekkert rosalega slæm seinni hlutann en hann veldur samt vonbrigðum. Handritið verður uppiskroppa með brandara aðeins of fljótt en myndin er alveg þess virði að sjá. Eddie Murphy hefur ekki verið svona fyndinn lengi. Tvær og hálf stjarna, segi ég.
Eddie Murphy fer á kostum í tvöföldu hlutverki í þessari ágætu gamanmynd. Nokkrar örlitlar(miðað við okkur mennina) geimverur koma til Jarðarinnar í geimskipi í mannslíki. Eddie Murphy leikur bæði skipstjórann og geimskipið sjálft. Tilgangurinn er að þurrka öll höf okkar ástkæru plánetu til að pláneta þeirra bjargist(eitthvað tengt salti..eitthvað flókið....man ekki....talandi um eigingirni...). Geimverurnar þurfa sérstaka kúlu til þess og þegar hún týnist hefst gamanið. Meet Dave er alveg ágætis afþreying en því miður er hún kaflaskipt. Fyrri hlutinn er ekkert annað en algjör hláturssprengja, ég og félagi minn og allir aðrir í salnum hlógum okkur í tætlur en eftir hlé þá þagnaði allt. Myndin tekur allt aðra stefnu og fylgir vondri formúlu, hættir nánast að vera fyndin og sýnir skipsáhöfnina byrja að sýna Jarðarlífinu mikinn áhuga og þá taka allar klisjurnar við. Ég ætlaði að gefa Meet Dave 8/10 en verð að hafa það 7/10. Hún verður kannski ekkert rosalega slæm seinni hlutann en hann veldur samt vonbrigðum. Handritið verður uppiskroppa með brandara aðeins of fljótt en myndin er alveg þess virði að sjá. Eddie Murphy hefur ekki verið svona fyndinn lengi. Tvær og hálf stjarna, segi ég.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
9. júlí 2008