The People vs. Larry Flynt (1996)
" You may not like what he does, but are you prepared to give up his right to do it?"
Snemma á áttunda áratugnum við upphaf kynlífsbyltingarinnar í Bandaríkjunum hleypti athafnamaðurinn Larry Flynt af stokkunum tímaritinu Hustler sem síðar varð mikið útgáfuveldi, en Flynt hafði...
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Snemma á áttunda áratugnum við upphaf kynlífsbyltingarinnar í Bandaríkjunum hleypti athafnamaðurinn Larry Flynt af stokkunum tímaritinu Hustler sem síðar varð mikið útgáfuveldi, en Flynt hafði þá um skeið rekið nokkra fatafellustaði í Ohio. Hustler þótti hrátt og klámfengið tímarit og alveg á mörkum alls velsæmis, en það náði fljótlega gífurlegri sölu og færði Flynt og lagskonu hans, fyrrum fatafellunni Althea Leasure, gífurlegan auð og lifðu þau í allsnægtum og óhófi á öllum sviðum. Svo fór þó að upp risu öflugir baráttumenn gegn klámi og komu þeir því til leiðar að Flynt hlaut dóm fyrir ósiðsemi árið 1976, en það varð til þess að hann hóf hatramma baráttu sína fyrir stjórnarskrárbundnu tjáningar- og prentfrelsi. Í hverjum málaferlunum á fætur öðrum notaði Flynt auð sinn til að berjast fyrir þessum réttindum og eftir að hann lamaðist af völdum skotárásar óþekktrar leyniskyttu varð eldmóður hans jafnvel enn meiri en áður. Leiðin lá svo að lokum fyrir hæstarétt Bandaríkjanna sem einróma dæmdi Flynt í vil og hrósaði hann þá fullum sigri fyrir hönd tjáningarfrelsisins.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aðalhlutveri (Woody Harrelson) og besta leikstjóra






















