Náðu í appið
Öllum leyfð

Marley and Me 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. mars 2009

Hvernig er hægt að lifa með versta hundi í heimi?

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Marley

Aðalleikarar

Fullorðins fjölskyldumynd
Marley and Me er auglýst sem hugljúf gamanmynd um sakleysislegan hund sem gerir allt vitlaust. Eftir að hafa horft á myndina sé ég að slík lýsing á við aðeins annan helminginn, því hún fjallar í raun um þroska, erfiðleika hjónabands, jafnvægi þess að halda uppi vinnu og fjölskyldu samtímis og fórnirnar sem maður leggur á sig fyrir nánustu. Ímyndið ykkur kannski aðeins fjölskylduvænni útgáfu af Revolutionary Road, nema skiptið rifrildunum út fyrir senur þar sem áðurnefndur hundur gengur berserkersgang - þá hafið þið svona smá hugmynd um hvernig ræman spilast út.

Þetta er ekki "feel-good" mynd, en hún er á köflum krúttleg og alls ekki laus við mannlegheit sem ylja hjartað. Verst bara að það sé eitt af því jákvæðasta sem ég hef að segja um myndina. Leikstjóri myndarinnar, David Frankel, gerði fyrir nokkrum árum síðan hina margumtöluðu konumynd The Devil Wears Prada, og á sú mynd það sameiginlegt með þessari að vera byggð á þekktri bók. En svipað og með Prada, þá fer Frankel engar nýjar leiðir með Marley and Me. Frásögnin er svo dæmigerð að það er nánast með ólíkindum og m.a.s. neyðist ég til að nota lýsinguna "fyrirsjáanleg" - sem er einkennilegt, þar sem að hér um að ræða sanna sögu. Greinilega lifði höfundurinn afar formúlubundnu lífi. Vandamálið er samt ekki bara það að maður veit fullkomlega hvert myndin stefnir, heldur er almennt boðskapur myndarinnar orðinn svo þreyttur. Ég hef oft fengið þennan móral matreiddan ofan í kokið á mér, og á miklu öflugri máta heldur en hérna.

Annars hittir myndin til manns á köflum, enda eitt ætlunarverk hennar að vekja mikil "awww" viðbrögð frá áhorfendum sínum. Sumir hundar eru bara algjörar dúllur, ætla ekki að neita því. Samt var ég ekki par hrifinn af hundinum Marley. Hann er þrjóskur og erfiður skemmdarvargur sem bætir sífellt gráu ofan á svart og gerir alla í kringum sig hálf þunglynda. Ég geri mér grein fyrir að myndin fjallar um hinn svokallaða "heimsins versta hund" og reynir að fá okkur til að þykja vænt um hann þrátt fyrir bílhlass af göllum, en ég bara hreinlega gat það ekki. Kallið mig leiðinlegan en ég gæti aldrei þolað þennan hund í meira en viku.

Mér fannst líka leikstjórinn heldur betur spila með tilfinningar áhorfandans þegar lengra leið á myndina og hún fór að síga í alvarlegu tónanna. Seinustu senurnar eru svo hryllilega blóðmjólkaðar í melódramatík þar sem markmiðið er greinilega að skilja engan eftir ósnortinn. Mér fannst ég samt alltaf sjá í gegnum þetta og fannst endirinn meira þvingaður heldur en sorglegur. Klisjukenndu línurnar í handritinu hjálpuðu líka lítið til.

Owen Wilson og Jennifer Aniston náðu samt vel að vinna fyrir kaupinu sínu. Bæði tvö eru viðkunnanleg og sannfærandi sem hjónin sem ganga í gegnum allt þetta hefðbundna. Alan Arkin stelur sömuleiðis öllum sínum senum sem yfirmaðurinn með reynslusögurnar. Það er alveg með ólíkindum hvað þessi maður nær alltaf að standa sig vel, sama hversu lítið hann vinnur með. Ég hló að honum allavega. Minnti mig svolítið á afann í Little Miss Sunshine. Hundarnir sem léku Marley verða líka að fá einhvers konar hrós, enda þjálfaðir til að gera hina ótrúlegustu hluti, eins og sést út alla myndina, og sérstaklega í lokin.

Mig langaði til að fíla myndina betur. Hún er nefnilega svo einlæg og notaleg til áhorfs, en því miður dregin niður af yfirdrifnum senum, píndum boðskap og hundskvikindi sem - í mínu tilfelli - var of erfitt að elska.

5/10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
ágæt en mun verri en myndin

Mér fannst þessi mynd ágæt en eins og titiillinn sagði þá fannst mér bókin miklu betri. Ég er ekki mikill lestrarhestur og les lítið en keypti mér bókina þar sem ég er áhugamanneskja um hunda. Ég límdist við bókina og hló og táraðist mjög mjög mjög mikið yfir bókinni á köflum. Myndin fannst mér ekki vera með þetta hún dróg ekki mikið að sér. Mér fannst hún full róleg og lítið kröftug þar sem þessi hundur er nú sjálfur mjög kröftugur mér fannst samt vanta nokkur meiri atriði úr bókinni og langaði auk þess að hafa þau lengri svo meiri spenna eða hlátur myndi koma til dæmis með stelpuna úr götunni þeirra, þeir sem hafa lesið bókina vita um hvað ég meina.

Þannig að ég segi myndin var sæmó hefði mátt hafa hana lengri en sum atriði lengri hún var pínu langdregin samt þar sem lítið var að gerast og lítið gert úr atriðinum. ég er ekki góð í að dæma um leik en mér fannst samt Owen Wilson ekki passa inn í þetta hlutverk hafði viljað sjá einhvern meiri kraft.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.12.2014

Jolie Óbuguð á toppnum í USA

Útlit er fyrir að nýjasta mynd leikstjórans Angelina Jolie, stríðsmyndin Unbroken, ( Óbugaður )  verði í fyrsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum yfir hátíðarnar. Helsti keppinautur myndarinnar, samkvæmt Dead...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn