Náðu í appið
Ghosts of Girlfriends Past

Ghosts of Girlfriends Past (2009)

"You can't always run from your past"

1 klst 55 mín2009

Hinn myndarlegi og sjálfumglaði Connor Mead hefur komist upp með það frá unglingsárum að vera óforbetranlegur kvennabósi og algerlega ábyrgðarlaus í samskiptum sínum við hitt...

Rotten Tomatoes27%
Metacritic34
Deila:
Ghosts of Girlfriends Past - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Hinn myndarlegi og sjálfumglaði Connor Mead hefur komist upp með það frá unglingsárum að vera óforbetranlegur kvennabósi og algerlega ábyrgðarlaus í samskiptum sínum við hitt kynið, allt síðan hann missti tengslin við fyrstu ástina sína, Jenny. Connor á bróður, hinn ábyrga Paul sem er að fara að gifta sig og býður hann Connor að sjálfsögðu í brúðkaupið. Connor er ekki það sem hægt er að kalla fyrirmyndargest á viðburðum sem þessum, því hann reynir við bókstaflega allt sem hreyfist og angrar það brúðina afskaplega mikið, en henni hefur aldrei líkað vel við Connor. Skyndilega tekur dagurinn á sig nýja mynd fyrir Connor þegar framliðinn andi frænda hans, Wayne, heilsar upp á hann og fer að hrella hann allan brúðkaupsdaginn. Brátt er Connor fastur á milli brúðkaups bróður síns, þar sem hann er að reyna að gera sitt besta til að vera til friðs, og svo furðulegra sýna sem Wayne lætur hann fá. Þar neyðist Connor til að endurupplifa margar af gömlum minningum sínum og horfast í augu við þau áhrif sem hegðun hans hefur haft á fólkið í kringum sig...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Skítsæmileg mynd

★★★☆☆

Plottið á myndinni er mjög frumlegt en er það eina frumlega við myndina, leikurinn var ágætur. Matthew McConaghey gerði það sem hann gerir best að leika kvennabósa með athyglisbrest. Mé...

Dæmigerðir en asskoti saklausir draugar

★★★☆☆

Matthew McConaughey má eiga eitt: Honum tekst alltaf að leika trúverðugan skíthæl. Svona svipað og með Greg Kinnear einu sinni, þá á áhorfandanum auðvelt með að líka illa við hann, en...

Framleiðendur

Jon Shestack Productions
New Line CinemaUS