Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Lovely Bones 2009

(Svo fögur bein)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 2010

The story of a life and everything that came after...

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Ung stúlka er myrt en fylgist með morðingja sínum og fjölskyldu sinni ofan af himnum. Hún þarf að gera upp við sig hvort sé mikilvægara; að hefna sín á morðingjanum, eða að hjálpa fjölskyldunni að komast yfir áfallið af morðinu.

Aðalleikarar

Vonbrigði, rosalega mikil vonbrigði
Ég vona að hann myndi aldrei gera þetta aftur, bara, hvað sem þetta var, þá varð ég fyrir vonbrigðum. Allt sem þessi maður er búin að gera, öll þessi stykki af geðveiki, ævintýri, drama og hasar. Hann hefur aldrei feilað fyrr en núna. Hann var einnhvernveginn að kreista tár með því að meiða mann. En það sem hann þurfti voru Ekki þunnar persónur, Ekki þunnan söguþráður og Ekki PG-13 merkið. Ég las eitthvað af bókinni og ég alveg uuuughh !!! þetta var svo sjúkt að ég fékk nærrum því tár og það var ekki mikið sem ég las. Þegar ég sá myndina hinsvegar þá var ég UUUGHHH !!! því ekkert af þessum sem ég las var í fokking myndinni.

Hvernig gat myndin ekki verið grimm. Ég hélt að Peter myndi vita betur. Og líka þessar persónur, þær voru svooooo leiðinlegar, svo fokking niðurdrepandi, það var ekkert spennandi við þær. Ekki einu sinni Susy sjálf. Stanley Tucci var sá eini sem var með eitthvað vit. Hann var fokk krípí, fokk ógeðslegur og siðblindur í helvíti, held ég eina persónan sem var trúðverðug. Fantasíu heimurinn sjálfur var frekar döll, jújú það voru flottar tölvubrellur, mjög raunverulegt en heimurinn sjálfur var ótrúlega tómur og leiðinlegur.

Ég held að Peter hafi gert myndina í einnhverri flýti. hún var ekkert það vel vönduð. Bara allt einnhvernveiginn sett einnhvernveiginn, bara já setja tónlist hérna og hafa hana sorglega, leikararnir eiga að vera þarna og eiga að vera mjög sorglegir í smettinu, klipptu þetta svona að hafðu þetta sorglegt. Þetta er eins og þímið í myndinni var bara eitt risastór krókídíla-tár.

3/10 - skammastu þín Peter ! Aldrei gera þetta aftur ! og afhverju er myndin bara 125 mínútur?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackson hefur mikið villst
(ATH. Þessi umfjöllun inniheldur spoilera í fimmtu málsgrein! Ég vara ykkur við)

Hvað gerðist eiginlega?? Fór gamli Peter Jackson í eitthvað frí? Þessi nýi Peter Jackson, sem leikstýrði The Lovely Bones, virðist eiga lítið sameiginlegt með þeim sem gerði m.a. The Lord of the Rings og - eina af mínum uppáhaldsmyndum - Heavenly Creatures. Þessi mynd hefur sjónræna stílinn alveg á hreinu, það er ekki spurning, en efnislega er hún í algjörri óreiðu og þrátt fyrir að það sé stór galli, þá eru því miður fleiri til staðar. Mun fleiri.

Mér þykir það reyndar nokkuð kaldhæðnislegt að seinasta mynd Jacksons, King Kong, hafi verið alltof löng miðað við þunnt innihald á meðan The Lovely Bones hefði vel mátt vera lengri og almennt vandaðri. Allt sem svona mynd þarf á að halda til að virka er gjörsamlega týnt hérna. Hún er fyrst og fremst ábótavant í persónusköpun, vægast sagt. Hver einasta persóna - hvort sem um er að ræða fjölskylduna, morðingjann, draumaprinsinn, Emo-gelluna eða lögguna - hefur persónulega dýpt á við uppblásna gúmmídúkku. Leikararnir gera sitt besta en þeir fá alltof lítið til þess að vinna úr, og ég held að þeir hafa gert sér grein fyrir því. Mark Wahlberg er fínn sem fjölskyldufaðirinn. Hann fær líka eitthvað almennilegt að gera, annað en Rachel Weisz og sérstaklega Susan Sarandon, sem hafði bókstaflega ekki neinn tilgang. Saoirse litla Ronan er áberandi hæfileikarík (sjá Atonement) og á pottþétt langan feril framundan, en í þessari mynd er hún alveg úti á þekju. Hún er nokkuð góð þangað til að persóna hennar "deyr." Eftir það gerist ekkert áhugavert hjá henni. Senurnar í þessum svokallaða "inbetween" heimi eru vel gerðar en, því miður, drulluleiðinlegar. Ég er ekki frá því að Jackson sé sammála. Senum með henni fara fækkandi því lengra sem líður á myndina.

Michael Imperioli kemur bara og fer. Ekkert meira. Gat alveg verið í gestahlutverki. Stanley Tucci er svakalega góður og hefði getað átt hérna leiksigur ef persóna hans væri ekki þessi týpíski "vondi kall" sem maður sér venjulega í grunnum bíómyndum. Það vantar alveg þriðju víddina hjá honum. Það er ekki nóg að gera hann hálfsköllóttan og lúðalegan til útlits. Áhorfandinn þarf að vita af hverju hann lætur eins og hann gerir. Hin marglofaða bók eftir Alice Sebold fjallar einnig um nauðgun og hrottaskap, en myndin þorir aldrei að vera eins þung og hún hefði þurft að vera. Það er heldur ekkert minnst á nauðgun út alla myndina og nánast allt ofbeldi er utan ramma. Jackson hefur augljóslega stytt sér leiðina til að ná hinu milda og barnavæna PG-13 merki, þegar þessi mynd hefði hiklaust átt að vera ljótari og erfiðari til áhorfs. Hún hefði þá bókað skilið meira eftir sig.

The Lovely Bones hafði engin áhrif á mig þegar hún kláraðist. Ég fann aldrei fyrir sorginni hjá Salmon-fjölskyldunni eftir að Susie (Ronan) dó og kraftur var lítill sem enginn. Jackson hefði getað lagað þetta hefði hann einblínt meira á fjölskylduna í stað þess að leggja mestu vinnuna í tölvugerðar artý-senur sem gerðu ósköp lítið fyrir heildina. Mér leið líka eins og atriðin í þessu "himnaríki" ættu að vera gullfalleg, en þau voru frekar bara... súr. Tónn myndarinnar er líka alveg handónýtur og merkilega léttur miðað við umfjöllunarefnið. Tónlistarnotkunin var líka misjafnlega góð. Stundum virkaði músíkin og gerði atriðin flottari, en svo voru ýmis tilfelli þar sem hún var bara úr takt við það sem var að gerast á skjánum og gerði allt samstundis verra.

(SPOILER)

Það eru líka nokkur atriði í sögunni sjálfri sem gerðu mig bara hreint út sagt pirraðan, eins og þegar faðirinn (Wahlberg) kemst að því hver morðingi dóttur sinnar er. Það atriði var svo illa skrifað og langsótt að hálfa væri nóg. Ég gat ómögulega trúað því að vísbendingin sem hann fékk í hendurnar væri nóg til að sannfæra hann um að Harvey (Tucci) væri sá rétti. Klaufalegur frásagnarháttur væri besta lýsingin, en þetta er ekkert í samanburði við senuna nálægt endanum þegar Susie kemst aftur á jörðina í örstuttan tíma og hefur þ.a.l. fullkomið tækifæri til að bæði benda á hvar lík sitt er ásamt morðingja hennar, en í staðinn ákveður hún að kela við strákinn sem hún er hrifin af. Ha??? Það er álíka kjánalegt og að láta grýlukerti falla af tré ofan á Harvey sem leiðir til þess að hann dettur fram af kletti og drepst. Nei, alveg rétt. Það gerist einmitt líka.

(SPOILER ENDAR)

The Lovely Bones er ekki bara vonbrigði í mínum augum, heldur löðrungur framan í smettið á mér. Maður hefði trúað því að Jackson og hans teymi (s.s. Philippa Boyens og Fran Walsh, eiginkona Jacksons) hefði getað mótað glæsilega aðlögun á þessari afar sérstöku skáldsögu og að minnsta kosti fundið kjarna hennar og sál og haldið utan um persónusköpunina. Ég meina, af hverju ekki?? Þetta fólk eyddi ómælanlegum tíma í að taka einhverja stærstu og flóknustu fantasíubók allra tíma og laga hana að einhverjum besta kvikmyndaþríleik allra tíma. Ég get bara ekki skilið hvað fór úrskeiðis hérna, og eftir því sem ég veit best þá var Jackson yfir sig ástfanginn af bókinni. The Lovely Bones feilar samt á þeim stöðum sem hún á alls ekki að vera að feila á. Það er ófyrirgefanlegt að svona sérstakt drama skuli vera eins dautt, þunnt og kraftlaust og þessi mynd er.

Ég gleymi því aldrei hvernig mér leið strax eftir Heavenly Creatures. Hún skildi mig eftir í nettu áfalli, og þessi mynd ætti að hafa svipuð áhrif. Það eina sem ég get hrósað henni fyrir er fín tölvuvinnsla, góður leikur og eitt hörkugott atriði þar sem systir Susie læðist heim til morðingjans. En þrátt fyrir þessa kosti get ég engan veginn mælt með myndinni því metnaðarleysið er fulláberandi og heildarniðurstaðan er ekki nálægt því að vera eins góð og hún hefði getað orðið. Jackson hefur að mínu mati aldrei verið latari.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gæti verið betri
Um áramótin kom frændi minn með þessa mynd og sagði að þetta væri nýjasta mynd Peter Jackson og bjóst við colossal stríðsmynd. Ég vissi af bókinni svo ég vissi að hún væri ekki þannig. Myndin er ekki mjög þung og tæknibrellurnar sem eru þó nokkrar eru mjög illa gerðar.

SMÁ SPOILER!

Myndin fjallar um 14 ára stelpu sem verður nauðgað og myrt á hrottafullan hátt (ekki sýnt) og svo heft leitin að morðingjanum og sjónarhorn hennar frá einhverjum heimi á milli himins og jarðar.

ENDAR


Leikararnir standa sig ágætlega. Ég hef ekkert á móti Mark Wahlberg í þessari mynd en það er samt skrítið aðð hann skuli fá hlutverkið. Stelpan leikur líka vel og var ekkert slakari en hinir. Susan Sarandon gerir lítið í myndinni og ofleikur kannski aðeins ömmuna, ekki besta frammistaðan hennar. Rachel Weisz þótti mér vera lélegasta og hún gerði ekki neitt fyrir myndina og er auðgleymaleg. Stanley Tucci er mjög góður í hlutverki nauðgarans og mjög ógeðfelldur. Hann er líka frekar skrítinn með eitthvað hár á kollinum.

Myndin er alveg ágæt en er samt ekki mjög grípandi og ekki líkleg til Óskarsverðlauna. Kannski fyrir leik. Peter Jackson er allavega ekki að fá neinn Óskar í ár.

Myndin hefði mátt vera lengri, ekki nema 115 min. Stendur 139 min en varla getur credits verið í 25 min!

7/10
Lítið að gerast en samt mátt vera lengur og segja frá öllu. Mæli samt alveg með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.02.2021

Stanley Tucci dásamar Ísland

Bandaríski leikarinn Stanley Tucci frumsýndi á dögunum glænýja þáttaröð fyrir CNN, Searching for Italy, þar sem hann skoðar ítalska matarmenningu og þann sess sem hún skipar. Tucci kveðst vera mikill unnandi Ít...

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek það...

11.11.2011

The Host finnur leikara

Á meðan að aðdáendur bíða í tjöldum fyrir utan kvikmyndahús til að tryggja sér miða á nýjustu og næst síðustu Twilight myndina (Breaking Dawn: Part 1), er Hollywood upptekið að koma næstu bók Stephenie Meyer upp á hvíta tjaldið. Ekki veitir af, a...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn