Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Apt Pupil 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 1999

If you don't believe in the existence of evil, you've got a lot to learn.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Brad Renfro valinn besti leikarinn á Tokyo International Film Festival. Ian McKellen valinn besti leikarinn á Florida Film Critics Circle Awards

Todd Bowden, strákur úr hverfinu, uppgötvar að gamall maður í nágrenninu, Arthur Denker, er gamall nasisti og stríðsglæpamaður. Bowden ræðir þetta við Denker og vill semja við hann. Hann lofar að tilkynna hann ekki til yfirvalda ef Denker segir honum sögur úr útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Denker samþykkir þetta og Bowden byrjar... Lesa meira

Todd Bowden, strákur úr hverfinu, uppgötvar að gamall maður í nágrenninu, Arthur Denker, er gamall nasisti og stríðsglæpamaður. Bowden ræðir þetta við Denker og vill semja við hann. Hann lofar að tilkynna hann ekki til yfirvalda ef Denker segir honum sögur úr útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Denker samþykkir þetta og Bowden byrjar að heimsækja hann reglulega til að hlusta á sögurnar. Eftir því sem Bowden heyrir fleiri sögur, því meira hefur það áhrif á persónuleika hans. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Sá þessa mynd langt síðan. Hún kom mér nokkuð á óvart. Átti von á virkilega leiðinlegri mynd. En hún er virkilega athyglisverð mynd að horfa á. Svo er hún einnig byggð á sögu Stephen King, og er hún fyrir vikið mjög óvenjuleg mynd(miðað við hvernig sögur Stephen skrifar). Ian Mckellen er orðinn einn uppáhaldsleikarinn minn eftir að hafa séð hann sem Gandalf í LOTR myndunum. Og hér sýnir hann mjög fína takta sem hershöfðinginn dularfulli. Svo er Brad Renfro(Home Improvement) einnig fínn í hlutverki stráksins sem reynir að komast að sannleikanum um persónu Ians. Takið þessa með sem gamla og dæmið sjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í kjölfar X-MEN 2 fara menn að velta fyrir sér myndum sem Bryan Singer hefur gert. Hann hefur gert myndir eins og X-MEN, Usual Suspects og þessa, Apt Pupil. Apt Pupil fjallar um ungan dreng sem hefur brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur seinni heimstyrjöldinni. Þessi áhugi er í raun þráhyggja og hann lifir sig hættulega mikið inn í þenna tíma. Dag einn rekst hann á kunnuglegan mann (snilldarlega leikinn af Ian McKellen) og þegar hann fer að athuga málið kemst hann að því að þessi maður er gamall og eftirlýstur nasistaforingi. Strákurinn fer að kúga manninn með skelfilegum afleiðingum. Apt Pupil er feykilega vel skrifuð og vönduð kvikmynd. Leikararnir eru frábærir en það er klárlega Ian McKellen sem stelur senunni. Apt Pupil ætti að fást á öllum betri myndbandaleigum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Furðuleg mynd hans Singers. Því að Bryan Singer leykstýrði myndinni bjóst ég við meiru. McKellen kemur með snilldarleik. Mynd til að sjá one time only.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórgóð mynd með góðum leikurum ein besta mynd gerð eftir Stephen King sögu fyrir utan The Shining. -ONE TO WATCH-
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Unglingspiltur uppgötvar að gamall maður sem býr í hans nágreni er fyrrverandi nasistaforingi sem tók virkan þátt í útrýmingu gyðinga í helförinni. Þar sem pilturinn er mjög áhugasamur um þetta tímabil semur hann við gamla manninn um að hann muni ekki segja til hans ef hann fái að heyra sögur úr stríðinu, nánar tiltekið úr gyðingabúðunum. Samskipti þeirra tveggja og þær afleiðingar sem þau hafa er síðan rauði þráðurinn í myndinni. Það sem drengurinn sagðist í upphafi hafa mestan áhuga á var að skilja hvers vegna nasistarnir í útrýmingarbúðunum frömdu þessi ódæðisverk og hvað þeir voru að hugsa. Myndinni tekst samt engan vegin að gera þessu skil. Hún á sínar stundir eins og til dæmis ógnvekjandi draumasenur úr "gyðingasturtuklefunum" en yfir heildina er lítið hérna til að mæla með. Mörgum finnst þessi mynd fara óvarlega með eins viðkvæmt mál og gyðingamorðin og ég verð nú að vera sammála því að hluta til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn