Post Grad (2009)
Post Grad segir frá Ryden Malby (Alexis Bledel), en hún er nýútskrifuð úr háskóla.
Öllum leyfðSöguþráður
Post Grad segir frá Ryden Malby (Alexis Bledel), en hún er nýútskrifuð úr háskóla. Hún fékk góðar einkunnir og stóð sig að öllu leyti vel í skóla, en þarf að bíta í það súra epli að hafa útskrifast á versta mögulega tíma, þar sem kreppan veldur því að hún á erfitt með að finna vinnu. Hún var með draumastarf í huga, en erkióvinur hennar úr háskóla, Jessica Bard (Catherine Reitman), nappaði því af henni á síðustu stundu. Því neyðist Ryden til að flytja aftur heim til foreldra sinna, en fær Adam (Zach Gilford), besta vin sinn, til að hjálpa sér að finna vinnu, helst eitthvað sem hjálpar henni á leið að draumastöðunni sinni, sem ritstjóri stórs útgáfufyrirtækis. Hins vegar fara tilfinningar hennar gagnvart Adam brátt að spila fullstóran þátt í atvinnuleitinni...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur
























