Varla hægt að gera betur.
Frændur okkar Svíar hafa heldur betur sótt í sig veðrið í kvikmyndaheiminum undanfarin ár. Hin stórgóða sænska hrollvekja "Let the Right One in" er nýkomin á DVD og nú er von á veislu ...
"Fortíðin geymir skuggaleg leyndarmál"
Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér...
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiBlaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millennium. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að fjölskyldusagan er yfirskin: hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörutíu árum fyrr. Mikael Blomkvist er tregur til, en tekur að sér verkefnið. Honum berst aðstoð úr óvæntri átt; kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl og tattúveruð, frábær rannsakandi og tölvuséní er fengin til að fylgjast með honum en endar á því að liðsinna honum í málinu.








Valin besta erlenda mynd á bresku BAFTA verðlaununum.
Frændur okkar Svíar hafa heldur betur sótt í sig veðrið í kvikmyndaheiminum undanfarin ár. Hin stórgóða sænska hrollvekja "Let the Right One in" er nýkomin á DVD og nú er von á veislu ...
Djöfull er maður orðinn ánægður með svíanna. Á varla einu ári hafa þeir sett sig heldur betur á kort kvikmyndaáhugamanna með tveimur áhugaverðum og vönduðum myndum: Låt den rätte k...