Náðu í appið
Thor

Thor (2011)

The Mighty Thor, Þór

"Whosoever holds this hammer, if he be worthy, shall possess the power of..."

1 klst 54 mín2011

Þrumuguðinn Thor hefur komið sér í klípu nú hefur hann með gáleysi og hroka kveikt undir fornu stríði sem kulnað var í.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic57
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Þrumuguðinn Thor hefur komið sér í klípu nú hefur hann með gáleysi og hroka kveikt undir fornu stríði sem kulnað var í. Þá fær Odin faðir hans endanlega nóg og kastar honum úr Ásgarði. Refsing hans skal vera að dvelja á jörðinni, þar sem vísindamaðurinn Jane Foster verður á vegi hans í þann mund sem hann fellur til jarðar. Hún hefur mikinn áhuga á undarlegum merkingum sem hafa fundist á yfirborði plánetunnar og hefur á tilfinningunni að þessi athyglisverði aðkomumaður geti veitt henni frekari innsýn í málið. Ekki líður á löngu þar til þau fara að fella hugi saman. En Thor fær ekki að ganga lengi meðal manna óáreittur. Stríðið sem olli brottvísun hans úr ríki föður hans eltir hann til jarðar þar sem myrkasta skuggavera Ásgarðs sendir heri sína á eftir honum. Nú þarf hann að gera upp við sig hvort hann er sá hrokagikkur og ónytjungur sem faðir hans telur hann vera, eða hetjan sem jörðin þarfnast helst.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Marvel StudiosUS
Marvel EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (5)

Eins og er, óvæntasta mynd 2011

★★★★☆

Thor gæti áreiðanlega orðið óvætnasta mynd 2011. Einn þriðji af árinu er búinn og eins og er, er Thor lang óvæntasta. Ég bjóst við að myndin væri miklu minni þegar kemur að húmori...

Ásatrú er núna ofur-svöl!

★★★★☆

Marvel myndir eru að mínu mati ekkert alltaf vel heppnaðar. Eins og Ghost Rider, Spiderman myndirnar (þær eru yndislegar á sinn hátt en dude..kommon wake up), Daredevil, X-Men 3, X-Men Origins,...

Virkilega vel heppnuð

Thor kom mér ótrulega á óvart, handritið kom á óvart, leikurinn kom á óvart, karakterinn og allt saman útaf þetta heppnaðist allt svo vel. Thor er svo epic, flókið að setja í kvikmynd-...

Hrikaleg vonbrigði

★★★☆☆

Ég hafði hlakkað til að sjá Thor en svo var hún bara léleg. Það sem er til dæmis að henni er að hún líkist myndasögunum ekki neitt. Ég skal reyndar játa það að ég hef ekki verið ...

Hasarblaðahetjan Þór Óðinsson

★★★★☆

Ég held að ég sé ekki einn um það að hafa haldið að sú Marvel mynd sem hefði getað orðið einna hallærislegust væri sú sem fjallaði um norræna þrumuguðinn, sem tilheyrir samt sama ...