Náðu í appið
Coming to America

Coming to America (1988)

"This summer, Prince Akeem discovers America."

1 klst 56 mín1988

Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast.

Rotten Tomatoes73%
Metacritic47
Deila:
Coming to America - Stikla
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast. Coming to America er fyrsta myndin af mörgum þar sem Eddie Murphy tekur að sér að leika margar mismunandi persónur. Prinsinn ákveður að hann vilji finna ástina á sínum eigin forsendum og án þess að viðkomandi stúlka viti hver hann í raun og veru er, í von um að hún verði ástfangin af honum sjálfum en ekki vegna stöðu hans í lífinu. Besti vinur prinsins, sem jafnframt er hans helsti aðstoðarmaður, sem leikinn er af Arsenio Hall, fylgir honum í Queens-hverfið í New York því hvar væri nú betri staður til að finna nýja drottningu en í Queens? Saman leigja þeir íbúð með einum glugga og múrsteinsveggjum, sem áður var notuð í vafasömum tilgangi. Prinsinn fær sér vinnu á skyndabitastaðnum McDowals sem er í hverfinu en verður fljótt ástfanginn af dóttur eiganda staðarins, sem býr yfir öllum þeim eiginleikum sem prinsinn leitaði að. Prinsinn og aðstoðarmaður hans sigla undir fölsku flaggi og segjast vera erlendir skiptinemar. Myndin snýst um tilraunir prinsins til þess að vinna hönd stúlkunnar, en hún reiðist mjög þegar hún kemst að hinu sanna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

★★★★★

Þetta er nú skemmtileg mynd með snillingnum Eddie Murphy sem leikur hér afríkan prins. Coming to America er ekkert meistaraverk en samt sem áður er þetta ágætis grínmynd. Myndinn fjallar um...

★★★★★

Eddie Murphy leikur Akeem, pjattaðan, ungan prins frá Zamunda. Á 21. afmælisdegi sínum hittir hann tilvonandi brúði sína en hann vill ekki giftast henni svo hann fer til Ameríku til að finna...

★★★★☆

Eitt af meistarastykkjum Eddie Murphy. Hann leikur afrískan prins sem kemur til Bandaríkjanna og sannar það í eitt skipti fyrir öll að glöggt er gests augað. Með því að gera grín að öl...

Framleiðendur

Eddie Murphy ProductionsUS
Paramount PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir förðun og búninga. Arsenio Hall valinn fyndnasti meðleikari á American Comedy Awards.