Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Losers 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júní 2010

Anyone Else Would Be Dead By Now

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Eftir að hafa verið sviknir og skildir eftir til að deyja í frumskógi í Bólivíu, eru CIA sérsveitarmennirnir taldir af. Þetta verður þeim þó ekki að fjörtjóni og með aðstoð hinnar íðilfögru Aisha, leita þeir nú uppi svikarann Max sem hefur í hyggjur að koma af stað hátæknilegu alheimsstríði.

Aðalleikarar

Enginn sigurvegari hér á ferð
The Losers er augljóslega gerð til að vera afþreyingarmynd og það er áhugavert að sjá hvað hún reynir mikið á sig til að vera klikkuð og yfirdrifin, en samt nær hún ekki að halda uppi almennilegu skemmtanagildi. Ástæðan er einfaldlega sú að mér var bara skítsama um alla og allt sem var að gerast. Söguþráðurinn er hreinlega leiðinlegur og persónurnar – eins og skrautlegar og þær eru – ná aldrei að skilja eitthvað eftir sig, nema Chris Evans þ.e.a.s. Hann nær einhvern veginn alltaf að vera það besta í öllu sem hann leikur í, sama þótt að myndirnar séu slæmar eða ekkert sérstakar (Fantastic Four, einhver?).

Það eina sem heldur uppi einhverju lífi er stíllinn, sem er bæði hrár og öfgakenndur, en hann smellpassar og gerir áhorfið einhverra hluta vegna aðeins skemmtilegra. Það segir samt að eitthvað sé að þegar kameruhreyfingarnar og klippingin fer að verða það eina sem heldur áhuga þínum á *svona* mynd. Ef eitthvað þá ætti það að vera góður aukakostur en hér var það u.þ.b. það eina sem hélt mér vakandi. Meira að segja Jeffrey Dean Morgan og Zoe Saldana eru óvenju óspennandi á skjánum, og hingað til hefur mér oftast líkað vel við þau bæði. Jason Patric er síðan alveg úti á þekju og hefur aldrei verið jafn hallærislegur. Ofleikur hans minnir á illmenni úr barnamynd, og fyrir leikara sem er sífellt að detta inn og út úr sviðsljósinu með margra ára millibili (hvenær sáum við hann seinast leika af einhverju viti? Narc?!?) er það ekki beint góður hlutur.

Við erum að tala um mynd sem vill af öllu hjarta sínu vera töff og skemmtileg strákamynd. Það skín svo sjúklega mikið í gegnum hana hvað hún er að reyna að gera. Leikstjórinn stendur sig ágætlega með flæðið og fær auðvitað stig fyrir gott útlit. Handritið er samt það sem dregur niður heildina. En jafnvel þótt það sé hægt að njóta svona myndar þrátt fyrir léleg samtöl og asnalegan söguþráð þá skiptir það öllu máli að persónurnar geri tímann sem þú eyðir þess virði. Ég hefði leyft handritinu hér að sleppa hefðu allir leikararnir verið jafn fjörugir og Chris Evans. Og ástæðan fyrir því að ég leyfi þessari Lúsaramynd að sleppa með miðjumoðsmeðmæli er aðallega útaf honum.

En í hnotskurn: Ímyndið ykkur The A-Team nema með minni hasar, fleiri en jafnframt gleymdari persónum og mun glataðra illmenni.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn