Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fáar bíómyndir hafa komið jafn rækilega á óvart og þessi ástralska mynd um litla grísinn Badda sem langaði svo mikið að vera alvöru fjárhundur. Hún var fyrsta teiknimyndin sem var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta myndin. Allt frá frumsýningu hennar hefur hún notið fádæma vinsælda um allan heim hjá fólki á öllum aldri, enda afbragðsvel gerð og skemmtileg. Ekki skemmir fyrir að myndin er talsett á íslensku sem gerir hana enn eftirsóknarverðari, ekki síst fyrir yngstu kynslóðina. Myndin hefst þegar mamma Badda litla og öll systkyni hans eru flutt á brott til "svínaparadísarinnar" þar sem "lífið er svo gott að ekkert svín hefur nokkru sinni snúið til heimaslóðanna á ný". Auðvitað veit Baddi ekki hinn kalda sannleika málsins frekar en önnur svín. Sjálfur lendir hann í því að vera valinn til að vera verðlaun á þorpshátíðinni. Svo heppilega vill til að það er Hogget bóndi sem vinnur Badda, en hann er góðhjartaður og fer vel með dýrin sín. Á milli hans og Badda myndast strax gott samband því Hogget sér að Baddi er enginn venjulegur grís. Smám saman kynnist Baddi svo hinum dýrunum á bænum, sem mörg hver eru vægast sagt kostuleg, og svo fer að tíkin Fluga tekur sérstöku ástfóstri við hann. Baddi fær í framhaldi af því mikinn áhuga á að gerast fjárhundur og þegar Hogget uppgötvar hæfileika hans ákveður hann að skrá hann í hina árlegu fjárhundakeppni í sveitinni. Þar með tekur hann þá miklu áhættu að verða aðhlátursefni fólks sem hefur litla trú á að grís geti verið fjárhundur! En annað á eftir að koma í ljós... James Cromwell var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir meistaraleik sinn í hlutverki bóndans Hoggett. Einstök mynd sem er afar góð fyrir alla fjölskylduna, og sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með fyrir alla!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
George Miller, Dick King-Smith
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$254.134.910
Vefsíða:
en.wikipedia.org/wiki/Babe_(film)
Aldur USA:
G
Útgefin:
6. október 2011