Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hin nýja Clueless, bara betri
Bandarískar unglingagamanmyndir koma oftast á færibandi og þá margar á hverju ári sem detta í bíó og sjást síðan aldrei aftur. Aðeins þær sem höfðu gott handrit, almennilegan metnað á bakvið sig og eitthvað merkilegt að segja hafa skilið eftir spor sín og lifað áfram. Þarna koma upp í hugann titlar eins og Say Anything, Dazed & Confused, Clueless, Can't Hardly Wait, 10 Things I Hate About You og Mean Girls svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru komnar myndir sem voru svo miklu meira en bara samansafn af klisjum, tískutónlist og fallegu fólki. Þegar þær eru nefnilega vel heppnaðar, þá eru svona "high school" unglingamyndir alveg hrikalega skemmtilegar og ég nýt þess í tætlur þegar ég loks eina virkilega góða, þessa sem kemur aðeins á nokkurra ára fresti. Easy A er akkúrat þessi mynd og mér til mikillar ánægju fékk ég alveg svakalega óvænta og snjalla mynd sem heldur dampi út lengd sína án þess að tapa góða fílingnum.
Ég veit ekki hversu oft ég hef setið í gegnum myndir eins og John Tucker Must Die, I Love You, Beth Cooper eða Fired Up og óskað þess að fá hnyttinn díalog, góðan húmor og persónur sem eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Þetta eru yfirleitt stórar kröfur þegar maður horfir á bíómyndir sem tilheyra þessum geira en sem betur fer hafa þessir ofannefndu góðu titlar sannað að þær eru til. Easy A uppfyllti allar þessar kröfur fyrir mér, og ég verð fúslega að játa að ég gekk ekki inn í salinn með háar væntingar svo vægt sé til orða tekið. Myndin hélt mér síðan glottandi eða hlæjandi út lengdina, þökk sé undarlega sterku handriti og hressum frammistöðum. Það hefur sjaldan verið jafn auðséð að ein manneskja á eftir að "meika'ða" eins og sést á henni Emmu Stone, sem er alveg yndisleg í hlutverki sínu hér. Persónuleiki hennar kemst fljótt til skila og maður dýrkar hann frá fyrstu senu. Burtséð frá því að vera með því heitasta sem finnst þarna úti á hennar aldri þá er Stone mjög fyndin, lífleg og raunveruleg persóna. Sömuleiðis er hún merkilega skörp og endalausu tilvísanir hennar í bíómyndir eiga eftir að fá okkur nördana til að brosa oftar en markhóp myndarinnar.
Aukaleikararnir gera síðan helling fyrir þessa litlu mynd, og það besta er að nánast allir hafa sinn steikta persónuleika sem skilur eitthvað eftir sig. Listinn er langur (hér höfum við m.a. nöfn eins og Stanley Tucci, Thomas Hayden Church, Malcolm McDowell, Patricia Clarkson, Lisa Kudrow, Amanda Bynes og Cam Gigadent) en það eru nánast allir frábærir. Tucci og (viti menn!) Gigadent fengu mig samt til að hlæja mest. Það sem kemur mér samt mest á óvart er hvað leikstjórinn hefur mikið lært á stuttum tíma, en hann leikstýrði einmitt Fired Up (sem ég nefndi áðan - og var EKKI góð), sem kom út í fyrra.
Easy A er, án djóks, FULLKOMIN mynd handa gelgjum en sömuleiðis bíófíklum og þeim sem hafa gaman að snjöllum samtölum, litríkum persónum og ófyrirsjáanlegum uppákomum. Já! Hvenær gat maður seinast sagst hafa séð eitthvað slíkt í amerískri unglingamynd? Bætið síðan við jákvæðum boðskap og skemmtilegri tónlistarnotkun. Algjör feel-good mynd. Guaranterað!
8/10
Bandarískar unglingagamanmyndir koma oftast á færibandi og þá margar á hverju ári sem detta í bíó og sjást síðan aldrei aftur. Aðeins þær sem höfðu gott handrit, almennilegan metnað á bakvið sig og eitthvað merkilegt að segja hafa skilið eftir spor sín og lifað áfram. Þarna koma upp í hugann titlar eins og Say Anything, Dazed & Confused, Clueless, Can't Hardly Wait, 10 Things I Hate About You og Mean Girls svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru komnar myndir sem voru svo miklu meira en bara samansafn af klisjum, tískutónlist og fallegu fólki. Þegar þær eru nefnilega vel heppnaðar, þá eru svona "high school" unglingamyndir alveg hrikalega skemmtilegar og ég nýt þess í tætlur þegar ég loks eina virkilega góða, þessa sem kemur aðeins á nokkurra ára fresti. Easy A er akkúrat þessi mynd og mér til mikillar ánægju fékk ég alveg svakalega óvænta og snjalla mynd sem heldur dampi út lengd sína án þess að tapa góða fílingnum.
Ég veit ekki hversu oft ég hef setið í gegnum myndir eins og John Tucker Must Die, I Love You, Beth Cooper eða Fired Up og óskað þess að fá hnyttinn díalog, góðan húmor og persónur sem eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Þetta eru yfirleitt stórar kröfur þegar maður horfir á bíómyndir sem tilheyra þessum geira en sem betur fer hafa þessir ofannefndu góðu titlar sannað að þær eru til. Easy A uppfyllti allar þessar kröfur fyrir mér, og ég verð fúslega að játa að ég gekk ekki inn í salinn með háar væntingar svo vægt sé til orða tekið. Myndin hélt mér síðan glottandi eða hlæjandi út lengdina, þökk sé undarlega sterku handriti og hressum frammistöðum. Það hefur sjaldan verið jafn auðséð að ein manneskja á eftir að "meika'ða" eins og sést á henni Emmu Stone, sem er alveg yndisleg í hlutverki sínu hér. Persónuleiki hennar kemst fljótt til skila og maður dýrkar hann frá fyrstu senu. Burtséð frá því að vera með því heitasta sem finnst þarna úti á hennar aldri þá er Stone mjög fyndin, lífleg og raunveruleg persóna. Sömuleiðis er hún merkilega skörp og endalausu tilvísanir hennar í bíómyndir eiga eftir að fá okkur nördana til að brosa oftar en markhóp myndarinnar.
Aukaleikararnir gera síðan helling fyrir þessa litlu mynd, og það besta er að nánast allir hafa sinn steikta persónuleika sem skilur eitthvað eftir sig. Listinn er langur (hér höfum við m.a. nöfn eins og Stanley Tucci, Thomas Hayden Church, Malcolm McDowell, Patricia Clarkson, Lisa Kudrow, Amanda Bynes og Cam Gigadent) en það eru nánast allir frábærir. Tucci og (viti menn!) Gigadent fengu mig samt til að hlæja mest. Það sem kemur mér samt mest á óvart er hvað leikstjórinn hefur mikið lært á stuttum tíma, en hann leikstýrði einmitt Fired Up (sem ég nefndi áðan - og var EKKI góð), sem kom út í fyrra.
Easy A er, án djóks, FULLKOMIN mynd handa gelgjum en sömuleiðis bíófíklum og þeim sem hafa gaman að snjöllum samtölum, litríkum persónum og ófyrirsjáanlegum uppákomum. Já! Hvenær gat maður seinast sagst hafa séð eitthvað slíkt í amerískri unglingamynd? Bætið síðan við jákvæðum boðskap og skemmtilegri tónlistarnotkun. Algjör feel-good mynd. Guaranterað!
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. nóvember 2010
Útgefin:
17. mars 2011
Bluray:
17. mars 2011