Náðu í appið
Mighty Joe Young

Mighty Joe Young (1998)

"Survival is an instinct."

1 klst 54 mín1998

Myndin hefst þegar veiðiþjófar ráðast á hóp af górillum.

Rotten Tomatoes55%
Metacritic51
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Myndin hefst þegar veiðiþjófar ráðast á hóp af górillum. Dýraverndunarmenn berjast gegn veiðiþjófunum sem endar með því að ein górilla og móðir ungs barns deyr. Í öllum atganginum þá ræðst tiltölulega stór górilluungi á aðalveiðiþjófinn og bítur af honum þumalfingur og vísifingur. Næst hoppum við fram í tíma en þá er unga stúlkan sem missti móður sína orðin fullorðin og górillan er orðin risastór og vegur 900 kg. Þau eru bestu vinir og leika sér saman. Þegar veiðiþjófar birtast á nýjan leik, þá sannfærir einn fulltrúi náttúruverndarsamtaka Kaliforníu hana um að flytja górilluna, sem hún kallar Joe Young, í dýraathvarf. Þegar þau eru komin þangað þá birtist aðal veiðiþjófurinn á nýjan leik og leitar hefnda. Þetta endar með því að hann fer að hrella górilluna, en górillan sleppur út og hræðir nú íbúa Los Angeles borgar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney PicturesUS
RKO PicturesUS
The Jacobson CompanyUS

Gagnrýni notenda (2)

Að mínu mati er þetta bara hundleiðinleg mynd. Bekkurinn minn fékk einu sinni að velja videospólu og þessi varð fyrir valinu. Ég sofnaði yfir henni. Myndin á að fjalla um einhverja konu s...

Fín fjölskyldumynd sem segir frá risavaxinni górillu að nafni Joe. Hann hefur búið allt sitt líf í frumskógum Afríku án þess að umheimurinn viti af tilvist hans en það breytist einn da...