Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Last Action Hero 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He's mean . . . And he'll blast through your screen!

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Hinn ungi Danny Madigan er mikill aðdáandi Jack Slater, en hann er spennumyndahetja sem leikinn er af Arnold Schwarzenegger. Þegar besti vinur hans, sýningarmaðurinn Nick, gefur honum töframiða á nýju Jack Slater myndina, þá hoppar Danny inn í heim Slaters, þar sem góðu karlarnir vinna alltaf. Einn af óvinum Slaters, leigumorðinginn Benedict, kemst yfir miðann... Lesa meira

Hinn ungi Danny Madigan er mikill aðdáandi Jack Slater, en hann er spennumyndahetja sem leikinn er af Arnold Schwarzenegger. Þegar besti vinur hans, sýningarmaðurinn Nick, gefur honum töframiða á nýju Jack Slater myndina, þá hoppar Danny inn í heim Slaters, þar sem góðu karlarnir vinna alltaf. Einn af óvinum Slaters, leigumorðinginn Benedict, kemst yfir miðann góða, og fer yfir í veröld Danny, og áttar sig á því þar að ef honum tekst að drepa Schwarzenegger, þá drepur hann um leið Slater. Slater og Danny verða nú að ferðast til baka í heim Danny til að stöðva Benedict. ... minna

Aðalleikarar


Last Action Hero er eitt stærsta landmerki grínmynda sem til er, þetta er mynd sem gekk ekkert sérlega vel í bíóhúsum (þá aðallega útaf Jurrasic Park sem var á sama tíma) og var kramin af gagnrýnendum. Fyrir þá sem þekkja ekki þessa mynd, þá er söguþráðurinn um Danny, strák sem dýrkar kvikmyndir sem fær í hendur sínar töframiða sem gerir honum kleift að fara inn í heim kvikmynda. Óviss með hvort að miðinn í raun virki þá fer hann að sjá Jack Slater IV, mynd sem Arnold Schwarzenegger leikur hasarhetjuna Jack Slater. Söguþráðurinn skiptir eiginlega minnstu máli í mínum augum þar sem svo lítill skjátími fór í að fjalla um hann. Last Action Hero er mynd sem liggur gersamlega á skemmtanagildinu, ef þú fílar ekki húmorinn þá muntu ekki fíla þessa mynd. Fyrir kvikmyndabuff þá ætti Last Action Hero að vera fjarsjóður af húmor, það skiptir engu máli hve margir gallar eru í plottinu, það skiptir engu máli hve margar byssukúlur eru í einu skothylki. Það sem skiptir máli, fyrst og fremst, er að Schwarzenegger fær að drepa vondu kallana og bjarga deginum. Handritið er eftir Shane Black, hann skrifaði The Last Boy Scout og skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang og það er eins og flest handrit hans Black, mjög sjálfsviturt og er ekki að reyna fela það að þetta sé kvikmynd, sem er einmitt uppsprettan af húmornum. Ég giska að gagnrýnendurnir hafi ekki fílað það neitt sérstaklega, ég fílaði það hinsvegar talsvert, enda hef ég séð þessa mynd alltof oft síðan ég var lítill krakki. Eini gallinn er að myndin dregur of lengi við seinni hlutann, mögulega var það gert viljandi en lengdin var nálægt því að draga úr gæðum. Last Action Hero er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, ein af þessum myndum sem kemur mér alltaf í gott skap, ég tel hana vera eina bestu grínmynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Last Action Hero fjallar um Danny, dreng sem fer oft í bíó. Þegar hann finnur gull bíómiða, fer hann inn í salinn með miðann og áður en hann veit af, er hann horfinn úr veruleikanum og kominn í fake veröld. Þar hittir hann fyrir hetju myndarinnar, og kemst að hann er kominn inn í sjálfa bíómyndina sem meikar ekkert sens fyrir honum. Þeir félagar ná góðu sambandi og lendir hann í ýmsum ævintýrum með Hetjunni á móti Skúrkinum. Nær hann að sleppa úr myndinni lifandi? Þó svo að Last Action Hero sé hin týpíska spennumynd, finnst mér hugmyndin að myndinni alveg þrælsniðug og nær John McTiernan að skila henni vel frá sér í formi góðs handrits og sögu sem er gaman að fylgjast með. Arnold Schwarzenegger skilar sinni “frammistöðu“ ágætlega frá sér, þó hann sé að leika sömu týpu og við höfum séð hann svo oft gera áður. Austin O'Brien er með ágætis spretti sem Danny, og mynda þeir félagar fínan samleik þeirra á milli. Hálfgert Turner & Hooch á milli þeirra, þótt þetta sé léleg líking. Svo er F. Murray Abraham góður í hlutverki Skúrksins. En djókið sem Schwarzenegger gerir um sjálfan sig hvað varðar plaggatið á T2 er náttúrulega bara snilld, og eiginlega fyndnasta atriðið í myndinni að mínu mati. Fín poppkorn mynd, og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eg held að þetta fólk sem skrifaði á undan mer veit ekkert hvað það er að tala um. Last action hero er alveg frábær mynd og kemmur með mörg skírskot á aðrar myndir. Það er alveg frábær humor í þessari mynd og held eg að fólkið sem skrifaði herna á undann mer var of ungt til þess bara hreinlega að fatta þennan frábæra humor sem þessi mynd hefur. Ein af bestum myndum hans arnolds, og er þetta ein af þessum fáum myndum sem börn leika í og fara ekki í taugarnar á mer. Eg mæli með þessari fyrir alla eldri en 14 ( allir aðrir fatta örugglega ekki humorinn ). Frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Austin o´Brien leikur hér Danny Madigan, smágutta sem kemst yfir töframiða sem færir fólk yfir í aðra vídd þ.e.a.s. kvikmyndaheim. Hann er nú kominn inn í myndina Jack Slater 4 og hittir þar karakter Schwarzeneggers, nefninlega titilpersónuna og lögguna Jack Slater og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum og að lokum þarf Jack að horfast í augu við þann sannleika að hann er tilbúningur. Myndin hefur alveg heilmikið innihald en hinsvegar er hún aldrei nógu áhugaverð og alveg skelfilega illa leikin. Hún er þó langt frá því að vera alslæm, góðir brandarar, fín músík og nokkur flott atriði bæta alveg upp fyrir dapurleika myndarinnar. Hér er á ferðinni fremur vanmetin kvikmynd þó hún verði seint talin meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er kannski svolítið skrítin mynd og kannski líka svolítið langdregin á köflum en maður byjar sammt að sjá muninn á bíómynd og alvörinni. Eins og einu sinni sagði strákurinn við Schwarzenegger að það gæti ekki verið að svona ótrúlega fallegar konur væru út um allt þetta hlidi að vera bíómynd. En það er eitt sem mér finnst voðalega skrítið og það er það að Schwarzenegger hafi áhveðið að leika í svona ódýrri mynd???Þessi mynd fær tvær stjörnur hjá mér en sammt finnst mér það kannski aðeins og mikið,ææ það skiptir ekki
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn