Náðu í appið
Alpha and Omega

Alpha and Omega (2010)

"The goose is loose"

1 klst 28 mín2010

Í Jasper þjóðgarðinum eiga úlfarnir Kate og Humphrey heima, en þau hafa þekkst frá því þau voru ylfingar.

Rotten Tomatoes20%
Metacritic36
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Í Jasper þjóðgarðinum eiga úlfarnir Kate og Humphrey heima, en þau hafa þekkst frá því þau voru ylfingar. Þau er hinsvegar af mismunandi þjóðfélagsstigum þar sem Kate er hin orkumikla Alpha dóttir foringja úlfahjarðarinnar, en Humphrey er hinn gamansami Omega. Þessi stéttarstaða neyðir Kate í fyrirfram ákveðið hjónaband með Garth úr austur hjörðinni, í þeim tilgangi að sameina hjarðirnar tvær svo að friður komist á. Áður en hjónabandið verður að veruleika, eru Kate og Huphrey handsömuð af þjóðgarðsvörðunum og send til Idaho þjóðgarðsins. Kate vill uppfylla skyldur sínar og er staðráðin í að snúa aftur til Jasper og Humphrey lofar að hjálpa til ásamt tveimur skrýtnum gæsum. Á meðan þetta ólíka par reynir að skipuleggja heimferðina, þá vex umhyggja og skilningur á milli þeirra, og að lokum ást sem gæti flækt hlutina verulega ef þau komast alla leið heim.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ben Gluck
Ben GluckLeikstjórif. 1976

Framleiðendur

LionsgateUS
Crest AnimationIN