Mér fannst þessi mynd fínasta ræma. Þetta er hin týpíska ástarsaga en er samt nokkuð fyndin mynd einnig. Meg Ryan og Tim Robbins eru alveg ágæt í myndinni. En mér fannst Walter Matthau al...
I.Q. (1994)
"With Einstein as Cupid what could possibly go wrong?"
Bifvélavirkinn Edward Walters verður ástfanginn af hinni gáfuðu og fallegu Catherine Boyd.
Öllum leyfðSöguþráður
Bifvélavirkinn Edward Walters verður ástfanginn af hinni gáfuðu og fallegu Catherine Boyd. Þetta er ást við fyrstu sýn. Það er hinsvegar eitt vandamál, hún er trúlofuð skíthælnum James Moreland. Til allrar hamingju, þá kann frændi Catherine ákaflega vel við Edward, og í félagi við vini sína þá gera þeir áætlun um það hvernig þeir geti látið Catherine verða ástfangna af Edward. Það skemmtilega við þessa mynd er að þessi frændi Catherine er sjálfur eðlisfræðingurinn Albert Einstein, en hér er hann sýndur sem snillingur sem hefur gaman af lífinu, og það sama má segja um félaga hans Nathan, Kurt og Boris.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur




















