Náðu í appið
Six Degrees of Separation

Six Degrees of Separation (1993)

"For Paul, every person is a new door to a new world."

1 klst 52 mín1993

New York búarnir Ouisa og Flan Kittredge eru hástéttarfólk og listaverkasafnarar, hégómleg og tilgerðarleg en ástríðufull.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic72
Deila:
Six Degrees of Separation - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

New York búarnir Ouisa og Flan Kittredge eru hástéttarfólk og listaverkasafnarar, hégómleg og tilgerðarleg en ástríðufull. Einn af dýrgripunum í safni þeirra málverk eftir Kandinsky sem málað er á báðum megin á strigann. Önnur hliðin táknar stjórn og yfirvegun en hin hliðin óreiðu. Þau láta sögu ganga til vina sinna og kunningja sem smátt og smátt verður hálfgerð þjóðsaga. Sagan er þegar þau hittu ungan þeldökkan mann sem þau höfðu aldrei hitt áður, en staulast að útidyrunum hjá þeim eitt kvöldið þegar þau eru með mikilvægan fjárfesti í heimsókn, Geoffrey Miller, sem gæti gert þau auðugri en þeim gæti nokkrun tímann dreymt um. Þeldökki maðurinn er Paul Poitier, sem er nýkominn í bæinn, en var rændur rétt fyrir utan heimili þeirra og er með stungusár á kviðnum. Hann er vinur Kittredge barnanna, sem ganga í Harvard, en það sem meira er, þá er hann sonur leikarans og leikstjórans Sidney Poiter. Næsta dag þá hittir Paul föður sinn sem er í bænum að leikstýra kvikmynd upp úr söngleiknum Cats.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

New Regency PicturesUS
Maiden Movies
Metro-Goldwyn-MayerUS

Verðlaun

🏆

Stockard Channing var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki.