Ótrúlega fyndin. Næstum því frábær
Mér sárnar að geta ekki gefið Tangled hærri einkunn heldur en sjöu. Ég skemmti mér hreint út sagt konunglega yfir myndinni og satt að segja hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir teiknimynd...
"They're taking adventure to new lengths"
Eftir að hafa fengið lækningahæfileika úr töfrablómi, þá er Rapunzel (Garðabrúðu) prinsessu rænt úr höllinni sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel.
Öllum leyfðEftir að hafa fengið lækningahæfileika úr töfrablómi, þá er Rapunzel (Garðabrúðu) prinsessu rænt úr höllinni sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel. Mother Gothel veit að töframáttur blómsins er núna að grassera í gullnu hári Rapunzel, og til að halda sér ungri þá verður hún að læsa Rapunzel í leynilegum turni. Rapunzel er nú orðin unglingur og hár hennar er orðið meira en 20 metra langt. Hin fallega Rapunzel hefur verið í turninum allt sitt líf og hún er orðin forvitin um heiminn. Einn daginn kemur þorparinn Flynn Rider að turninum og heillast af Rapunzel sem gerir samning við hann um að fylgja sér til staðarins þar sem ljósin skína svo skært, og hún sér á hverju ári á afmælisdaginn sinn. Rapunzel á nú fyrir höndum mest spennandi ferðalag lífs síns.






Mér sárnar að geta ekki gefið Tangled hærri einkunn heldur en sjöu. Ég skemmti mér hreint út sagt konunglega yfir myndinni og satt að segja hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir teiknimynd...
Þá er loksins komið að síðustu myndinni í Disney Animated Canon sem ég mun skrifa um, að minnsta kosti þangað til Winnie the Pooh kemur einhvern tímann á næsta ári, og er tilvalið að ...