Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hr. Dugan, skiptu um atvinnu!
Just Go with It er önnur mynd Adams Sandler og leikstjórans Dennis Dugan í röð þar sem þeir nýta tækifærið til að fara í huggulegt frí og ákveða að taka fullt af leikurum með sér og skjóta bíómynd fyrst þeir eru þarna. Hin myndin er að sjálfsögðu Grown Ups, þar sem allt liðið fór í sumarbústað og vatnsrennigarð en núna er ferðinni heitið til Hawaii. En vegna þess að þeir eru í fríi er óásættanlegt að leggja of mikinn metnað í verkið, og ferskar hugmyndir koma ekki til greina. Sandler veit fullvel að það skiptir engu hvaða mynd hann gerir eða hversu mikil vinna er lögð í hana, svo lengi sem þetta er grínmynd með þroska á við 10 ára dreng þá mun hún taka í kringum $30-40 milljónir fyrstu helgina. Ef menn skoða afrakstur þessara beggja mynda þá sést vel að tökur hafi verið nokkuð auðveldar, grínið mestallt spunnið á staðnum (sem þýðir ekkert handrit, bara gróft uppkast með orðafjölda á við myndskreytta smábarnabók) og umhyggja gagnvart framleiðslunni í bullandi lágmarki.
Grown Ups var örlítið skárri vegna þess að ég vil frekar horfa á Sandler taka létt á því og skemmta sér með reyndum grínistum (sama hversu misfyndnir þeir eru) en að sjá hann stússast í kringum Jennifer Aniston, Nicole Kidman (???), sundfatamódel, besta vininn úr Grandma's Boy og tvo krakkaorma, sem öll reyna að æla út úr sér fyndnum setningum og þykjast vera að taka þátt í einhverju ofsalega sniðugu plotti allan tímann. Mér finnst samt erfitt að geta hlegið að móralskt röngum söguþræði þar sem persónurnar eru algjörir aular (tek það fram að ég hef ekki séð myndina Cactus Flower, sem þessi á að vera “lauslega” byggð á). Rennum stutt yfir hann: Sandler leikur lygasjúkan lýtalækni sem er nýbyrjaður með konu sem er helmingi yngri en hann. Misskilningur á sér stað og skyndilega er hann byrjaður að ljúga eins og það sé annað tungumál hjá honum. Asnaskapurinn nær hámarki þegar hann segist vera fjölskyldufaðir á leiðinni að skilja við konu sína. Hann á auðvitað enga fjölskyldu svo hann sannfærir vinnukonu sína og börn hennar um að taka þátt í þessum margslungna blekkingarvef. Tilgangurinn með þessu er enginn annar en til að kallinn geti viðhaldið þessu "heilbrigða" sambandi við kærustuna, og þ.a.l. neglt hana dögum saman.
Þessi hugmynd er svo asnaleg og mér dettur tvær ástæður í hug hvers vegna: Siðferðismörkin eru augljóslega óskýr hjá þessum aðalkarakter (svo ekki sé minnst á hversu örvæntingarfullt það er að eyða ruglaðri peningaupphæð í þetta gabb) og í öðru lagi þyrfti kærasta Sandlers að vera með greindavísitölu á við egg til að sjá ekki í gegnum þetta allt. Ég er samt ekki bara að setja út á þessa mynd vegna þess að mér finnst einstaklega erfitt að kaupa söguþráðinn, heldur vegna þess að myndin er vandræðaleg (og ekki vandræðaleg á fyndinn hátt), örsjaldan fyndin, langdregin og leikararnir eru svo áhugalausir að það gerir senur erfiðari á sálina. Fyrri helmingurinn er svo mikið dæmigert sitcom-grín, þar sem Sandler berst fyrir því að viðhalda ímynd sinni sem fjölskyldufaðir. Þeir sem elska fyrirsjáanlegan amerískan húmor eiga eftir að njóta sín í botn en þeir sem sjá hvað þetta er latt, einhæft og barnalegt eiga ekki von á góðu áhorfi. Seinni helmingur myndarinnar versnar vegna þess að sá fyrri er svo leiðinlegur. Það er alltaf sagt ferðin skipti málin í rómantískum gamanmyndum en ekki áfangastaðurinn. Við vitum öll (ath. ÖLL) hvernig þessi mynd mun enda, og þegar klisjuformúlan er komin á skrið vildi ég bara sjá þessa mynd klárast og sem fyrst.
Just Go With It er samt ekki að styðjast við þessar klisjur vegna þess að það hentar sögunni best. Hún gerir það vegna þess að hún hefur ekki hugmynd um hvað annað hún gæti gert. Mest drullar hún samt upp á bak í lokin, en þá er allt vafið upp á örskömmum tíma og lítið er verið að reyna að loka sögunni svokallaðri nema með flýttum yfirlestri frá Sandler. Þetta er annað traust dæmi um hversu löt þessi mynd er á nær allan hátt. Af svona 100 atvikum sem þóttust vera fyndin náðu kannski fimm þeirra að virka á mig. Hin fjölmörgu skot af konum í bikiníi bættu eitthvað upp en alls ekki nógu mikið. Myndin er bara vond. En ég bjóst svosem ekki við öðru af Dennis Dugan þar sem maðurinn er ofvaxið smábarn sem fær alltof mikinn pening fyrir að gera eitthvað sem hann er lélegur í. Ég veit að Sandler getur betur, það vantar bara áhugann. Hvað Jennifer Aniston varðar hefur hún ekki gert neitt af viti í bíómyndum síðan The Good Girl. Ég a.m.k. skora á einhvern til að segja mér annað og rökstyðja það. Að minnsta kosti myndi ég frekar sitja yfir Just Go with It aftur heldur en The Bounty Hunter, og það er eitt af því jákvæðasta sem ég get sagt um þessa mynd.
3/10
Just Go with It er önnur mynd Adams Sandler og leikstjórans Dennis Dugan í röð þar sem þeir nýta tækifærið til að fara í huggulegt frí og ákveða að taka fullt af leikurum með sér og skjóta bíómynd fyrst þeir eru þarna. Hin myndin er að sjálfsögðu Grown Ups, þar sem allt liðið fór í sumarbústað og vatnsrennigarð en núna er ferðinni heitið til Hawaii. En vegna þess að þeir eru í fríi er óásættanlegt að leggja of mikinn metnað í verkið, og ferskar hugmyndir koma ekki til greina. Sandler veit fullvel að það skiptir engu hvaða mynd hann gerir eða hversu mikil vinna er lögð í hana, svo lengi sem þetta er grínmynd með þroska á við 10 ára dreng þá mun hún taka í kringum $30-40 milljónir fyrstu helgina. Ef menn skoða afrakstur þessara beggja mynda þá sést vel að tökur hafi verið nokkuð auðveldar, grínið mestallt spunnið á staðnum (sem þýðir ekkert handrit, bara gróft uppkast með orðafjölda á við myndskreytta smábarnabók) og umhyggja gagnvart framleiðslunni í bullandi lágmarki.
Grown Ups var örlítið skárri vegna þess að ég vil frekar horfa á Sandler taka létt á því og skemmta sér með reyndum grínistum (sama hversu misfyndnir þeir eru) en að sjá hann stússast í kringum Jennifer Aniston, Nicole Kidman (???), sundfatamódel, besta vininn úr Grandma's Boy og tvo krakkaorma, sem öll reyna að æla út úr sér fyndnum setningum og þykjast vera að taka þátt í einhverju ofsalega sniðugu plotti allan tímann. Mér finnst samt erfitt að geta hlegið að móralskt röngum söguþræði þar sem persónurnar eru algjörir aular (tek það fram að ég hef ekki séð myndina Cactus Flower, sem þessi á að vera “lauslega” byggð á). Rennum stutt yfir hann: Sandler leikur lygasjúkan lýtalækni sem er nýbyrjaður með konu sem er helmingi yngri en hann. Misskilningur á sér stað og skyndilega er hann byrjaður að ljúga eins og það sé annað tungumál hjá honum. Asnaskapurinn nær hámarki þegar hann segist vera fjölskyldufaðir á leiðinni að skilja við konu sína. Hann á auðvitað enga fjölskyldu svo hann sannfærir vinnukonu sína og börn hennar um að taka þátt í þessum margslungna blekkingarvef. Tilgangurinn með þessu er enginn annar en til að kallinn geti viðhaldið þessu "heilbrigða" sambandi við kærustuna, og þ.a.l. neglt hana dögum saman.
Þessi hugmynd er svo asnaleg og mér dettur tvær ástæður í hug hvers vegna: Siðferðismörkin eru augljóslega óskýr hjá þessum aðalkarakter (svo ekki sé minnst á hversu örvæntingarfullt það er að eyða ruglaðri peningaupphæð í þetta gabb) og í öðru lagi þyrfti kærasta Sandlers að vera með greindavísitölu á við egg til að sjá ekki í gegnum þetta allt. Ég er samt ekki bara að setja út á þessa mynd vegna þess að mér finnst einstaklega erfitt að kaupa söguþráðinn, heldur vegna þess að myndin er vandræðaleg (og ekki vandræðaleg á fyndinn hátt), örsjaldan fyndin, langdregin og leikararnir eru svo áhugalausir að það gerir senur erfiðari á sálina. Fyrri helmingurinn er svo mikið dæmigert sitcom-grín, þar sem Sandler berst fyrir því að viðhalda ímynd sinni sem fjölskyldufaðir. Þeir sem elska fyrirsjáanlegan amerískan húmor eiga eftir að njóta sín í botn en þeir sem sjá hvað þetta er latt, einhæft og barnalegt eiga ekki von á góðu áhorfi. Seinni helmingur myndarinnar versnar vegna þess að sá fyrri er svo leiðinlegur. Það er alltaf sagt ferðin skipti málin í rómantískum gamanmyndum en ekki áfangastaðurinn. Við vitum öll (ath. ÖLL) hvernig þessi mynd mun enda, og þegar klisjuformúlan er komin á skrið vildi ég bara sjá þessa mynd klárast og sem fyrst.
Just Go With It er samt ekki að styðjast við þessar klisjur vegna þess að það hentar sögunni best. Hún gerir það vegna þess að hún hefur ekki hugmynd um hvað annað hún gæti gert. Mest drullar hún samt upp á bak í lokin, en þá er allt vafið upp á örskömmum tíma og lítið er verið að reyna að loka sögunni svokallaðri nema með flýttum yfirlestri frá Sandler. Þetta er annað traust dæmi um hversu löt þessi mynd er á nær allan hátt. Af svona 100 atvikum sem þóttust vera fyndin náðu kannski fimm þeirra að virka á mig. Hin fjölmörgu skot af konum í bikiníi bættu eitthvað upp en alls ekki nógu mikið. Myndin er bara vond. En ég bjóst svosem ekki við öðru af Dennis Dugan þar sem maðurinn er ofvaxið smábarn sem fær alltof mikinn pening fyrir að gera eitthvað sem hann er lélegur í. Ég veit að Sandler getur betur, það vantar bara áhugann. Hvað Jennifer Aniston varðar hefur hún ekki gert neitt af viti í bíómyndum síðan The Good Girl. Ég a.m.k. skora á einhvern til að segja mér annað og rökstyðja það. Að minnsta kosti myndi ég frekar sitja yfir Just Go with It aftur heldur en The Bounty Hunter, og það er eitt af því jákvæðasta sem ég get sagt um þessa mynd.
3/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures
Kostaði
$80.000.000
Tekjur
$214.945.591
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. febrúar 2011
Útgefin:
9. júní 2011
Bluray:
9. júní 2011