Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Liam Neeson eitursvalur eins og ávallt
Unknown er spennumynd með meistaranum sjálfum Liam Neeson í aðalhutverki, sagan er sögð um að Dr. Martin Harris (Liam Neeson) og konan hans Elizabeth Harris (January Jones) fara til Berlínar í Þýskalandi, svo strax þegar hann er kominn þá lendir hann í alvarlegu bílslysi og lendir í dái í fjóra daga. Það finnast ekki skilríki né neinar persónuupplýsingar, þegar að hann vaknar úr dáinu þá fær hann alveg svakalegt minnisleysi og man ekki neitt um hvað gerðist nema það að hann man allt um sig og eiginkonu sína. Þegar að Dr. Harris kemst út úr spítalanum þá fer hann á hótelið og þar sér hann konuna sína Elizabeth en því miður þá man hún ekki neitt eftir honum né hver hann er, Elizabeth kallar á manninn sinn Dr. Martin Harris líka og þá kemur stóra spurningin hvor er sá rétti ?
Heppilega þá hittir hann leigubílstjórann Gina (Diane Kruger) sem var í bílnum þegar að hann lenti í bílslysinu. Gina er flóttakona og þess vegna má hún ekki fara til lögreglunar. Sem betur fer þá veit Gina sannleikann um Dr. Martin Harris og því hún má ekki fara til lögreglunar þá verður Dr. Harris að taka til sinna ráða.
Stórleikarinn Liam Neeson með myndir á baki sér t.d.Taken og Schindler's List sem eru mínar uppháldsmyndir með kéllinum.
Taken og Unknow eru svo gjörólíkar þannig að ef þú heldur að Unknow og Taken séu eitthvað líkar þá hefur þú rétt fyrir þér, því að þær eru báðar alveg eitursvalar hasarmyndir en ekkert annað er líkt með þeim
Q: er Unknow þess virði að fara á hana í bíó ? A: Já, því að hún er alveg mjög spennandi og engan veginn slöpp né langdregin því að hún byrjar með sína spennu bara nánast strax í byrjun.
Ernst Jürgen (Bruno Ganz) er Dr. Harris eina von um að fá sitt líf aftur því að Ernst er fyrrverandi mannaveiðari og er þokkalega lúmskur á því.
Einkunn: 8/10 - rétt sleppur í áttuna en ég vildi sjá stærri mynd og aðeins meira en bara þetta
Unknown er spennumynd með meistaranum sjálfum Liam Neeson í aðalhutverki, sagan er sögð um að Dr. Martin Harris (Liam Neeson) og konan hans Elizabeth Harris (January Jones) fara til Berlínar í Þýskalandi, svo strax þegar hann er kominn þá lendir hann í alvarlegu bílslysi og lendir í dái í fjóra daga. Það finnast ekki skilríki né neinar persónuupplýsingar, þegar að hann vaknar úr dáinu þá fær hann alveg svakalegt minnisleysi og man ekki neitt um hvað gerðist nema það að hann man allt um sig og eiginkonu sína. Þegar að Dr. Harris kemst út úr spítalanum þá fer hann á hótelið og þar sér hann konuna sína Elizabeth en því miður þá man hún ekki neitt eftir honum né hver hann er, Elizabeth kallar á manninn sinn Dr. Martin Harris líka og þá kemur stóra spurningin hvor er sá rétti ?
Heppilega þá hittir hann leigubílstjórann Gina (Diane Kruger) sem var í bílnum þegar að hann lenti í bílslysinu. Gina er flóttakona og þess vegna má hún ekki fara til lögreglunar. Sem betur fer þá veit Gina sannleikann um Dr. Martin Harris og því hún má ekki fara til lögreglunar þá verður Dr. Harris að taka til sinna ráða.
Stórleikarinn Liam Neeson með myndir á baki sér t.d.Taken og Schindler's List sem eru mínar uppháldsmyndir með kéllinum.
Taken og Unknow eru svo gjörólíkar þannig að ef þú heldur að Unknow og Taken séu eitthvað líkar þá hefur þú rétt fyrir þér, því að þær eru báðar alveg eitursvalar hasarmyndir en ekkert annað er líkt með þeim
Q: er Unknow þess virði að fara á hana í bíó ? A: Já, því að hún er alveg mjög spennandi og engan veginn slöpp né langdregin því að hún byrjar með sína spennu bara nánast strax í byrjun.
Ernst Jürgen (Bruno Ganz) er Dr. Harris eina von um að fá sitt líf aftur því að Ernst er fyrrverandi mannaveiðari og er þokkalega lúmskur á því.
Einkunn: 8/10 - rétt sleppur í áttuna en ég vildi sjá stærri mynd og aðeins meira en bara þetta
Known
Mjög skemmtileg mynd. Neeson er mjög góður í aðalhlutverkinu, enda ekki óvanur svona hlutverki, svipar mjög til hlutverks hans í Taken. Myndin er blanda af Bourne Identity og Frantic eftir Polanski. Ástæða tengingar við þá síðari er að persónan er stödd í öðru landi, mjög týnd og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Bruno Ganz stelur myndinni algerlega með frábærri frammistöðu og Frank Langella er einnig mjög góður. Diane Kruger er í minna hlutverki heldur en hún ætti að vera miðað við hennar hæfileika og er mjög góð í myndinni. January Jones er fín, ekkert eftirminnileg frammistaða miðað við hve frábæra frammistöðu sem hún sýnir í þáttunum Mad Men. Aidan Quinn skipar lítið hlutverk - þetta er minni háttar hlutverk sem frábær leikari gerir að mjög eftirminnilegu. Yfir heildina litið er myndin mjög skemmtileg. Aldrei eins góð og Taken, en góð bíóferð. Persónulega sá ég í gegnum plottið við fysta áhorf á trailer myndarinnar, en samt sem áður er myndin skemmtileg áhorfs.
Mjög skemmtileg mynd. Neeson er mjög góður í aðalhlutverkinu, enda ekki óvanur svona hlutverki, svipar mjög til hlutverks hans í Taken. Myndin er blanda af Bourne Identity og Frantic eftir Polanski. Ástæða tengingar við þá síðari er að persónan er stödd í öðru landi, mjög týnd og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Bruno Ganz stelur myndinni algerlega með frábærri frammistöðu og Frank Langella er einnig mjög góður. Diane Kruger er í minna hlutverki heldur en hún ætti að vera miðað við hennar hæfileika og er mjög góð í myndinni. January Jones er fín, ekkert eftirminnileg frammistaða miðað við hve frábæra frammistöðu sem hún sýnir í þáttunum Mad Men. Aidan Quinn skipar lítið hlutverk - þetta er minni háttar hlutverk sem frábær leikari gerir að mjög eftirminnilegu. Yfir heildina litið er myndin mjög skemmtileg. Aldrei eins góð og Taken, en góð bíóferð. Persónulega sá ég í gegnum plottið við fysta áhorf á trailer myndarinnar, en samt sem áður er myndin skemmtileg áhorfs.
Þrælskemmtilegur absúrdleiki
Liam Neeson er bara eitthvað það svalasta kvikindi sem er á lífi í dag. Þetta er ekki smekksatriði, heldur staðreynd! Það er ekki hægt að segja annað um manninn sem hefur m.a. leikið Jedi-riddara, venjulegan riddara ("I once fought for two days with an arrow through my testicle" - Kingdom of Heaven), Oscar Schindler, þrumuguðinn Seif og manninn sem þjálfaði sjálfan Batman. Eftir hina mjög svo óvæntu og eiturhörðu Taken er maðurinn bara opinberlega kominn í einhvers konar guðatölu. Hann hefur alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér (þrátt fyrir örlítið bjagaðan amerískan hreim) en nú til dags þegar ég fer á spennumynd með honum er lítill krakki inni í mér sem öskrar hástöfum yfir hverju höggi sem hann gefur frá sér.
Ef þú ferð á Unknown í leit að nýrri Taken þá er ég hræddur um að þú verðir fyrir vonbrigðum. Ég mun samt skilja þig fullkomlega ef þú ferð með slíkar væntingar því markaðsdeild Warner Bros. hefur greinilega lagt blóð, svita og tár í að selja hana sem sambærilega bíómynd (meira að segja bíóplakötin eru furðulega Taken-leg). Unknown er meira í líkingu við Hitchcock ráðgátu í Bourne-stíl á meðan hin var straightforward "lemja-gaura-í-klessu" mynd. Það er ágætan hasar hér að finna en það er ekki fyrr en á seinustu 10 mínútunum þar sem Neeson hrekkur í kunnuglega gírinn og breytist í slagsmálakónginn, og jafnvel það endist í rétt svo 5 mínútur. Taken-aðdáendur verða vissulega svekktir, en ég get lofað ykkur að þetta eru grjótharðar 5 mínútur.
Myndin fer vel af stað og nær athygli manns fljótt með áhugaverðu plotti sem þróast síðar út í algjöran absúrdleika. Leikstjórnin - og að sjálfsögðu aðalleikarinn - sér samt einhvern veginn til þess að þessi vitleysa nái alltaf að haldast skemmtileg, og þegar myndin reynir að byggja upp spennu þá oftar en ekki nær hún markmiði sínu. Söguþráðurinn heldur manni ávallt giskandi um áframhaldið og úrlausn ráðgátunnar er alls ekki jafn fyrirsjáanleg, ófullnægjandi eða bjánaleg og maður heldur á köflum.
Hún sígur kannski örlítið rétt eftir miðju og ef skal segjast eins og er þá er gríðarlegur "séð-þetta-alltsaman-áður" fílingur á þessu öllu. Formúlur finnast dreifðar hér og þar, og persóna hennar Diane Kruger sennilega stærsta klisjan í allri myndinni. Ég efast samt um að slíkir þættir fara í þig ef þú ert tilbúinn til að kaupa allt sem er í gangi í þessari mynd. Ég gerði það og gekk ljómandi sáttur út úr bíóinu. Ég fékk kannski ekki aðra Taken, en myndin var heldur ekki að reyna að vera þannig.
7/10
Liam Neeson er bara eitthvað það svalasta kvikindi sem er á lífi í dag. Þetta er ekki smekksatriði, heldur staðreynd! Það er ekki hægt að segja annað um manninn sem hefur m.a. leikið Jedi-riddara, venjulegan riddara ("I once fought for two days with an arrow through my testicle" - Kingdom of Heaven), Oscar Schindler, þrumuguðinn Seif og manninn sem þjálfaði sjálfan Batman. Eftir hina mjög svo óvæntu og eiturhörðu Taken er maðurinn bara opinberlega kominn í einhvers konar guðatölu. Hann hefur alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér (þrátt fyrir örlítið bjagaðan amerískan hreim) en nú til dags þegar ég fer á spennumynd með honum er lítill krakki inni í mér sem öskrar hástöfum yfir hverju höggi sem hann gefur frá sér.
Ef þú ferð á Unknown í leit að nýrri Taken þá er ég hræddur um að þú verðir fyrir vonbrigðum. Ég mun samt skilja þig fullkomlega ef þú ferð með slíkar væntingar því markaðsdeild Warner Bros. hefur greinilega lagt blóð, svita og tár í að selja hana sem sambærilega bíómynd (meira að segja bíóplakötin eru furðulega Taken-leg). Unknown er meira í líkingu við Hitchcock ráðgátu í Bourne-stíl á meðan hin var straightforward "lemja-gaura-í-klessu" mynd. Það er ágætan hasar hér að finna en það er ekki fyrr en á seinustu 10 mínútunum þar sem Neeson hrekkur í kunnuglega gírinn og breytist í slagsmálakónginn, og jafnvel það endist í rétt svo 5 mínútur. Taken-aðdáendur verða vissulega svekktir, en ég get lofað ykkur að þetta eru grjótharðar 5 mínútur.
Myndin fer vel af stað og nær athygli manns fljótt með áhugaverðu plotti sem þróast síðar út í algjöran absúrdleika. Leikstjórnin - og að sjálfsögðu aðalleikarinn - sér samt einhvern veginn til þess að þessi vitleysa nái alltaf að haldast skemmtileg, og þegar myndin reynir að byggja upp spennu þá oftar en ekki nær hún markmiði sínu. Söguþráðurinn heldur manni ávallt giskandi um áframhaldið og úrlausn ráðgátunnar er alls ekki jafn fyrirsjáanleg, ófullnægjandi eða bjánaleg og maður heldur á köflum.
Hún sígur kannski örlítið rétt eftir miðju og ef skal segjast eins og er þá er gríðarlegur "séð-þetta-alltsaman-áður" fílingur á þessu öllu. Formúlur finnast dreifðar hér og þar, og persóna hennar Diane Kruger sennilega stærsta klisjan í allri myndinni. Ég efast samt um að slíkir þættir fara í þig ef þú ert tilbúinn til að kaupa allt sem er í gangi í þessari mynd. Ég gerði það og gekk ljómandi sáttur út úr bíóinu. Ég fékk kannski ekki aðra Taken, en myndin var heldur ekki að reyna að vera þannig.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Oliver Butcher, Stephen Cornwell
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$130.786.397
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
18. mars 2011
Útgefin:
28. júlí 2011