Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Duncan Jones er kominn til að vera
Sci-fi leikstýrð af Duncan Jones með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki? Þarf maður virkilega að segja meira?
Þetta kvikmydaár hefur ekki byrjað vel að mínu mati og hafa fáar myndir komið út sem hafa vakið áhuga hjá mér. Source Code er fyrsta myndin frá 2011 sem ég hef séð í bíó á árinu og hafði ég nokkuð miklar væntingar til hennar. Ekki nóg með það að hún er leikstýrð af syni David Bowie, Duncan Jones, sem leikstýrði hinni fantagóðu Moon árið 2009, heldur er Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki, og fyrir utan Day After Tomorrow, þá er eina Sci-fi myndin sem ég hef séð með honum Donnie Darko sem er ein af mínum uppáhalds myndum. Útkoman var betri en ég átti von á og er þetta strax orðið að mynd sem ég gæti orðið að einni bestu mynd 2011. Eins og er er samkeppnin lítil.
Ben Ripley fær gott hrós fyrir handritið og sjálfa hugmyndina. Þrátt fyrir að grunnhugmyndin er nokkuð svipuð Groundhog Day (aðalkarakterinn endurupplifir dag/8 mínútur) þá fara pælingar Ben Ripley í aðrar áttir. Handritið sjálft kemur með upplýsingar dreifðar út myndina (sem leiðir að því að áhorfandinn þarf að taka vel eftir út myndina) svo myndin hægir aldrei á sér út af of miklum troðningi af upplýsingum; hún er hröð og kemur sér vel að efninu og söguþráðurinn sjálfur nær að vera fjölbreytilegur (þ.e.a.s. fyrir mynd þar sem helmingurinn er 8 mínútna tímaskeið endurtekið), gáfaður, ófyrirsjáanlegur og á sinn hátt, ferskur. Annars fílaði ég líka það að myndin er miklu meira um að endurupplifa síðustu andartök einstaklings til að koma í veg fyrir fleiri slys (en myndin fjallar um karakter Gyllenhaal að fara inn í annan karakter, sem var í lest sem sprakk, til að finna þann sem átti uppitökin) í staðinn fyrir að fara aftur í tímann til að koma í veg fyrir slysið.
Leikstjórn Jones er mjög góð líka en spennan, flæði og skemmtanagildi helst vel út. Ég virkilega vona að hann eigi eftir að halda áfram leikstjórn, en hann er klárlega með bestu nýju leikstjórum sem ég veit um. Jafnvel þótt báðar myndirnar hans séu Sci-fi sem byggðust á einni frammistöðu, er lítið annað líkt með þeim.
Líkt og Moon, þá þarf Jake Gyllenhaal að halda allri myndinni uppi enda eru aðrir leikarar mjög lítið í myndinni. Og að mínu mati stendur hann sig aðeins betur en einleikari Moon, Sam Rockwell. Ég hef verið aðdáðandi Gyllehaal síðan ég sá Donnie Darko fyrst og séð hann þroskast sem leikara. Þetta er kannski ekki hans besta frammistaða en algjörlega með þeim betri. Þetta er ekki beint kröfuhart hlutverk sem hann hefur en ég tók aldrei eftir röngum tóni eða svipbrigði. Aðrir leikarar gera sitt besta og þrátt fyrir mjög takmarkaðan skjátíma eru þeir flestallir eftirminnilegir, sérstaklega Michelle Monaghan og Vera Farmiga.
Aðalgalli myndarinnar er að oft kemur fyrir að karakter Jake Gyllenhaal gerir fáranlega mikið á 8 mínútum (mig minnir að svipað gerðist með Inception á 2. draumastiginu, með Joseph Gordon-Levitt). Og þetta er Duncan Jones að kenna frekar en Ben Ripley. Það hefði verið betra ef hlutirnir sem Gyllenhaal gerði væru minnkaðir. Ekki er hægt að spá í hvort hægt væri að bæta við tímann svo hægt sé að gera alla hlutina, en hugmyndin er byggð á skammtímaminninu sem er 7 ± 2 mínútur. Hefði tíminn verið stækkaður hefði gallinn ekki verið um smámunasemi, heldur yfir að handritshöfundurinn veit ekkert um skammtímaminnið.
Spoiler hér fyrir neðan. Ef þú hefur ekki séð myndina mæli ég með að fara framhjá næstu málsgrein.
Endirinn er smávegis einkennilegur, en þetta er ekki hinn týpíski Hollywood-endir. Karakterinn hans Gyllenhaal endar myndina á því að lifa lífinu með karakter Monaghan en gerir það í annari veröld (Donnie Darko much?). Það hefði verið betra hefði heimurinn endað á pásunni sem kom fyrir (sem innihélt mjög flott skot) en endirinn var alls ekki slæmur og á sinn hátt sýndi fram á að tækið sem notað er í myndinni er í raun hin venjulega tímavél svipuð þeim sem eru í mörgum öðrum myndum: breytt er fortíðinni til að hafa allt öðruvísi framtíð, hvort sem hin framtíðin sé til einhversstaðar annars staðar eða ekki.
Eins og er er þetta besta mynd sem ég hef séð á árinu, en miðað við að bestu myndirnar eru byrjaðar að koma seinna á árinu, þá býst ég við að sjá betri myndir síðar. Samt sem áður á Source Code áreiðanlega eftir að vera með betri myndum þessa árs.
9/10
Sci-fi leikstýrð af Duncan Jones með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki? Þarf maður virkilega að segja meira?
Þetta kvikmydaár hefur ekki byrjað vel að mínu mati og hafa fáar myndir komið út sem hafa vakið áhuga hjá mér. Source Code er fyrsta myndin frá 2011 sem ég hef séð í bíó á árinu og hafði ég nokkuð miklar væntingar til hennar. Ekki nóg með það að hún er leikstýrð af syni David Bowie, Duncan Jones, sem leikstýrði hinni fantagóðu Moon árið 2009, heldur er Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki, og fyrir utan Day After Tomorrow, þá er eina Sci-fi myndin sem ég hef séð með honum Donnie Darko sem er ein af mínum uppáhalds myndum. Útkoman var betri en ég átti von á og er þetta strax orðið að mynd sem ég gæti orðið að einni bestu mynd 2011. Eins og er er samkeppnin lítil.
Ben Ripley fær gott hrós fyrir handritið og sjálfa hugmyndina. Þrátt fyrir að grunnhugmyndin er nokkuð svipuð Groundhog Day (aðalkarakterinn endurupplifir dag/8 mínútur) þá fara pælingar Ben Ripley í aðrar áttir. Handritið sjálft kemur með upplýsingar dreifðar út myndina (sem leiðir að því að áhorfandinn þarf að taka vel eftir út myndina) svo myndin hægir aldrei á sér út af of miklum troðningi af upplýsingum; hún er hröð og kemur sér vel að efninu og söguþráðurinn sjálfur nær að vera fjölbreytilegur (þ.e.a.s. fyrir mynd þar sem helmingurinn er 8 mínútna tímaskeið endurtekið), gáfaður, ófyrirsjáanlegur og á sinn hátt, ferskur. Annars fílaði ég líka það að myndin er miklu meira um að endurupplifa síðustu andartök einstaklings til að koma í veg fyrir fleiri slys (en myndin fjallar um karakter Gyllenhaal að fara inn í annan karakter, sem var í lest sem sprakk, til að finna þann sem átti uppitökin) í staðinn fyrir að fara aftur í tímann til að koma í veg fyrir slysið.
Leikstjórn Jones er mjög góð líka en spennan, flæði og skemmtanagildi helst vel út. Ég virkilega vona að hann eigi eftir að halda áfram leikstjórn, en hann er klárlega með bestu nýju leikstjórum sem ég veit um. Jafnvel þótt báðar myndirnar hans séu Sci-fi sem byggðust á einni frammistöðu, er lítið annað líkt með þeim.
Líkt og Moon, þá þarf Jake Gyllenhaal að halda allri myndinni uppi enda eru aðrir leikarar mjög lítið í myndinni. Og að mínu mati stendur hann sig aðeins betur en einleikari Moon, Sam Rockwell. Ég hef verið aðdáðandi Gyllehaal síðan ég sá Donnie Darko fyrst og séð hann þroskast sem leikara. Þetta er kannski ekki hans besta frammistaða en algjörlega með þeim betri. Þetta er ekki beint kröfuhart hlutverk sem hann hefur en ég tók aldrei eftir röngum tóni eða svipbrigði. Aðrir leikarar gera sitt besta og þrátt fyrir mjög takmarkaðan skjátíma eru þeir flestallir eftirminnilegir, sérstaklega Michelle Monaghan og Vera Farmiga.
Aðalgalli myndarinnar er að oft kemur fyrir að karakter Jake Gyllenhaal gerir fáranlega mikið á 8 mínútum (mig minnir að svipað gerðist með Inception á 2. draumastiginu, með Joseph Gordon-Levitt). Og þetta er Duncan Jones að kenna frekar en Ben Ripley. Það hefði verið betra ef hlutirnir sem Gyllenhaal gerði væru minnkaðir. Ekki er hægt að spá í hvort hægt væri að bæta við tímann svo hægt sé að gera alla hlutina, en hugmyndin er byggð á skammtímaminninu sem er 7 ± 2 mínútur. Hefði tíminn verið stækkaður hefði gallinn ekki verið um smámunasemi, heldur yfir að handritshöfundurinn veit ekkert um skammtímaminnið.
Spoiler hér fyrir neðan. Ef þú hefur ekki séð myndina mæli ég með að fara framhjá næstu málsgrein.
Endirinn er smávegis einkennilegur, en þetta er ekki hinn týpíski Hollywood-endir. Karakterinn hans Gyllenhaal endar myndina á því að lifa lífinu með karakter Monaghan en gerir það í annari veröld (Donnie Darko much?). Það hefði verið betra hefði heimurinn endað á pásunni sem kom fyrir (sem innihélt mjög flott skot) en endirinn var alls ekki slæmur og á sinn hátt sýndi fram á að tækið sem notað er í myndinni er í raun hin venjulega tímavél svipuð þeim sem eru í mörgum öðrum myndum: breytt er fortíðinni til að hafa allt öðruvísi framtíð, hvort sem hin framtíðin sé til einhversstaðar annars staðar eða ekki.
Eins og er er þetta besta mynd sem ég hef séð á árinu, en miðað við að bestu myndirnar eru byrjaðar að koma seinna á árinu, þá býst ég við að sjá betri myndir síðar. Samt sem áður á Source Code áreiðanlega eftir að vera með betri myndum þessa árs.
9/10
Spenntu beltin og hafðu heilann í gangi
Í fyrstu er Source Code eins og besta mynd sem hefur verið gerð sem er byggð á tölvuleik sem er ekki til. Grunnhugmyndin er sú að við fylgjumst með Jake Gyllenhaal að sífellt endurupplifa sömu 8 mínúturnar um borð í lest rétt áður en hún springur. Þetta virðist alltaf enda eins hjá honum og í byrjun hefur hann ekki minnstu hugmynd um hvað er í gangi (alveg eins og áhorfandinn). Fljótlega kemst hann að því að hans hlutverk er að nota þennan tímaramma til að finna sprengjuna og komast að því hver hryðjuverkamaðurinn er.
Það er erfitt að sjá þetta ekki fyrir sér sem tölvuleik, þar sem þú hefst alltaf á sama upphafsreitnum eftir dauða og hefur x mikinn tíma til að ljúka við ákveðnu verkefni. Það er vissulega líka hægt að kalla þetta sci-fi útgáfuna af Groundhog Day en eftir því sem sagan heldur áfram að þróast fer sá samanburður að dofna. Það er hellingur í þessum pakka sem má rekja til annarra mynda og jafnvel þátta, en eitt af því síðasta sem ég hugsaði um á meðan myndinni stóð var hvaðan ég hafði séð þetta allt saman áður. Hún virkar ófrumleg kannski í byrjun en stefnurnar sem hún tekur sýna að úr gömlum hráefnum er hægt að móta alveg ótrúlega fullnægjandi máltíð.
Source Code er greinilega ekki fullkomin mynd, en hún hefur næstum því allt sem ég vil fá út úr góðum (sci-fi) spennuþriller. Hún er þétt skrifuð, margbrotin, dularfull, skörp, öðruvísi, spennandi, ófyrirsjáanleg, smekkfull af hugmyndum og stýrist af heilmikilli orku í þokkabót. Þetta er svona mynd sem ég held að Hitchcock hefði orðið hrikalega ánægður með. Söguþráðurinn fer aldrei á sjálfsstýringu né brýst hann út í vitleysu. Óþarfa exposition-fyrirlestrar eru í algjöru lágmarki og er þar af leiðandi frekar ætlast til þess að plottið afhjúpist á mátulegum hraða í stað þess að henda öllum svörunum framan í þig. Plottið er stöðugt í vinnslu og sér til þess að halda athygli þinni með því að kippa mottunni reglulega undan þér með úthugsuðum fléttum sem styrkja heildarsöguna, í stað þess að vera bara þarna til að koma á óvart. Ofan á þetta allt fáum við svo Jake Gyllenhaal, sem er rosalega góður í allri ringulreiðinni. Hann tapar aldrei sambandi við áhorfandann og fylgir maður honum alla leið.
Duncan Jones verður bráðum ekki lengur þekktur sem einungis sonur Davids Bowie sem kom öllum gagnrýnendum á óvart með hinni geggjuðu Moon árið 2009. Sú mynd var augljóslega ekki eitthvað gerðist bara af heppni, og miðað við afraksturinn hér er tvímælalaust hægt að segja að þessi gaur sé kominn til að vera. Hann er á sama stað núna og Ben Affleck hvað leikstjórn varðar. Báðir hafa sýnt eftirtektarverða hæfileika og gert tvær nautsterkar myndir í röð. En Jones er ekki bara efnilegur, heldur einhver sem kann að nota heilann og ætlast einnig til þess að áhorfandinn geri það sama. Source Code er mynd sem krefst þess að þú sért svolítið vakandi á meðan þú horfir á hana, en hún gerir sér einnig grein fyrir því að þú þurfir að slökkva á allri vantrú svo þú getir keypt þetta vægast sagt langsótta plott sem hún hefur. Þetta er samt ástæðan af hverju þetta kallast Science FICTION, og greindin í handritinu hér liggur aðallega í samsetningu sögunnar, ekki lógíu.
Örfáar holur eru samt óhjákvæmalegar og það eru ýmis tilfelli þar sem augljóslega líður lengri tími en myndin sýnir. Það er frekar einkennilegt hvað Gyllenhaal er oft sýndur gera skuggalega mikið á þessum litla tíma sem hann hefur, en þarna erum við lent á svipuðu vandamáli og Keanu Reeves-klassíkin Speed hafði. Í þeirri mynd (fyrir ykkur nýliðanna sem hafa ekki séð hana – skammist ykkar!) átti rúta að keyra stöðugt á 80 km hraða (ef ekki, þá BÚMM!) í dágóðan tíma, en allt heilbrigt fólk tekur greinilega eftir því að hún fer langt undir slíkan hraða á köflum. Þannig að ef þú getur komið þér undan þeirri smámunasemi að fókusera á tímarammann í Source Code, þá ættirðu að vera ágætlega staddur. Því miður er þó lítið hægt að gera til þess að laga litla friðsemdarmóralinn í lokin, sem var pínu vandræðalegur. Svo mun ég ávallt syrgja fjarveru snillingsins Clint Mansell, sem átti fyrst að sjá um tónlistina en þurfti að sinna öðru verkefni. Chris Bacon stendur sig þokkalega með músíkina í hans stað, en hún er fullhefðbundin fyrir mynd sem er svona fersk.
Þessi mynd er samt jafnmikið í eigu Gyllenhaals og leikstjórans (rétt eins og Sam Rockwell átti vafalaust hinn helminginn af Moon). Þessi stöðugt upprísandi leikari gerir margt við hlutverk sem aðrir hefðu léttilega gert minna úr. Rullan býður í rauninni ekki upp á margt annað en stöðugt tilhlaup og undrunarsvipi en Gyllenhaal sýnir þessu mikinn áhuga og nær að vera óvenju líflegur og heillandi. Það er ekki beint hægt hrósa aukaleikurunum fyrir fjölbreytni, og þar á ég við um þau Michelle Monaghan, Jeffrey Wright og Veru Farmiga, en það er heldur ekki mikið sem þau hafa í höndunum. Þau eru lítið annað en nauðsynlegir aukahlutir. Svipað og lestin sjálf eru þau þarna til að styðja við Gyllenhaal og hans sögu. Lykilatriðið er að þau þjóni sínum tilgangi án þess að vera óathyglisverðari til áhorfs heldur en veggfóður. Þau gera góð skil allavega, og sýna þessu meiri áhuga en margir aðrir hefðu gert. Kannski er Jones bara svona spennandi gaur til að vinna með.
Ef þessi sonur Bowies heldur svona góðu róli áfram munu sjást risastór hjörtu í mínum augum þegar einhver minnist á hans nafn. Í lokin vil ég segja þér að sjá þessa mynd ef þig langar að horfa á eitthvað sem er spennandi og með virkan heila. Hún er alveg peningana virði og í versta falli taparðu ekki nema tæplega 90 mínútum af ævi þinni.
8/10
PS. Ég veit alveg hvað ég myndi gera með Michelle Monaghan á 8 mínútum...
Í fyrstu er Source Code eins og besta mynd sem hefur verið gerð sem er byggð á tölvuleik sem er ekki til. Grunnhugmyndin er sú að við fylgjumst með Jake Gyllenhaal að sífellt endurupplifa sömu 8 mínúturnar um borð í lest rétt áður en hún springur. Þetta virðist alltaf enda eins hjá honum og í byrjun hefur hann ekki minnstu hugmynd um hvað er í gangi (alveg eins og áhorfandinn). Fljótlega kemst hann að því að hans hlutverk er að nota þennan tímaramma til að finna sprengjuna og komast að því hver hryðjuverkamaðurinn er.
Það er erfitt að sjá þetta ekki fyrir sér sem tölvuleik, þar sem þú hefst alltaf á sama upphafsreitnum eftir dauða og hefur x mikinn tíma til að ljúka við ákveðnu verkefni. Það er vissulega líka hægt að kalla þetta sci-fi útgáfuna af Groundhog Day en eftir því sem sagan heldur áfram að þróast fer sá samanburður að dofna. Það er hellingur í þessum pakka sem má rekja til annarra mynda og jafnvel þátta, en eitt af því síðasta sem ég hugsaði um á meðan myndinni stóð var hvaðan ég hafði séð þetta allt saman áður. Hún virkar ófrumleg kannski í byrjun en stefnurnar sem hún tekur sýna að úr gömlum hráefnum er hægt að móta alveg ótrúlega fullnægjandi máltíð.
Source Code er greinilega ekki fullkomin mynd, en hún hefur næstum því allt sem ég vil fá út úr góðum (sci-fi) spennuþriller. Hún er þétt skrifuð, margbrotin, dularfull, skörp, öðruvísi, spennandi, ófyrirsjáanleg, smekkfull af hugmyndum og stýrist af heilmikilli orku í þokkabót. Þetta er svona mynd sem ég held að Hitchcock hefði orðið hrikalega ánægður með. Söguþráðurinn fer aldrei á sjálfsstýringu né brýst hann út í vitleysu. Óþarfa exposition-fyrirlestrar eru í algjöru lágmarki og er þar af leiðandi frekar ætlast til þess að plottið afhjúpist á mátulegum hraða í stað þess að henda öllum svörunum framan í þig. Plottið er stöðugt í vinnslu og sér til þess að halda athygli þinni með því að kippa mottunni reglulega undan þér með úthugsuðum fléttum sem styrkja heildarsöguna, í stað þess að vera bara þarna til að koma á óvart. Ofan á þetta allt fáum við svo Jake Gyllenhaal, sem er rosalega góður í allri ringulreiðinni. Hann tapar aldrei sambandi við áhorfandann og fylgir maður honum alla leið.
Duncan Jones verður bráðum ekki lengur þekktur sem einungis sonur Davids Bowie sem kom öllum gagnrýnendum á óvart með hinni geggjuðu Moon árið 2009. Sú mynd var augljóslega ekki eitthvað gerðist bara af heppni, og miðað við afraksturinn hér er tvímælalaust hægt að segja að þessi gaur sé kominn til að vera. Hann er á sama stað núna og Ben Affleck hvað leikstjórn varðar. Báðir hafa sýnt eftirtektarverða hæfileika og gert tvær nautsterkar myndir í röð. En Jones er ekki bara efnilegur, heldur einhver sem kann að nota heilann og ætlast einnig til þess að áhorfandinn geri það sama. Source Code er mynd sem krefst þess að þú sért svolítið vakandi á meðan þú horfir á hana, en hún gerir sér einnig grein fyrir því að þú þurfir að slökkva á allri vantrú svo þú getir keypt þetta vægast sagt langsótta plott sem hún hefur. Þetta er samt ástæðan af hverju þetta kallast Science FICTION, og greindin í handritinu hér liggur aðallega í samsetningu sögunnar, ekki lógíu.
Örfáar holur eru samt óhjákvæmalegar og það eru ýmis tilfelli þar sem augljóslega líður lengri tími en myndin sýnir. Það er frekar einkennilegt hvað Gyllenhaal er oft sýndur gera skuggalega mikið á þessum litla tíma sem hann hefur, en þarna erum við lent á svipuðu vandamáli og Keanu Reeves-klassíkin Speed hafði. Í þeirri mynd (fyrir ykkur nýliðanna sem hafa ekki séð hana – skammist ykkar!) átti rúta að keyra stöðugt á 80 km hraða (ef ekki, þá BÚMM!) í dágóðan tíma, en allt heilbrigt fólk tekur greinilega eftir því að hún fer langt undir slíkan hraða á köflum. Þannig að ef þú getur komið þér undan þeirri smámunasemi að fókusera á tímarammann í Source Code, þá ættirðu að vera ágætlega staddur. Því miður er þó lítið hægt að gera til þess að laga litla friðsemdarmóralinn í lokin, sem var pínu vandræðalegur. Svo mun ég ávallt syrgja fjarveru snillingsins Clint Mansell, sem átti fyrst að sjá um tónlistina en þurfti að sinna öðru verkefni. Chris Bacon stendur sig þokkalega með músíkina í hans stað, en hún er fullhefðbundin fyrir mynd sem er svona fersk.
Þessi mynd er samt jafnmikið í eigu Gyllenhaals og leikstjórans (rétt eins og Sam Rockwell átti vafalaust hinn helminginn af Moon). Þessi stöðugt upprísandi leikari gerir margt við hlutverk sem aðrir hefðu léttilega gert minna úr. Rullan býður í rauninni ekki upp á margt annað en stöðugt tilhlaup og undrunarsvipi en Gyllenhaal sýnir þessu mikinn áhuga og nær að vera óvenju líflegur og heillandi. Það er ekki beint hægt hrósa aukaleikurunum fyrir fjölbreytni, og þar á ég við um þau Michelle Monaghan, Jeffrey Wright og Veru Farmiga, en það er heldur ekki mikið sem þau hafa í höndunum. Þau eru lítið annað en nauðsynlegir aukahlutir. Svipað og lestin sjálf eru þau þarna til að styðja við Gyllenhaal og hans sögu. Lykilatriðið er að þau þjóni sínum tilgangi án þess að vera óathyglisverðari til áhorfs heldur en veggfóður. Þau gera góð skil allavega, og sýna þessu meiri áhuga en margir aðrir hefðu gert. Kannski er Jones bara svona spennandi gaur til að vinna með.
Ef þessi sonur Bowies heldur svona góðu róli áfram munu sjást risastór hjörtu í mínum augum þegar einhver minnist á hans nafn. Í lokin vil ég segja þér að sjá þessa mynd ef þig langar að horfa á eitthvað sem er spennandi og með virkan heila. Hún er alveg peningana virði og í versta falli taparðu ekki nema tæplega 90 mínútum af ævi þinni.
8/10
PS. Ég veit alveg hvað ég myndi gera með Michelle Monaghan á 8 mínútum...
Flash back og Back to the Future
Colter Stevens (Jake Gyllenhaal) er í flughernum í Afghanistan, eftir nokkra daga þá verður hann fórnarlambið að verða fyrir þessu sem kallað er "Source Code" og þá hefur hann heilar átta min til að finna sprengjuna og sprengjumanninn. Á meðan hann er í þessu "Source Code" þá er hann sem allt annar maður, Sean, og kærasta hans Christina Warren (Michelle Monaghan), í lest og Christina sér Colter alltaf eins og Sean.
Eftir nokkur skipti þá áttar Colter sig aðeins á þessu systemi og fer að reyna að einbeita sér meira á þessum átta min. Þegar þessar átta min enda þá springur lestinn og Colter fær svo annan séns til að bjarga lestarfólkinu. Colleen Goodwin (Vera Farmiga) og Dr. Rutledge (Jeffrey Wright) eru að vinna saman til að hjálpa Colter að finna sprengjumanninn en þau eru ekki á sama stað né á sama tíma (Svoldið flókið, ég veit en þess virði) en það gengur mis vel.
Er eitthvað varið í að fara á tímaflakks mynd í bíó....U já það er þess virði og þá líka meðan þetta gengur allt svo vel upp þessi mynd, Jake Gyllenhaal stendur sig með prýði og líka þegar hann er að jakslast svona á fólkinu og láta það ekkert líða neitt svakalega vel er allt svo flott gert.
Söguþráðurinn er geðveikur af öllu leiti, að flakka svona milli tímans og svona oft og allt það er bara eitt stórt meistaraverk en því miður er Source Code ekki neitt sem við getur kallað meistaraverk því miður en hún er ekki langt frá því að geta næstum kallað hana meistaraverk. Source Code er hin fínasta mynd og ég hvet alla til að sjá hana ef þið hafið gamann af svona tímaflakksmyndum og flash back myndum þá ættu þið ekki að vera vonbrigðum, þótt þið hafðið ekkert gamann af þannig myndum samt hvet ég ykkur að fara á hana því hún er bara svo góð og flott hvernig þetta allt getur verið.
Einkunn: 8/10 - "Fínasta mynd, ekkert meistaraverk en þessar 90 min farast mjög vel"
Colter Stevens (Jake Gyllenhaal) er í flughernum í Afghanistan, eftir nokkra daga þá verður hann fórnarlambið að verða fyrir þessu sem kallað er "Source Code" og þá hefur hann heilar átta min til að finna sprengjuna og sprengjumanninn. Á meðan hann er í þessu "Source Code" þá er hann sem allt annar maður, Sean, og kærasta hans Christina Warren (Michelle Monaghan), í lest og Christina sér Colter alltaf eins og Sean.
Eftir nokkur skipti þá áttar Colter sig aðeins á þessu systemi og fer að reyna að einbeita sér meira á þessum átta min. Þegar þessar átta min enda þá springur lestinn og Colter fær svo annan séns til að bjarga lestarfólkinu. Colleen Goodwin (Vera Farmiga) og Dr. Rutledge (Jeffrey Wright) eru að vinna saman til að hjálpa Colter að finna sprengjumanninn en þau eru ekki á sama stað né á sama tíma (Svoldið flókið, ég veit en þess virði) en það gengur mis vel.
Er eitthvað varið í að fara á tímaflakks mynd í bíó....U já það er þess virði og þá líka meðan þetta gengur allt svo vel upp þessi mynd, Jake Gyllenhaal stendur sig með prýði og líka þegar hann er að jakslast svona á fólkinu og láta það ekkert líða neitt svakalega vel er allt svo flott gert.
Söguþráðurinn er geðveikur af öllu leiti, að flakka svona milli tímans og svona oft og allt það er bara eitt stórt meistaraverk en því miður er Source Code ekki neitt sem við getur kallað meistaraverk því miður en hún er ekki langt frá því að geta næstum kallað hana meistaraverk. Source Code er hin fínasta mynd og ég hvet alla til að sjá hana ef þið hafið gamann af svona tímaflakksmyndum og flash back myndum þá ættu þið ekki að vera vonbrigðum, þótt þið hafðið ekkert gamann af þannig myndum samt hvet ég ykkur að fara á hana því hún er bara svo góð og flott hvernig þetta allt getur verið.
Einkunn: 8/10 - "Fínasta mynd, ekkert meistaraverk en þessar 90 min farast mjög vel"
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Summit Entertainment
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
8. apríl 2011
Útgefin:
22. september 2011